Vísir - 18.07.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 18.07.1980, Blaðsíða 4
4 „Kannski œtti að fœra kirkjutónlistina til á dagskránni, en hvenær ætti hún þá að vera?” Vlsismyndir G.V.A. „Það er ekki hægt að banna okkur að tala um veöriö.” „ÞAB ER TALM TUNGUM I LANDMANNALAUGUM” Hann var aö kynna kirkjutón- list þegar blaðamaöur ásamt ljósmyndara hitti hann aö Skúla- götu 4. Pétur Pétursson þulur og landsfrægur maöur. „Ég veit ekki hvort þeir eru margir, sem hlusta á þessa tón- list. Kannski ætti aö færa hana til á dagskránni, en hvenær ætti hún þá aö vera? Besta ráöiö væri ef til vill, aö opna kirkjur landsins og gefa tónlistarmönnum tækifæri til þess aö spila svona tónlist fyrir fólk, sem vill hlusta i ró og næöi.” „Þaö eru ekki mjög margir, sem hlusta á litvarpiö á þessum tima. Þaö hefur sýnt sig aö mesta hlustunin er á tímanum frá sjö á morgnana til hálf niu.” „Nei, ég hlusta ekki mikiö á Ut- varp. Ég var aö koma frá Land- mannalaugum og eina sambandiö sem- ég haföi viö umheiminn i gegn um fjölmiöla var þaö, aö til mln komu nokkrir Amerikanar meö 5 daga gamalt Morgunblaö og báöu mig aö þýða grein, þar sem minnst var á Kabúl.” „Landmannalaugar, þaö er staöur sem hefur breyst mikiö. Aöur fyrr, þegar vegurinn þangað var ekki eins greiöfær, komu fáir þangaö. Þá var hvergi betra aö vera en þar. Nú er þetta eins og mótsstaður allra þjóöa og þaö má sannarlega segja um Land- mannalaugar, aö þar sé talaö tungum. Ég er ekki aö segja aö þaö sé verra aö vera þarna af þvi aö þar séu svo margir, en þaö er leiöinlegt aö sjá hvernig sumt fólk feröast og gengur illa um landið sitt.” Þegar Pétur er spuröur um starf sitt, þá svarar hann, „þaö er ekki mikiö um þaö aö segja. Viö veljum lögin I morgunútvarpiö til kl. 10 og þaö gerum viö daginn fyrir útsendingu.” „Þaö er mikiö gert af þvi aö hringja i okkur og biöja um eitt- hvaö sérstakt lag eöa sérstakan hljómlistarmann, og þá reynum viö aö veröa viö óskum fólks.” „Eg veit ekki hvort ég hef sagt þessa sögu áður en hún er gott dæmi um þaö hvað þetta getur veriö erfitt.” Þaö var maöur sem hringdi i mig og baö mig aö spila tiltekiö lag meö Orvari Kristjánssyni. Ég geröi þaö eins fljótt og ég gat og hugsaöi meö mér aö nú væri aö minnsta kosti einn maöur ánægö- ur. En viti menn, stuttu eftir aö ég hef spilaölagiöhringir hann I mig aftur og spy r hvort ég ætli ekki aö spilalagiöfyrir sig. Ég sagöi hon- um aö ég væri búinn að spila þaö. Þá haföi hann þurft aö bregöa sér frá og misst af laginu. „Heyröu”, sagöi hann þá, „næst þegar þú ert á vakt, spilaöi þá lagið fyrir mig, en hringdu i' mig áöur.” Þetta er bara eitt dæmi um þaö hvaö þaö getur veriö erfitt aö gera fólki til hæfis.” „Hver er uppáhalds „poppari” þinn Pétur?” ,,Ég veit ekki, þeir eru margir svo ándsk... góöir hér á Islandi. Þó má t.d. nefna: Magnús Eiriks- son, Gunnar Þóröarson, Magnús Þór, Björgvin og svo marga aðra. Svo eru þeir margir sem ekki telj- ast til „poppara” en eiga þó lög sem alltaf ganga, t.d. Jón Múli. Lögin hans standa alltaf fyrir 5 segip Pélur Pétursson útvappséulup í stuttu spjalli sinu.” „Þiö morgunþulir taliö ennþá um veðriö, er þaö ekki?” „JU, jú, viö gerum þaö. Þetta er nú einu sinni algengasta umræöu- efniö á íslandi og þaö er ekki hægt aö banna okkur aö tala um þaö, frekar en öörum.” „Þaö er eitt meö starfsfólk fjöl- miöla, þaö ætti aö gera aö skyldu aö þaö lesi fornsögurnar okkar. Mér finnst stundum aö þessi kyn- slóö sé alveg orölaus, aö þaö vanti fjölbreytni I málið. Fólk heföi gott af því aö lesa gömlu sögurnar. Þar er kjarngott mái,stuttar og góöar lýsingar og fjölbreytni I oröaval vantar ekki þar.” Og þar meö var þessu samtali lokiö, því aö Pétur þurfti aö hlaupa og kynna næsta dagskrár- liö. úlvarp kl. 23.35 löstudag: Nlorð er lelkur eirní „Þetta er dæmigerð Agöthu- saga, og miðlungsgóðaðþvi er hún sagði sjálf áður en hún lést”, sagði Magnús Rafnsson um kvöldsöguna „Morð er leikur einn” eftir Agöthu Christie, en Magnús byrjar lestur þýðingar sinnar I kvöld. Söguna skrifaði Agatha skömmu fyrir slðari heims- styrjöld. Sögusviöiö er lltið sveita- þorp I Bretlandi”, sagöi MagnUs. „Lögreglumaöur á eftirlaunaaldri kemur heim til Bretlands eftir langa dvöl erlendis, og sest aö I þorpinu. Gömul kona vitjar hans, og trUirhonumfyrirþví, aö henni finnist fullmörg morö hafa veriö framin I þorpinu á skömmum tima. Lögreglu- maöurinn leggur lltinn trúnaö á frásögnina, þangaö til einn daginn, aö gamla konan deyr i bllslysi meö grunsamlegum hætti. Tekur hann þá til óspilltra málanna viö aö ljóstra upp um óhæfuna. Inn i spennuna fléttast dulltiö ást- arævintýri, svo aö úr veröur ágæt blanda”. Sagan veröur lesin á föstu- dags-/laugardags og sunnu- dagskvöldum. —AHO Lestur nýrrar kvöldsögu hefst á föstudagskvöld og veröur lesin saga eftir Agöthu Christie, „Morö er leikur einn”. ORLOFSBYGGÐIR HEIMSÖTTAR „t þættinum veröur rætt við umsjónarmenn og dvalargesti I oriofsbyggðunum I Munaðar- nesi og Svignaskaröi I Borgar- firöi”, sagöi Tryggvi Þór Aöaisteinsson, annar umsjón- armanna verkalýðsmáiaþátt- anna á þriöjudagskvöldum, er við báðum hann að segja frá þættinum, sem veröur I næstu viku. Verður þaö annar þátturinn, sem helgaöur er orlofsmálum, en síöar veröur fjallaö um önnur efni. Aö sögn Tryggva hafa þættinum þegar borist fyrirspurnir frá hlustendum, meöal annars um fæöingar- orlof, og veröur leitaö svara viö þeim I slöari þáttum. Þau Kristln H. Tryggvadótt- irog Tryggvi sjá um þættina I sameiningu. Veröa þeir á dag- skrá útvarps annaöhvert þriöjudagskvöld til septemberloka. —AHO Frá Orlofsbyggöum I Munaöarnesi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.