Vísir - 22.07.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 22.07.1980, Blaðsíða 11
vísm Þriöjudagur 22. júli 1980 r" Vl l I >■' » » i * n » n « Pi Baráttan snyst um ao halda atvinnulífinu gangandi” - ræll við Slgurlón Sæmundsson um aivlnnumál á Slglufirði „Baráttan hér i þessum bæ hefur snúist um þaö, aö reyna aö halda atvinnulifinu gangandi og aö brauöfæöa fólkiö”, — sagöi Sigurjón Sæmundsson, prentsmiöjustjóri, stjórnar- maöur i Þormóöi ramma og fyrrverandi bæjarstjóri á Siglu- firöi þegar Vlsir hitti hann aö máli þar nyröra fyrir skömmu. Þá var starfsfólk frystihúsanna nýlega fariö i sumarfri sam- kvæmt fyrirmælum og mikil óvissa rikti i atvinnumálum á Siglufiröi sem og annars staöar á landinu. Haunar er enn ekki séö fyrir endann á þróun mála i þeim efnum. „Astandið er feikilega svart” „Hér hefur þróunin verið sú, aö opinber fyrirtæki voru áöur allt i öllu i atvinnurekstrinum og ef eitthvaö bjátaöi á eins og t.d. þegar sildin hvarf þá hættu þessi fyrirtæki rekstrinum”, — sagði Sigurjón ennfremur. „Fólki varö þá ljóst, aö þaö varö einhvern veginn að hafa vald á atvinnurekstrinum sjálft og upp úr þvi kom Bæjarútgerö- in en bæjarfélagiö fórnaöi mill- jónum i aö halda þvi gangandi. Siðan tók útgerðarfélagiö viö og upp úr þvi spratt svo Þormóöur rammi, sem er buröarásinn i at- vinnulifinu hér á Siglufiröi i dag. Reksturinn hefur gengiö á- fallalítiö fram til þessa en þar nýtt frystihús og þaö er ákaf- lega erfitt aö horfa upp á, loks- ins þegar húsiö er tilbúiö, aö þurfa aö loka þvi. Ef svo fer munum viö einnig þurfa aö horfa upp á atvinnuleysi hér á staðnum meö öllum þeim ömurleika sem þvi fylgir. Viö þetta má bæta, aö ýmis önnur ljón hafa verið i veginum varöandi reksturinn á Þormóöi ramma og má þar m.a. nefna bankaviöskiptin sem hafa verið ákaflega erfiö. Þaö stafar af þvi, aö hér er ekkert útibú Landsbankans og bankinn fyrir sunnan hefur ekki viljaö taka Þormóö ramma i viöskipti.Þeir vilja meina aö rikiö eigi aö sjá um þetta og um þaö stendur slagurinn. Þaö hefur kostaö fyr- irtækiö milljónir króna aö geta ekki átt regluleg og eölileg bankaviöskipti eins og svona fyrirtæki eiga aö hafa”. En ég held aö óhætt sé aö full- yröa, aö ef Þormóöur rammi veröur aö hætta rekstri getur fátt komiö i staöinn og þá má búast viö hruni eins og þegar sildin hvarf”. Aðspuröur um þaö hvort hann vildi spá einhverju um framtiö- arhorfur svaraöi Sigurjón: „Nei, um þaö vil ég engu spá. Þetta er algjörlega á valdi rikis- stjdrnarinnar. Þetta gildir um allt atvinnullf i landinu og á- standiö veröur ekki lagaA nema meö einhverjum aögeröum af hálfu rikisstjórnarinnar”. —Sv.G. hefur orðið breyting á aö undan- förnu. Þormóöur rammi; rekur tvo togara en þaö er ekki hægt aö segja annaö, aö ástandiö er feikilega svart eins og er. Þaö sem er aö gerast núna er aö ekki er hægt aö reka frystihúsin og þetta á viö um allt land og er á allra vitoröi”. „Engum verið sagt upp ennþá” „Þessir rekstrarerfiöleikar stafa af þvi, aö afurðirnar selj- ast ekki og öll hús oröin full viö- ast hvar á landinu. Þetta ástand má einnig rekja til þess, aö ekk- ert hefur veriö gert til aö mæta þessari 11.7% kauphækkun sem varö 1. júni. Aö visu koma skip- in sjálf betur út meö hærra fisk- veröi en þaö er bara tekið út úr frystihúsunum. Grundvöllurinn fyrir þvi aö hægt sé að reka svona fyrirtæki hlýtur aö vera sá annars vegar, að afuröirnar seljist og hins vegar aö rekstur- inn hafi ekki i för meö sér bull- andi tap á hverjum einasta degi. En ég vil ieggja áherslu á, aö engum hefur veriö sagt upp ennþá. Þetta heitir þaö, aö fólk- iö fer I sumarfri, sem þaö á rétt á aö sjálfsögöu”. „Framtíðin á valdi rikis st j ór nar innar” Um þaö hvaö viö tæki að loknu þessu sumarleyfi sagöi Sigur- jón: „Þaö veröur reynt aö byrja aftur og mér skilst aö ríkis- stjdrnin sé aö reyna aö gera ein hverjar ráöstafanir til aö svo megi verða. Viö erum nú aö byggia hér Sigurjón Sæmundsson, prentsmiöjustjóri á Siglufiröi. (Visismynd: Sv.G.). • • r rennwr wt kl. 24.00, miðvikwdaginn 23. iwli n.k. Þátttökugjald 50.000.-. Seinni skilaffrestwr rennwr út kl. 24.00, miðvikwdaginn 6. ágwst, 1980. Þátttökwgiald 60.000.-. Verðlaunaafhending nánar auglýsf síðar. 19. ágóstr 1980. Afhending leiðabókar/ Hópakstur/ Skoðun bifreiða. 20. ágúst/1980. Ræst frá Austurbæjarskóla kl. 09.00. Komið til Sauöárkróks kl. 22-24.00 21. ágóst/ 1980. Ræst frá Sauðárkróki kl. 07:30 Komiðtil Reykjavfkur kl. 21-23:00 22. ágúst/1980. Ræst frá Austurbæjarskóla kl. 08:00 Komiötil Laugarvatnskl. 20-22:00 23. ágúst/ 1980. Ræst frá Laugarvatni kl. 09:00 24. ágúst, 1980. Komiðtil Laugarvatns kl. 00-02:00 Ræst frá Laugarvatni kl. 07:00 Endamark Reykjavfk kl. 18:00-20:00.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.