Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 1
EFNAHAGSNEFNDIN VERST ALLRA FRÉTTA 1 NTJAR EFNAHAGSAÐGERDIR FVRIR NÆSTU MANADAMðT „Það hefur aldrei staðið til, að efnahagsráðstafanir rikis- stjörnarinnar bæru árangur fyrr en seinni hluta þessa árs og fyrri hluta næsta árs, þannig aö upplýsingar Þjóðhagsstofnunar koma manni engan veginn á óvart”, sagði ólafur Ragnar Grfmsson, sem sæti á I efna- hagsmálanefnd rikisstjórnar- innar, þegar Visir spuröi hann álits á skýrslu Þjóðhagsstofn- unar, en þar er þvi meöal annars spáð, að veröbólgan milli ára verði 58%. — Er eitthvaö sem bendir til þess, að stjórninni takist að ná verðbólgunni niöur fyrir það, sem fram kemur I spá Þjóð- hagsstofnunar? „Það eru allar horfur á þvi, að visitöluhækkunin 1. september verði i samræmi viö niðurtaln- ingaráform rlkisstjórnarinnar, eða á bilinu 7-9%.” Ólafur var spuröur að þvi hvaða aögeröir væru væntan- legar fyrir 1. ágúst, sem gerðu þaö að verkum, aö þvi marki yrði náð, auk þeirra auknu niöurgreiðslna, sem þegar hefur veriö rætt um. „Það kemur i ljós. Við höfum ekki þann sið eins og Þjóöhags- stofnun að fara með hluti, sem veriö er að vinna aö, Ut á vett- vang áður en búiö er að ganga frá þeim, en þetta kemur I ljós á næstu dögum”. Visir hafði einnig samband við Jón Orm Halldórsson, að- stoðarmann forsætisráöherra og formann efnahagsmála- nefndarinnar, og vildi hann litiö um máliö segja — öll störf nefndarinnar væru trUnaöar- mál. Hann sagði þó, að ef gripið yrði til einhverra aðgerða fyrir 1. ágUst, yröu þær kynntar I þessari viku. —P.M. J Eldur (hreyfli flrnarliugsvélar Eldur kom upp I hreyfli hinnar nýju Piper Cheyenne flugvélar Arnarflugs, þegar hún var að leggja upp í reynsluflug frá Reykjavlkurflugvelli um kl. 14 I gær. Engir farþegar voru I vélinni, sem tekur sjö farþega, og tókst Piper Cheyenne flugvélin, sem kom til landsins fyrir nokkrum dögum. Visismynd. JA) flugmönnunum að slökkva eldinn i hreyflinum með innbyggðum slökkvitækjum áður en frekara tjón hlaust af. Skúli Sigurðsson hjá Loftferða- eftirlitinu sagði i samtali við Visi I morgun, að hér hefði ekki verið um flugslys eða flugóhapp að ræða i þeim skilningi.sem i þau hugtök væri lagður. Hann sagði, að ekki væri kannað hvað valdið hefði biluninni né heldur hversu mikil hún væri en ljóst væri, að hún væri nokkuð alvarleg. Loft- feröaeftirlitið hafði ekki fengið skýrlu um atburðinn I morgun, en venja munað gefa slikar skýrslur um alla atburði af þessu tagi, sem á flugvöllum verða. Búist er við að senda þurfi mótorinn utan til viðgerðar. — óM SJð ARADRENG- UR REID RANA Sjö ára drengur beiö bana I gærkvöldi er hann lenti i drif- skafti á dráttarvél er unnið var að þvi að koma heyi i hlöðu á bæ 1 Borgarfirði. Lögreglu og sjúkra- liði á Akranesi og i Borgarnesi var gert aövart og var drengurinn fluttur á sjúkrahúsiö á Akranesi. Þegar þangaö var komið var drengurinn látinn. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. —Sv.G. Kjörbréf undlrrltað 1 morgun k.l. 10 var fundur I Hæstarétti, þar sem Urskurðuð Þjófarnlr ólundnir Enn hefur ekki tekist að hafa upp á þjófunum. sem brutust inn I skartgripaverslun Jóhannesar Norðf jörð né heldur árásarmann- inum, er réðst á starfsmann Oliu- félagsins Skeljungs. Unnið er að rannsókn þessara mála hjá Rannsóknarlögreglu rlkisins. —Sv.G. Vigdfsar I morgun voru vafaatriði og gengið endan- lega frá þvi, hvernig forsetakosn- ingunum 29. júnl sl. hafi lyktaö, að sögn Björns Helgasonar, hæstaréttarritara. En eins og kunnugt er fer Hæstiréttur með hlutverk landskjörstjórnar I for- setakosningum. „Auk þessa var skrifaö undir kjörbréfið, sem Vigdis fær afhent 1. ágúst n.k.,” sagði Björn enn- fremur. Fulltrúar allra frambjóðenda munu hafa verið viðstaddir. —K.Þ. Sumar stelpurnar i ungiingavinnunni hikuðu ekki við að kasta af sér spjörunum I hitanum i gær. Af lita- skiptunum á þessari biómarós má ráða, að henni veitir ekki af ofurlitlu sólskini á brjóstið. (Visismynd JA). Hin umdeildu sumarhús UO: FRAMKVÆMDIR HOFUST AFTUR I MORGUN „Viö höfum ekki komist að neinu samkomuiagi við þá, sem voru framkvæmdunum mótfalln- ir. Hins vegar fengum viö orð- sendingu frá sýslufulltrúanum i Stykkishólmi, þar sem afturköil- uð var beiöni hans um frestun framkvæmda” sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LttJ, i samtali við Visi i morgun. Byrjað var i morgun að grafa grunna að sumarbústöðunumr sem Landssamband islenskra út- vegsmanna hyggst reisa á Skjaldartröð I Breiðvikurhreppi. Framkvæmdir áttu aö hefjast fyrir rúmri viku, en þá komu fram haröorð mótmæli Ibúa á Hellnum i Breiðavikurhreppi gegn þeim. Hlé var þvi gert á framkvæmdumum samkvæmt beiðni sýslufulltrúa. Að sögn Kristjáns var beiðnin afturkölluð, vegna þess að ekki hefur komið til lögbanns eða annarra aðgerða af hálfu hins opinbera. —AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.