Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 4
vtsm r... i i ■ 9 Laugardagur 19. lúll 1980 ,Komdu ég skal j dansa við þig” j — Boðið upp í dans á Siglufirði I Hann var ábúðarfullur á svip Hötel Höfn á Siglufirðí og þegar hann snaraði sér út af skálmaöi út Lækjargötuna i „Og nú syngja allir meo” „Nei takk, ekki núna en ég skal dansa við þig á ballinu 1 kvöld..” átt að Ráðhústorginu. Harmonikkuleikarinn fylgdi i humátt á eftir og þaö var greini- legt aö eitthvað stöð til. Þetta var um eftirmiðdag á föstudegi og bærinn fullur af fólki en torgið sjálft var autt. Þar staðnæmdust þeir félagar og nikkarinn hóf að leika eld- fjörugan vals en sá rónalegi með sixpensarann söng með. Krakkarnir komu hlaupandi og fengu sér sæti i kringum þá fé- laga en enginn fékkst þó til aö Myndir texti: Sveinn jónsson og Guö- syngja með þrátt fyrir fortölur forsöngvarans. A götunum i kringum torgið haföi fólk tekið sér stöðu og skaut saman nefjum um uppá- tæki þetta. Ýmsar athugasemd- ir féllu og þar á meöal, að hér væri eflaust um fulla aökomu- menn að ræöa. Þegar söngvaranum varð ljóst hversu dræmar undirtektir söngur hans fékk tók hann að leita sér fanga um dansfélaga. Hann gekk að bil sem hafði staðnæmst við torgið og spurði dömu i framsætinu hvort hún vildi dansa við sig. Ekki var hún alveg á þvi og bar við að hún kynni ekki gömlu dansana. Nú voru góð ráð dýr og þeir félagar ákváöu að blanda sér i hópinn sem hafði safnast saman á Aöalgötunni á móts við torgið. Þar voru gerðar nokkrar til- raunir til aö bjóöa upp siglfirsk- um blómarósum en þær báru ekki árangur fyrr en ein úr hópnum kallaði: „Svona komdu, ég skal dansa við þig.” — Hún kvaðst heita Bylgja og dönsuðu þau saman fjörugan vals. Fleiri gáfu ekki kost á sér i dansinn en flestar lofuðu þvi að dansa við manninn á ballinu sem halda átti á hótelinu þá um kvöldið. Mönnum var þá enda orðið ljóst, að hér voru á ferð þeir Magnús ölafsson og Þor- geir Astvaldsson, sem nú ferð- ast um landið meö Sumargleð- inni en tiu ára afmæli hennar var einmitt haldið hátiðlegt á Siglufirði þetta kvöld. — Sv.G. „Þetta var góð sveifla..” Af uppboðsmálum: Einleikur á skjalatösku Það var fremur kalt i veðri er menn hópuðust á byggingasvæði Sigur- móta i Garðabæ. Upp- boð átti að fara fram á eignum fyrirtækisins, svona eins og gengur þegar verðbólgan leik- ur lausum hala hjá fyrirtækjum. 16 einingar skal bjóða upp Hlööver Kjartansson fulltrúi fógeta i Hafnarfirði var upp- boðshaldarinn og mættur með — í 16 þáttum allt sem þarf, litinn tréhamar og skjalatösku sem kom að góðum notum. Skiptastjórinn Benedikt Blöndalhrl. var einnig mættur á staöinn og horfði athugulum augum yfir fjölmennan hóp við- staddra. Drifið var i aðgerðum og menn tóku að kalla tölur I grið og erg. Þannig hækkuöu ólikleg- ustu járnastaflar I veröi og spennan jókst. Uppboöshaldar- inn tók nú að lemja hamrinum i skjalatöskuna og lét nokkur orð falla eftir þriðja höggið. Þannig endurtók sagan sig marg-sinnis og hæstbjóðandi vörunnar fékk nafn sitt skráð á blaö, ásamt 'rsta annaö og....” segir Hlööver. Þaö dylst vlst ekki hver er I nn veginn að hreppa góssið. Hæstbjóðandi ris upp úr skurðinum. næsthæstbjóðanda til öryggis ef eitthvað skyldi ganga úrskeiðis hjá þeim fyrrnefnda. „Lofttjakkar, slegnir á 300 þúsund. Ég vil biöja hæstbjóð- anda og næsthæstbjóðanda að gefa upp nöfn sin” segir upp- boöshaldarinn og hæstbjóðandi, einn úr hópnum hóf göngu sina I átt til ritarans. Skyndilega hvarf hæstbjóðandi sýnum af skurðarbarminum þar sem menn stóöu en aðeins heyrðist ámátlegt vein einhvers er rann niður ójöfnu. „Það er þá ljóst að næsthæst- bjóðandi fær þennan hlut” heyrðist kallaö úr hópnum en kyngimögnuð orð úr skurðinum gáfu til kynna aö hæstbjóöandi væri ekki sáttur við þá niður- stööu. Og áfram sló Hlööver i skjala- töskuna. Menn þuldu talnarunur og skiptu þvi samviskusamlega á milli sin. „Þrettán hundruð og fimm- tiuþúsund, býður einhver bet- ur?” — „Já,” „fjórtánhundruö þúsund — hvaö er verið að bjóða i?” Sá sem siðast bauö taldi sig sýnilega vera að missa af ein- hverju og gat ekki setiö á sér að bjóða i þótt honum væri ekki fullljóst i hvað 1400 þúsundir hans væru settar. Málið skýrðist og sá kappsami virtist ánægöur. Kuldinn jókst og skjalatöskur staöarins voru orðnar iskaldar, nema taska Hlöðvers, heit og marin af barsmiðum. — AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.