Vísir - 17.07.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 17.07.1980, Blaðsíða 22
- og veigra sér þvi við að fara i söngnám. - rætt við Guðrúnu fl. Simonar og nemendur hennar „Söngvarar, sem fást viö flutning sigildrar tónlistar eru oft mjög fordómafullir gagnvart dægurlaga- og visnasöngvurum, og hinir siöarnefndu sömuleiöis gagnvart hinum fyrrnefndu. Meölimum hvors hópsins fyrir sig finnst tónlistin, sem hinir fiytja, varla geta kallast tónlist, eöa allavega vera óþolandi leiö- inleg og litils viröi. Fordómarn- ir hafa þó veriö á hægu undan- haldi á siöustu árum, og ég vil leggja mitt lóö á vogarskálina til aö þeir hverfi meö öllu”. Vlsir brá sér nýlega á fund i Söngskólanum, sem Guörún A. Simonar, söngvari, hélt meö nokkrum nemendum á söng- námskeiöi fyrir dægurlaga-, visna og kórsöngvara. Guörún efndi til námskeiösins, og veröa þarkennd frumatriöi i söng, svo ’ sem öndun, raddbeiting og framsögn. Fimmtán söngvarar hafa innritast á námskeiöiö, og veröa þeir teknir I einkatima einu sinni til tvisvar I viku. Námskeiöiö er þegar hafiö, og stendur I tiu vikur. Guörún sagöi okkur fyrst, hvernig henni kom til hugar aö halda þetta námskeiö. Margar raddir fara til spillis „Fordómarnir, sem ég drap á áöan, standa tónlistarlifi á Is- landi mjög fyrir þrifum”, sagöi Guörún. „Enda þótt ég sé ekki aö leggja til, aö söngvari ætti aö flytja bæöi dægurlög og sigild lög jöfnum höndum, finnst mér aö þaö yröi til mikilla bóta, ef allir sýndu báöum tegundum tónlistar viröingu, læröu aö njóta þeirra og ynnu I samein- ingu aö eflingu beggja. Dægur- lagasöngvarar hafa oft leyft röddum sinum aö fara til spillis, vegna þess aö þeir hafa látiö undir höfuö leggjast aö veröa sér úti um raddþjálfun. Jafnvel góö rödd þolir ekki áreynsluna, sem stafar af þvi aö syngja kunnáttulaust. Nú langar mig aö gera bragarbót á, og miöla ólæröum söngvurum af minni þekkingu”. óttast að mæta fyrirlitn- ingu söngkennara „Ég ákvaö aö hafa námskeiö- iö svona stutt, til aö þaö yröi aö- gengilegra fyrir fólk, eins og „instant” kaffi. Hætt er viö, aö fólk yröi of hrætt, ef ég veifaöi þeirri staöreynd um of, aö söng- námi lýkur raunverulega aldrei. Tiu vikna námskeiö er þó ágætt til aö byrja meö, og siöan geta nemendurnir haldiö áfram aö koma I tima upp á sitt ein- dæmi, hafi þeir ekki misst áhug- ann”. Nemendurnir, sem mættir voru á fundinn, voru allir sam- mála Guörúnu um þetta. Þeir sögöust margir hafa veriö aö velta þvi fyrir sér lengi aö fá einhverja raddþjálfun, og hug- mynd Guörúnar um söngnám- skeiöiö heföi oröiö til þess, aö þeir drifu sig i nám. Aö þeirra sögn veigra dægurlagasöngvar- ar sér almennt viö aö sækja um tima hjá söngkennurum, meöal annars af ótta viö, aö kennar- arnir muni ekki taka þá alvar- lega, heldur koma fram viö þá af fyrirlitningu. Þriðja röddin í katta- dúettinum Samkoman I Söngskólanum var fjörleg meö besta móti, enda brá Guörún oft á glens viö nýju nemendurna og naut til þess fulltingis hundsins Pushk- ins, sem er sænskur I aöra ætt- ina og rússneskur I hina — sklröur I höfuöiö á rússneska ljóöskáldinu Alexander Pushkin. „Honum kippir sér- staklega i rússneska kyniö”, sagöi Guörún. „Hann heldur alltaf aö hann sé einn I heimin- um. Pushkin er mjög frambæri- legur söngvari, og hefur sér- stakt dálæti á aö syngja þriöju rödd I kattadúettinum”. Söngvarar Echo og Aríu Söngvarinn i hljómsveitinni Ariu var meöal viöstaddra. Hann sagöist hafa veriö farinn aö fá áhyggjur af þvi, hve oft hann varö hás eftir aö syngja á samkomum um helgar. „Ég verö ógurlega þreyttur i hálsin- um af þvi aö syngja, og grunar mig aö þaö sé vegna þess, aö ég kann ekki rétta öndun og radd- beitingu. Aldrei hefur oröiö úr hjá mér aö leita eftir tilsögn söngkennara. Hins vegar varö ég stórhrifinn þegar ég sá nám- skeiöiö auglýst, og ákvaö aö drifa mig meö þaö sama. Mig langar ekkert til aö veröa óperusöngvari, en ekki vil ég heldur missa röddina fyrir ald- ur fram”. „Ég held, aö dægurlaga- söngvarar hafi yfirleitt ekki gert sér grein fyrir þvi hingaö til, aö þeir þurfi aö vita eitthvað um söng, ef þeir ætla ekki aö eyöileggja röddina á fáeinum árum”, bætti við Jón Gústafs- son, söngvari hljómsveitarinnar Echo. „Nú er sú meinlokan óö- um aö hverfa, og er þaö meöal annars áeggjan og framtaki Guörúnar aö þakka. Hún hefur hjálpaö til aö brúa biliö, sem veriö hefur milli flytjenda dæg- urlaga annars vegar og sigildr- ar tónlistar hins vegar”. Jón hefur sungiö meö hljóm- sveitum i eitt og hálft ár, fyrst Gaulverjum, sem meöal annars komu fram á Kjarvalsstööum, og siöan Echo. „1 vetur byrjaöi ég svo aö auki I skólakór M.R., þar sem ég fékk dálitla tilsögn, og varö þá ljóst, hversu mikils viröi hún er. Mér fannst röddin styrkjast á skömmum tima, og söngurinn veröa betri. Héðan I frá vil ég notfæra mér þá náms- möguleika, sem völ er á, án þess þó aö leggja út i margra ára klassiskt söngnám”. ,/Vil verða kórhæfur aft- ur" Alda Ingibergsdóttir og Karolina Söebeck syngja báöar meö skólakórum, önnur i Hafn- arfiröi en hin I Garðabæ. Þær sögöu, aö I kórunum væri ekki veitt nein teljandi tilsögn um öndun eöa raddbeitingu, og þeim haföi þótt sjálfsagt aö nota skólafriið til aö afla sér dálitiil- ar þjálfunar á námskeiöinu. Grétar Oddsson söng meö kirkjukór og karlakór Bolung- arvikur i mörg ár, en hóf söng- feril sinn I dægurlaga hljóm- sveit þar fyrir vestan. „Hljóm- sveitin var uppi á þessum „sentimental” dögum áöur en rokkiö kom til sögunnar”, sagöi Grétar. „Þá var sungiö um ágústkvöld, og annaö gamalt og gott af þvi taginu. Ég hef ekkert sungiö undanfariö, hvortheldur er I hljómsveitum eöa kórum. Til þess er ég kominn til Guö- rúnar, aö veröa kórhæfur aft- ur”. „Syng með sjálfri mér" Guölaug Helga Ingadóttir heitir einn þátttakenda f nám- skeiöinu, og sækir hún tima frá Selfossi. „Ég hef veriö i söng- námi i vetur, og vildi enganveg- inn taka mér fri frá söngnum i sumar, úr þvi ég þurfti þess ekki”, sagöi Guölaug. „Ahuginn hefur beinst sifellt meira að si- gildri tónlist siöan ég byrjaði i náminu. Samt heg ég enn mjög gaman af dægurlögum. Um siö- ustu helgi fór ég i Þórsmörk og tók þar þátt I hressilegum sam- söng. Ekki voru ariur á dagskrá viö þaö tækifæri, en námiö i vet- ur kom þó aö góöu gagni, þvi aö daginn eftir voru allir þegjandi hásir nema ég”. „Ég er mjög söngelsk, og mig langar til aö fá tilsögn i söng, enda þótt ég ætli mér ekki aö fara aö troöa neins staöar upp”, sagöi Hjördis Egilsdóttir, sem kemur til meö aö stunda námiö jafnhliöa störfum sinum i frysti- húsi. „Ég var i kór hér fyrr á ár- um, en ætla nú bara aö syngja meö sjálfri mér 1 bili”. Illkvittnir draugar á ell- efta slaginu „Eruö þiö nokkuö hræddir viö drauga, góðir hálsar?” spuröi Guörún allt I einu upp úr þurru, þegar hún var aö ljúka viö skrá- setningu stundatöflunnar. „Ég er nefnilega flutt i nýja Ibúö, og draugarnir þar bjóöa ekki af sér tiltakanlega góöan þokka. A hverju kvöldi klukkan ellefu veröur stemmningin i stofunni eitthvaö illkvittin og helst þann- ig fram á nótt. Um daginn fór ég meö Faðirvoriö yfir draugun- um, en grun hef ég um, aö þeir hafi látiö þaö eins og vind um eyru þjóta. Ég lét þó ekki finna á mér neinn bilbug, og lýsti þvi yfir I heyranda hljóöi, aö þeir skyldu ekki halda aö þeir fengju aö ráöskast neitt meö mig. Heldur vondauf er ég um, aö ádrepan beri tilætlaöan árang- ur, úr þvi aö Faöirvoriö dugöi ekki til. Þið þurfið þó sennilega ekki aö hafa af þessu stórar áhyggjur, þvi að söngtimarnir veröa allir um eftirmiðdaginn”. —AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.