Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 8
1rffStti. Miövikudagur 23. júli, 1980 14 • I I útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davifi Gufimundsson. *Ritst|órar: ðlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.-. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastióri erlendra frótta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdðttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónina Mlchaelsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttlr, AAagdalena Schram, Póll Magnússon, Slgurjón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blafiamafiur á Akureyri: Gísll Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragl Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og82260. Afgreifisla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askrlftargjald er kr.SOOOá mánuði innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takiö. Visirer prentaöur I Blaðaprenti h.f. Slfiumúla 14. Samningaviörsöur aöila vinnumarkaöarins eru tilgangslaust sjónarspil, sem koma engum aö gagni og allra sist iaunafólki. Hvaöa tilgangi þjónar karp um 2-5% kaup- hækkun I 60% verðbólgu? Svokallaðar samningaviðræð- ur aðila vinnumarkaðarins eru sennilega skoplegasti harmleikur sem upp hefur verið færður, ef menn settu sig i þær stellingar að sjá hina broslegu hlið þessara viðræðna. Abúðamiklir samningamenn ganga inn og út um virðulega skrifstof usali, vígbúnir svörtum skjalatöskum og leyndardóms- fullum svip. Þeir temja sér stór- yrtar yfirlýsingar en innihalds- lausar aðefni. Þeim leiðist þófið, en gera þó í því að draga það á langinn. Þeir rífast um sömu hlutina ár eftir ár, en skilja samt aldrei hver annan. Þeir hafa komið sér upp sérstakri’ mállýsku og tala um stöðuna og línurnar og pakkana og eru sér- fræðingar í að hneykslast, eink- um hver á öðrum. Allir bera þeir sérstaka umhyggju fyrir lág- launafólkinu, en alltaf ber lág- launafólkið minnst úr býtum. Þegar sagt er í fréttum, að samningaviðræðum miði i rétta átt, þýðir það á venjulegu máli, að þeir hafi talað saman. Aðal- lega ganga þó samningaf undir út á það að ákveða hvenær skuli halda næsta fund og þannig er þjíóðinni haldið við efnið og um- bjóðendur friðaðir. Þessa sögu þekkja landsmenn, þeir eru orðnir henni vanir. Það er hluti af hversdagsvananum að fá fréttir af því hvenær næsti samningafundur verði haldinn, rétt eins og að hlusta á veður- fregnir og orðsendingar til sjó- farenda. I þessari viku dró óvænt til tíð- inda. Hin hefðbundna frásögn af viðburðarsnauðum samningavið- ræðum var rofin með þeirri frétt að vinnuveitendur hefðu slitið viðræðum. I Ijós hafði komið að Vinnumálasamband samvinnu- félaga hafði leyft sér aðtaka upp prívatviðræður við Alþýðusam- bandið. SIS menn höfðu haldið leynifundi með fulltrúum verka- lýðshreyfingarinnar og það rask- aði að sjálfsögðu hinni fastmót- uðu og huggulegu dagskrá. Vinnuveitendur ráku SÍSmenn út, móðguðust og það þrátt fyrir einlægar yfirlýsingar þeirra ASI manna um sakleysi sitt: „Þetta er allt tómur misskilningur, við höfum ekki einu sinni hitt þá á götu úti". En vinnuveitendur sátu fastir við sinn keip og eftir sitja sambandsmenn og verka- lýðsforingjar með sárt enni og enga samningsstöðu. Allt væri þetta saklaust gaman, ef staðreyndir lífsins væru ekki þær, að hér er verið að henda á milli sín einu af fjöreggjum þjóðarinnar, hagsmunum fjöld- ans. Hér leika aðalhlutverkin valdamiklir áhrifamenn, leiðtog- ar stórra hagsmunahópa, lífs- reyndir menn í sæmilegu jarð- sambandi. En þeir taka allir þátt í þessum leikþætti að því er virð- ist af alvöru, rétt eins og þeir trúi því að þessar samningaviðræður skipti máli. En um hvað eru mennirnir að tala? Tilfærslur í launaflokkum, 2 til 4% kauphækkun, minni- háttar lagfæringar á verðbótum. Þetta eru umræðuefnin á sama tíma og úti fyrir geisar 58% óða- verðbólga, sem brennir upp hverja krónu, hverja kauphækk- un, á skammri stundu. Viðræður af þessu tagi eru broslegar, grát- broslegar í innihaldsleysi sínu og fáránleik. Launafólki er enginn greiði gerður með því að halda þessum leikþætti áfram. Er engin von til þess, að ein- hvergóður maður, hvorumegin borðs sem hann situr, segi hingað og ekki lengra? Þessari sýndar- mennsku og sjónarspili skal hætt. Við skulum sameinast gegn hinum eiginlega óvini, verð- bólgunni, og þá fyrst getum við rætt um raunverulegar kjara- bætur, þegar við höfum ráðið niðurlögum hennar. Þá fyrst skiptir máli hvort kauphækkun er 2% eða 10%. En fyrr ekki. Bjarni Arnþórsson, ók Rússajeppanum af snilld og lenti f 2. sæti. (Vfsismynd Sig. Guöm.). Ökuleikni '80 á Heilu: Kristinn með fimmta desta árangurinn Keppendurnir á Hellu ásamt framkvæmdastjóra Bindindisfélags ökumanna, Einari Guömundssyni, til vinstri, Sigurvegarinn Kristinn Bergsson er fyrir miöju. NU er Okuleikni ’80 rúmlega hálfnuöog er þaö mál manna aö hUn hafi tekist sérstaklega vel þaö sem af er. Ahugi fyrir bfla- fþróttum hefur vaxiö jafnt og þétt og nU er ljóst aö mjög stór hópur manna tekur beint eöa óbeint þátt í þeim. NU á sunnudaginn var 12. keppnin háö þetta sumar. Vett- vangurinn var Hella á Suöur- landi og kepptu 9 ökumenn. Veöurblíöa hefur fylgt mótinu og brást ekki um helgina. Kristinn Bergsson, ökumaöur á Mazda 818, R 39841 hreppti 1. sætiö og er þetta 5. besti árangurinn f sumar af 124 kepp- endum. Hann hlaut 149 refsistig. 2. Bjarni Arnþórsson, á RUssajeppa, L 1210 — meö 196 refsistig og 3. óskar Kristinsson á Lada Sport L 1903 meö 212 refistig. Aö þessu sinni voru gefendur verölauna: Rangárapótek Hellu, Baka- rfiö Hellu, Bergur Sveinbjörns- son Lyngási Hellu. Saumastofa Rudolfs Hellu. Eftir er aö keppa á 10 stööum f sumar en næsti keppnisstaöur er i Galtalækjarskógi um versl- unarmannahelgina. Er þar bU- ist viö haröri og fjölmennri keppni. —AS J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.