Vísir - 17.07.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 17.07.1980, Blaðsíða 23
23 Umsjón: Asta Björnsdóttir. utvarp kl. 17.20: Undrabörn f tönlistinni i þættinum „Tónhorniö” mun Guðriín Birna Hannesdóttir kynna Yehudi Menuhin. „í þættinum I dag ætla ég að kynna Jehudi Menuhin”, sagði Guðrún Birna Hannesdóttir, sem stjdrnar þættinum „Tónhornið” i dag. „í þessum, og næstu þáttum, ætla ég að kynna það fólk lir tón- listarheiminum sem hefur talist undrabörn í æsku. Ég reyni að afla mér upplýsinga um uppvöxt þeirra, heimili og foreldra. Sagði GuðrUn Birna, að alls myndu þetta verða um tiu þættir og í þeim yröi flutt tónlist með leik þessa fólks, eða þar sem verk eftir það væri flutt. útvarp kl. 19.40: „Lögin hans ingólfs eru alveg iráhær” ,,Ég þurfti að ganga mikið á eftir Ingólfi Sveinssyni til að fá aö syngja lögin hans.,” sagöi Svala Nielsen, en hún mun syngja nokk- ur af lögum Ingólfs á Sumarvöku I kvöld, við undirleik GuðrUnar Kristinsdóttur. „Ég haföi alveg sérstaka ánægju af þvl að syngja lögin hans. Þessi lög voru tekin upp I fyrra og flutt þá og var það frum- flutningurá sumum þeirra. Lögin hans Ingólfs eru alveg gullfalleg og ég held að þau hafi hitt alveg beint I mark. Það eru margir sem hafa haft samband við mig og spurt hvort ekki eigi að flytja þessi lög aftur I Utvarpinu. Ingólf- urereinn af þeim, sem eiga mjög auðvelt meö aö fá fólk til aö hlusta, og eftir að hafa heyrt lögin hans einu sinni geta allir sungiö meö þeim. — ÁB 1 kvöld verður Utvarpað nýju islensku leikriti, „Jarðarberin” eftir Agnar Þóröarson. títvarp kl. 21.25: Nýtt islenskt leikrit eftir flgnar Þórðarson Leikrit vikunnar er nýtt Islenskt leikrit, Jarðarberin, eftir Agnar Þóröarson. Agnar Þóröarson er fæddur I Reykjavik árið 1917. Hann lauk magisterprófi I Islenskum fræð- um frá Háskóla tslands áriö 1945 og stundaði framhaldsnárii I Eng- landi 1947—48. Hann gerðist bóka- vöröur á Landsbókasafninu áriö 1951. Agnar vakti verulega athygli árið 1958 er fram haldsleikritiö „Vlxlar meö afföll- um” var flutt I Utvarpinu. Hann hefur skrifaö fjölda annarra leik- rita, bæöi fyrir leiksvið og Utvarp og einnig hefur hann fengist viö skáldsagna- og smásagnagerð. Jarðarberin er nltjánda leikritiö sem Utvarpið flytur eftir Agnar Þórðarson. Leikritið Jarðarberin gerist á afmælisdegi Sollu litlu. Þegar vinstUlkur hennar eru farnar heim Ur veislunni, kemur fullorö- in kona I heimsókn. Þessi kona haföi áður unnið á sama vinnu- stað og faöir Sollu, en hefur lengi veriö bUsett erlendis. Koma kon- unnar vekur ýmsar óþægilegar spurningar, og Solla fær illan bif- ur á henni, þegar henni verður ljdst i hvaöa tilgangi hUn er kom- in. Leikritið er frekar stutt, tekur aðeins tæpar 25 minUtur I flutn- ingi. Meö hlutverkin I leikritinu fara þau, Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Anna Vigdís Gisladóttir og Brlet Héö- insdóttir. AB. utvarp Fimmtudagur 17. júlí 12.20 Fréttir. 12.45 Veö- urfregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Léttklasslsk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóð- færi. 14.30 Miðdegissagan: „Ragn- hildur” eftir Petru Flage- stad Larsen. Benedikt Arn- kelsson þyddi. Helgi Ellas- son les (13). 15.00 Popp.Páll Pálsson kynn- ir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfeegnir. 16.20 Slðdegistónleikar. Fil- harmonlusveit LundUna leikur „1 suðrinu”, forleik op. 50 eftir Edward Elgar; Sir Adrian Boult stj./FIl- harmonlusveitin INew York leikur „Svo mælti Zara- þdstra”, sinfónlskt ljóð op. 30 eftir Richard Strauss; Leonard Bernstein stj. 17.20 Tönhornið. GuðrUn Birna Hannesddttir sér um þátt- inn. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Sumarvaka. 20.50 Leikrit: „Jaröarberin” eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri: GIsli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Faðir...Þorsteinn Gunnars- son, Móöir... Margrét Guð- mundsdóttir, Solla, tlu ára stUlka... Anna Vigdis Glsla- dóttir, Rósa, kona á fertugs- aldri... Brlet Héöinsdóttir. 21.30 Planóleikur I Utvarpssal: Jónas Ingimundarson leik- ur.a. Pólonesur op. 40 nr. 1 og 2 eftir Fréderic Chopin. b. Sónötu (1952) eftir Al- berto Ginastera. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Talmál. 23.00 Afangar. Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guöni RUnsr Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Línan frá Bolungarvík Já, nú skal tala um sættir. Eftir að Geir Hallgrimsson flutti ræðu sina I Bolungarvlk á dögunum liggur ljóst fyrir, að hafnar eru aðgeröir innan Sjálf- stæðisflokksins til að finna lausnir á flokkslegum sam- búðarvandamálum einstakl- inga, I stað þess að halda uppi einhverju málamyndaþófi gegn rikisstjórn sem verður sjálf- dauða innan skamms tlma. Fyrir þann tlma riöur Sjálf- stæðisflokknum auðvitað á þvi að byggja upp eigið hús og hafa það fokhelt og ólekt þegar til átaka kemur i næstu kosning- um. Eftir að prófkjör hafa verið tekin upp I flokkum liggur I aug- um uppi að þeir sem þau vinna hafa jafnan rétt til að koma fram fyrir hönd flokksins á opinberum vettvangi. Hópur- inn, sem prófkjörin ákveða að skuli vera I forsvari, hefur eng- an rétt til að vera i sjálfu sér sundurleitur. Formaður fyrir slikum hópi hefur einnig mjög takmarkaö umboð til að efla sundurlyndi. Þess vegna hlýtur hlutverk hans jafnan að vera hlutverk sátta og jafnaðar. FlokLslegir þrýstihópar utan þeirra sem valdir hafa verið til verka með prófkjöri, geta ekki með neinum rétti sótt til áhrifa I gegnum formann eða annað for- ustulið, öðruvlsi en stefna nauð- synlegri samheldni I voöa. Nú skal enginn dómur lagður á það hvar erfiöleikar Sjálf- stæðisfiokksins hófust. En á það skal bent að Geir Haligrimsson, sem nú boðar sættir, tók við þessum ófrið — eða þeim falda eldi, sem svo mjög hefur gosið upp I formannstið hans. Hand- hafar liðins valds I flokknum hafa viljað gera hann að sinum manni þvert ofan i þær skyldur, sem hvila á um samstöðu eftir að val til trúnaöarstarfa hefur farið fram t.d. meö prófkjörum. Þær þrengingar, sem flokkur- inn hefur veriö I, stafa m.a. af þvi að stjórnmálamenn eiga ætið i mestum erfiöleikum við þá stuðningsmenn sina, sem vilja gjarnan hafa þá fyrir sendimenn i ófrjóum kjaftadeil- um við fmyndaða andstæðinga. Linan frá Bolungarvik er um sættir. Islenskri borgarastétt liggur lifið á þessuin sáttum. Hún liggur nú eins og hallfleytt skúta með brotnar rær I stórsjó- um sóslalskatta og kommún- istafrekju, sem ruglaður milli- flokkur á borö viö Framsókn ræður ekkert við. Það er gleöi- legur vottur þess að menn séu farnir að vitkast, að nú skuli ekki dregið lengur að boða þess- ar sættir. óefaö munu allir sjálfstæðismenn og raunar borgarar landsins taka vel til- mælum formanns Sjálfstæðis- flokksins um sáttastefnu innan flokksins. Flokkurinn getur ekki barist sundraður við þau leyndu öfl öfundsýki og lyga, sem nú trölirlða. samfélaginu. Hér er auðvitað hvorki staöur né stund til að ræöa hvernig þessar sættir eiga að fara fram. Þá stefnu eru þeir einir færir um að móta, sem I ósættinu hafa staöið. Hins vegar viröist liggja nokkuð ljóst fyrir, að Sjálf- stæðisflokkurinn leitar nú að þriðja aflinu innan flokksins, til að hafa forustu um friöinn I flokknum að sáttum loknum. Það er mikilsvert að þetta þriðja afl verði i höndum aöila, sem ekki eiga ailtof sterkar ræt- ur I fyrri máttarviðum flokks- ins. En til að tryggja það að slikt þriðja afl veröi virkt þarf nýja menn og ný viöhorf, sem geta um leið orðið flokknum sú póli- tlska lyftistöng, sem hann þarfnast nú svo mjög eftir næsta ófrjóan tima. Ungir menn I flokknum koma helst til greina. Ekki vegna þess að þeir séu ungir, heldur vegna þess að þeir hafa vitin til varnaðar. Sllkir ungir menn hafa áður verið nefndir hér i þessum þáttum. Við skulum vona að nú sé þeirra timi i vændum. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.