Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 3
3 VtSIR MiOvikudagur 23. júli, 1980 Verður 40% verndartollur settur á sælgæti? „Sæigæiislramleið- enflurfengu aidrel aðlögunarflma” - segir Davíð Scheving Thorsteinsson Samstarfshópur frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu hefur að undanförnu unnið að tillögum um aðgerðir til hjálpar innlendum sælgætisiðnaði, sem hefur átt i erfiðleikum eftir að innflutningur var gefin frjáls á þessu ári. 1 fréttum hefur komið fram a6 m.a. sé gert ráO fyrir 40% verndartolli á allt innflutt sælgæti, sem siöan á aö lækka I 20% á næsta ári og svo veröi hann afnuminn ári siðar. Jafet Olafsson deildarstjóri I iönaöarráöuneytinu, sagöi aö þessar tillögur frá samstarfs- hépnum væru nú til umfjöllunar hjá rlkisstjórninni, og vildi hann ekki tjá sig frekar um máliö. Daviö Scheving Thorsteinsson, formabur Félags Islenskra iönrekenda, sagöi aö innlendur sælgætisiönaöur heföi aldrei fengiö nauösynlegan aölögunar- tima eftir aö innflutningur á sæl- gæti hófst. Davlð sagöi aö allt fram á siöasta haust heföu sælgætis- framleiöendur þurft aö kaupa mjdlkurduft á mikiö hærra veröi enheimsmarkaösveröiö var. Þeir fengu aö vísu mismuninn endur- greiddan, en ekki fyrr en löngu siöar, og var verðbólgan þá búin aö éta töluverðan hluta af þeim mismun. „Sælgætisframleiöendur hafa aldrei fengiö neinn aðlögunar- tima,” sagöi Davlö. „Þaö hefur veriöfariðilla meö þá. Flóðgáttin fyrir erlenda sælgætið opnaöi i raun 1. janúar, og þá höföu þeir aðeins fengiö mjólkurduftiö á svipuöu verði og erlendir framleiöendur slöan um haust. Þaö er þvi ekki óeölilegt aö sælgætisframleiöslan skuli von- andi loks fá þann aölögunartlma sem hún á skiliö.” SÞ Snðr handbrðgð bjðrguðu lífi Súgfirðings Tvltugum pilti lá viö drukknun I sundlauginni á Súgandafiröi á föstudagskvöldiö. I fyrstu töldu nærstaddir aö pilturinn væri við köfunaræfingar, þar til einn þeirra tók eftir þvl aö hann var hreyfingalaus á botnin- um. Sundlaugarvöröur staöarins sagöi aö tveir menn sem þarna voru hefðu þegar hafið llfgunar- tilraunir. Sent var hiö snarasta eftir lækni frá ísafirði, sem var mjög fljdtur á staöinn. Sundlaugin er fimm kllómetra frá bæjarkjarnanum á Súganda- firbi, án nokkurs sima eöa annars öryggistækis. Samt sem áöur er sundlaugin mikiö notuö af ungum sem eldri, svo brjfn nauösyn er á að öryggis- ráöstafanir veröi styrktar. Pilturinn er nú við hestaheilsu. — AS Opinber fyrirtækl og siofnanir: Hækkaníp á hækkanir ofan Opinber fyrirtæki og stofnanir hafa að undanfömu sent inn hækkunarbeiðnir sem ætlaðar eru inn i út- reikning visitölunnar 1. september og þurfa þær þá að taka gildi fyrir mánaðamót. Visir hefur aflað sér upplýsinga um helstu hækkunarbeiðnir sem fyrir liggja og hefst nú upptalning þeirra. Heildsöluverö raforku: Lands- virkjun fer fram á 55% hækkun og er venjan sú aö aðrar rafveitur miöi sig viö hana og æski sömu hækkunar. Smásöluverö raforku: Sam- ræma á taxta Rafmagnsveitna rlkisins þannig að sumir liöir gjaldskrárinnar lækka (lýsingar- og vélataxti), aörir haldast óbreyttir og enn aörir hækka. Breytingar þessar eiga ekki aö hafa I för meö sér tekjuaukningu fyrir RARIK. Rafmagnsveita Reykjavlkur fer fram á 5% hækk- un og slöan afleidda hækkun af hækkun Landsvirkjunar, sem er 42,7%. Aðrar rafveitur fara gegnumsneitt fram á 5% hækkun og afleidda hækkun Lands- virkjunar aö auki, sem er tlöast helmingur hennar. Heitt vatn: Hitaveita Reykja- vlkur fer fram á 60% hækkun. Hitaveita Seltjarnarness fer fram á 20% hækkun og Hitaveita Húsa- víkur 30% hækkun. Flestar aðrar hitaveitur fara fram á hækkun gjaldskrárinnar sem nemur hækkun byggingavisitölu, en þaö merkir 12,6% hækkun. Póstur og slmi: Farið er fram á 9% hækkun. Hafnir: Fariö er fram á 9% hækkun. Skipaútgerö rikisins: Fariö er fram á 9% hækkun. Rikisútvarpið: Farið er fram á 30% hækkun afnotagjalda. Leikhúsmiöar: Þjóöleikhúsiö æskir aö fá hækkun á miöaveröi úr 3600 kr. 14000 kr. sem er riflega 11% hækkun. Dagvistun: Barnaheimili Húsavikur fer fram á 30% hækk- un. — Gsal ví ’t' ■ i iW Agústa Guðmundsdóttir tekur fyrstu skóflustunguna. Viö þetta tækifæri voru samankomin á annað hundrað manns, sjúklingar, starfsfólk, borgarfulltrúar, alþingismenn og aörir gestir. (Vfsim. JA) Skðflustunga við Grensáslaugina: „Meðferðarlaug er okkar skurðstofa” Áannað hundrað manns voru viðstaddir fyrstu skóflu- stungu, sem tekin var af meðferðarlaug Grensásdeildar í gær. „Meðferðarlaug fyrir okkar sjúklinga er eins og skurðstofa í skurðlækningum" sagði Ásgeir B. Ellerts- son, yfirlæknir við þetta tækifæri. Hann tiltók nafn Magnúsar Kjartanssonar sérstaklega fyrir þróttmikið starf að þessum málum, „þótt þar með sé ekki kastað rýrð á störf annarra" sagði Ásgeir. Agústa Guömundsdóttir, 17 ára deildarinnar viö Grensás hófst gömul stúlka frá Vestmannaeyj- 1973, og aö sögn Ásgeirs, um tók siöan fyrstu skóflustung- yfirlæknis varö strax ljós þörfin á una en hún lamaðist töluvert I meðferöarlaug fyrir sjúklinga bflslysi fyrir nokkru siöan. deildarinnar. Starfsemi endurhæfinga- Voriö 1978, var slöan bygginga- nefnd sett á laggirnar og verkiö var boðið út. Byggingaverktakarnir Siguröur og JúIIus munu reisa fyrsta áfanga, sem er fokhelt hús meö frágenginni lóö og gleri I gluggum. Aætlaöur kostnaöur þessa áfanga er um 355 milljónir en honum á aö vera lokiö 1. október á næsta ári. Staðsetning laugarinnar er norðan viö endurhæfingardeild- ina en fyrirhuguö er tengiálma viö hana. — AS Tilboð sem ekki verður endurtekið Við bjóðum Husqvarna MAXI uppbvottavélina á krónur 547.000. - Ætti að vera á krónur 904.000. - Maxi uppþvottavélin rúmar diska og annan borðbúnað af venjulegu 10-11 manna borði. — Fæst i lituunum: „Lion — Avocato — Hvitum". Takmarkaðar birgðir. — Látið ekki Husqvarna úr hendi s/eppa. un/iai Sfyzemm h.f. ^ SUÐURLANDSBRAUT16 SIMI 35200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.