Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 19.07.1980, Blaðsíða 13
VÍSIR Laugardagur 19. júll 1980 • . i . - * *» > Jdhann P. Jónsson, skipherra á varðskipinu Þór, var settur iög- reglustjdri og kvaddi hann dt fjöl- mennt og vel vopnaö varaliö. fariöhallokaog enn beiömikiðlið Ólafsmanna við húsið I Suður- götu. Hendrik Ottósson hafð: verið handtekinn eftir að hafa verið barinn illa i höfuðiö en hanr var látinn laus eftir nokkrai klukkustundir og var þá lokit fyrsta þætti þessa mikla drama Flokkadrættir Næstu vikuna eða svo var fátt um stóratburði en þvl meira gerj- aðist undir yfirborðinu. Clafur Friðriksson og hans menn settu upp skrifstofu i húsi hans þar sem skrifuö voru niður nöfn sjálfboða- liða og var komið á fót harösnúnu liði til varnar rússneska drengn- um þvi búist var við að aftur yröi gerð tilraun til að ná honum. 1 fastaliðinu voru um það bil 90 manns sem skipt var i þrjá flokka og maður settur yfir hvern. Vöröur var hafður uppi viö bæði nætur og daga og eldunaraöstaða sett upp fyrir allan flokkinn. Fjöldi manns hélt til i húsinu allan sólarhringinn og var and- rúmsloftiö likast umsetinni borg. Foringjar liðsins gengu rikt eftir þvi að taka vopn af mönnum sin- um og safnaðist álitlegur fjöldi af rifflum, skammbyssum og alls kyns bareflum fyrir á Vesturgötu 29, þar sem vopnin voru geymd. Nathan Friedmann fór aldrei út úr húsinu meðan á umsátrinu stóð en skemmti verjendum sinum með þvi að syngja rússneska al- þýðu- og byltingarsöngva. Lögregluyfirvöldin voru heldur ekki iðjulaus. Jón Hermannsson, lögreglustjdri, var settur af um nokkurt skeið vegna þess að for- sætisráðherra og höröustu and- stæöingum Ólafs Friðrikssonar fannst hann hafa synt linkind þegar hann neitaöi að láta hart mæta hörðu I slagnum góöa. Jóni mun heldur ekki hafa fallið nema miðlungi vel að taka þátt I atinu. 1 hans stað var settur Jóhann P. Jónsson, skijrfierra, en hann hafði lært sjdmennsku i Danmörku. Var siðan sent út skipunarbréf til fjölda manna þar sem þeim var gert að ganga I „aðstoöarlögregl- una” og munu 4-500 manns hafa verið I þvi liði. Þessir „aðstoöar- lögreglumenn” skipuðu sér I sveitir og flokka, marséruðu um götur bæjarins með byssur sér við hlið, hvit armbönd á handleggj- unumog létu vigalega. Jafnframt voru höfuðstöðvar lögreglunnar settar upp I Iönó en sjúkrahús I Góðtemplarahúsinu. Sjúkrahús já, það synir mæta vel hversu alvarlegt ástandið var taliö. Yfir- völd landsins virtust sannfærð um aö I uppsiglingu væri bylting bolsévika og rikti striðaástand i bænum þessa daga, vörður var hafður um opinberar byggingar og forsætisráðherra frestaði fyrirhugaðri för sinni til Dan- merkur. Alls konar sögusagnir gengu um markmið hvors flokksins um sig og meöal annars komst á kreik sá orðrómur aö Ólafur Friðriksson vildi ekki láta drenginn af hendi vegna þess aö hann þýddi skeyti sem Ólafi bær- ust frá Lenln. „Einkamál Ólafs Fri5- rikssonar...” Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna I Reykjavik hafði á fundi Fangarnir leiddir út úr húsinu eftir að iögreglan hafði náð Nathan Friedmann á sitt vald. samþykkt var Ólafur svo settur af sem ritstjóri Alþýðublaðsins. Allt var i hers höndum I Reykjavik, þessum friðsama bæ. Skátar mynduðu njósnasveitir rikisstjórnarinnar og fylgdu for- svarsmönnum Ólafsmanna eftir, hvar sem þeir fóru, sendiboðar voru á ferð og flugi um bæinn og byssukjöftum danska varöskips- ins Fyllu var beint inn I bæinn. Rikisstjdrnin haföi farið þess á leit við skipherra varðskipsins aö hann sendi vopnaö lið á land til stuðnings stjórninni en hann neitað og látið duga að beina byssum að bænum. ólafsmenn höfðu á hinn bóginn fengið loforð um liðveislu frá áhöfnum norskra selveiðiskipa sem lágu á höfninni. Þegar til kran reyndist ekki timi til að kalla þá til hjálpar. Látíð til skarar skriða 23. ndvember 1921. Þá var ákveðiö að lögregluliðið léti til skararskriða. Jóhann P. Jónsson marséraöi I fararbroddi sins al- vopnaða og fjölmenna liðs frá Iönó og að Suðurgötu 14 þar sem sverfa skyldi til stáls ef nauðsyn kreföi. Ólafur Friöriksson og mennhans höfðu, þegar þeir sáu liðssafnaðinn, ákveöið að verjast ekki þar sem sýnt væri aö þá kæmi til blóöugra átaka sem endað gætu með mannfalli. Engu að siöur voru sendiboðar á ferö- inni á helstu vinnustöðum sem hvöttu menn til að leggja Olafi og rússneska drengnum lið og fóru margir upp að Suöurgötu en þó færri en I hiö fyrra skipti, þvi for- ystumenn ASl höfðu lagst ein- dregið gegn slikri liöveislu óbreyttra verkamanna. Þegar Jtíhann, settur lögreglu- stjtíri, gekk upp tröppurnar á Suöurgötu 14 var þar fyrir ólafur Friöriksson. Jóhann krafðist inn- göngu en ólafur gaf litið út á það og þegar þess var krafist að úti- dyrnar skyldu opnaðar sagöi einn Ólafsmanna aö þeir væru vist nógu margir til að gera það sjálfir. Var þá hurðin brotin upp og lögreglan ruddist inn. Eftir nokkra leit fannst svo sjálfur sökudólgurinn, Nathan Fried- mann, og var leiddur út ásamt nokkrum mönnum sem hand- teknir voru i húsinu eftir dálitla pústra. Voru allir settir I hand- járn og þar á meöal ólafur Frið- Jón Magnússon, forsætisráð- herra, hafði þungar áhyggjur af málinu og heimtaði að drengur- inn færi úr landi. Hann frestaði utanför sinni uns máiið ieystist. riksson. Hendrik Ottósson var þá á heimili sinu I vesturbænum og var fjölmennt lið sent þangað að taka hann fastan. Mönnunum var haldið I stein- inum i nokkra daga en siöan sleppt. Lengst sátu þeir Hendrik og ólafur inni, um þaö bil viku, og bragöaði ólafur hvorki vott né þurrt þann tima. Rússneski drengurinn var fluttur á sjúkra- hús og siðan sendur úr landi eftir nokkra daga. Eftirmáli þessa alls var heldur litill. Alþýöusam- bandiö snerist nú aftur til fylgis við Ólaf, hann var aftur gerður ritstjóri Alþýöublaösins og þurfti aldrei að sitja af sér þann 30 daga fangelsisdóm sem hann fékk fyrir hlutdeild sina að málinu. Fimm aörir voru leiddir fyrir rétt og fjórir þeirra dæmdir i tukthúsiö, Jónas Magnússon, Markús Jóns- son og Reimar Eyjólfsson fengu 15 daga, Hendrik Otttísson 20 daga en Asgeir Guðjónsson var sýknaður og féll honum þaö mjög þungt. Aldrei kom til þess aö þeir fjtírir sætu dóminn af sér, fremur en ólafur. Endastöð i Auschwitz? En hvaö varð um rússneska drenginn — sem var óbein orsök alls æsingsins. Hann var fluttur til Kaupmannahafnar og fékk þar lækningu á sjúkdómi sinum. Þá var hann fluttur til Sviss, þar sem Islenska rikisstjórnin lagðist gegn þvi að hann kæmi aftur til Is- lands, og næstu árin flæktist Nathan Friedmann vlða um Evrópu. Arið 1931 kom hann aftur til Islands, þá oröinn franskur rikisborgari og haföi skipt um nafn. Hér hugðist hann vinna fyrir sér sem teiknari en fór fljót- lega afturutan og settist aö I Mul- house I Frakklandi. Þar bjó hann þegar siðari heimsstyrjöldin skall á og Þjtíöverjar réðust inn I Frakkland og lögðu þaö undir sig. Siðan hefur ekkert til hans spurst. (—IJ tók saman) Hendrik Ottósson var einn helsti fyigismaður ólafs Friðrikssonar og var hann dæmdur i 20 daga fangelsi fyrir aðild sina að mái- inu. þann 18. ntívember samþykkt að styðja Ólaf með ráðum og dáð og jók þaö enn á spennuna þar sem verkalýðsfélögin réðu gerðum fjölda verkamanna. Stjórn Jóns Magnússonar var veik aö buröum og var þvi lagt hart að verkalýðs- leiðtogum að hætta stuöningi við Ólaf, annars félli stjórnin. Varla mun þeim hafa þótt þaö óljúft en samt var það svo að þann 22. nóvember samþykkti fundur sambandsstjórnar Alþýöusam- bands Islands að styðja Olaf ekki lengur I þessu máli. Eftir langan fund, sem Ólafur Friðriksson sat, var samþykkt ályktun þar sem sagði meðal annars að sambandsstjtírnin liti svo á að afdrif rússneska drengs- ins væri einkamál Ólafs Friðriks- sonar, en ekki flokksmál. Þótti mörgum Ólafsmönnum forystan þar hafa illa brugðist þvi, eins og Hendrik Ottósson hefur skrifaö, þó þeir hafi vissulega gerst sekir Jón Hermannsson, iögreglustjóri, stýrði áhlaupinu á Suðurgötu 14 en var siðan settur af embætti I stuttan tima. um lögbrotþá var málið allt orðiö svo ptílitiskt aö Alþýðuflokknum væri varla stætt á öðru en að taka afstöðu með þeim Suöurgötu- mönnum. Jafnframt þessari

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.