Vísir - 22.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 22.07.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: ' Magdalena Schram VÍSIR ÞriöJuda gur 22. júll 1980 Leikmyndastjórinn Björn Björnsson viröist alveg kunna réttu hand- tökin, þótt Þorsteinn leikstjóri sýnist eitthvaö efins á svipinn. Andri, 10 ára meö mömmu sinni — Pétur Björn Jónsson og Krist- björg Kjeld. „Snúrusögur” voru .algengar I dentid — nú sést þetta varla i Reykjavik aö húsmæöurnar hittist viö aö hengja út þvott. (Ljósm. Gunnar V. Andrésson) Ljósmynd af kvikmynd Gunnar Ijósmyndari hitti fyrir„Punktara" vestur í bæ á dögunum og festi á sína filmu/ það sem þeir voru að setja á sína. Kvikmyndataka myndar- innar Punktur, punktur, komma, strik er nú í full- um gangi. Þaö þurfti aö hylja malbikiöl meö möi og færa til ljósastaura og svo þurftu fötin aö vera i réttum stil — Frföur búningastjóri lagar til gailabuxurnar. Og takiö eftir gúmmiskónum. Helðin mið- aldamenning Ut hefur komiö bókin Iceland, The First New Society eftir Richard F. Tomasson, sem er prófessor i þjóðfélagsfræði við háskólann i Nýja Mexico i Banda- rikjunum. Höfundurinn dvaldi hérlendis um alllangt skeið við kannanir, sem beinastað flestum þáttum is- lensks samfélags: menningu, tungu, bókmenntum, stéttaskipt- ingu, samskiptum kynjanna, trú- málum, venjum, siðum, áfengis- notkun og gildismati o.fl. Niður- stööur Tomassons eru að islensk nútimamenning sé i öllum megin- dráttum beint framhald þeirra heiðnu miöaldamenningar, sem landnámsmenn fluttu hingað með sérog að þessa verði einkum vart i áhuga landsmanna á sögu,bók- menntum, umburðarlyndi I sið- feröislegum efnum og trúar- brögðum. Sérkennandi fyrir Is- lendinga segir höfundur vera að- ferðir þeirra til að flýja veruleik- ann, þ.e. bókmenntir, trúmál og áfengisnotkun. 1 kynningu bókar- innar segir að þeim lesendum, sem hafi áhuga á Norðurlöndum og samanburðarrannsóknum samfélaga muni þykja bókin góö athugun á mikilsverðri en litt þekktri menningu. Prðfessor Tomasson er einnig höfundar bókarinnar, Sweden: Prototype of Modern Society, sem út kom fyrir u.þ.b. 10 árum. „Iceland, The First New Society” er gefin út samtimis á Islandi og i Bandarikjunum á vegum Iceland Review og The University of Minnesota Press. Bókin er 247 bls. 1 henni eru fjöl- margar töflur, auk heimilda- og atriöaskrár. Einnig eru I bókinni spurningar, sem höfundur lagði fyrir 100 manna úrtak íslendinga á meðan á könnunum stóð. Ms ALIÐ UM OF A METN- ADI TÓNLISTARNEMA? Arsrit Kvenréttindafélags Islands, 19. júni, lætur listir og bókmenntir meira til sln taka I ár en oft áður. Fimm greinar I ritinu eru helgaðar þessu efni. Helgi Þorláksson talar við þær Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra Smala- stúlkunnar og útlagans og Tinnu Gunnlaugsdóttur leikara. Þeim er tlðrætt um kvenlýsingar leik- ritsins. Þá kynnir ritið tvær lista- konur, þær Jóhönnu Bogadóttur og Temmu Bell. Dagný Kristjánsdóttir skrifar um ritgerö Gerðar Steinþórsdóttur: Kven- lýsingar I sex Reykjavíkurskáld- sögum, og birt er viötal viö enska rithöfundinn Iris Murdoch. Þá er einnig fróðlegt viötal við Guðnýju Guðmundsdóttur, kon- sertmeistara og nefnir Guðný þar ýmislegt sem á bjátar I Islensku tónlistar- og listallfi almennt. T.d. segir Guöný frá þvi að enginn umboðsaðili sé hér til fyrir Islenskt listafólk og vilji þaö þvi ganga upp og ofan að koma islensku tónlistarfólki á framfæri erlendis. Segist hún ekki vita um nokkurt land, þar sem um engan umboðsaðila sé að ræða og að slæmt sé til þess að vita, aö boö erlendis frá komist oft ekki til skila, þvl fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þá er Guðný spurö, hvort ekki sé offramleiðsla á tónlistarfólki I heiminum. „Það fer eftir þvl hvernig á málið er litið. T.d. blða hundruö manna eftir þvi aö ein staða losni I bestu hljómsveitum heimsins. Við annars eða þriöja flokks hljómsveit er yfirleitt enginn vandi að fá stöðu. En viö þvi lltur enginn, sem telur sig eiga kost á einhverju betra. Þaö er eölilegt, aö listamenn séu metnaðargjarn- ir og kröfuharðir við sjálfan sig, en ég held að það sé aliö um of á þessum metnaði og hann geti valdið fólki sárum vonbrigðum að óþörfu. Þetta er að miklu leyti sök skólanna og margir kennarar, sem sjálfir hafa ekki náð eins langt og þeir ætluðu, vilja bæta sér það upp með því aö ala upp úrvalsnemendur. Og um leið og nemendurnir eru farnir að geta eitthvaö af ráði er þá farið aö dreyma um frama, dreyma um að þeir séu snillingar. En staðreyndirnar eru dálitið kaldar. Taliö er að aðeins 3% nemenda við Juilliard Tónlistar- háskólann I New York, nái heims- frægð, þótt töluverður hluti nemenda nái einhverjum frama. 1 þessum skóla er úrval nemenda úr öllum heiminum og inntöku skilyrði mjög ströng.” Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.