Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 11
vlsm Miðvikudagur 23. júli, 1980 Þeir sem gist hafa Siglufjörö á undanförnum árum kannast eflaust viö Steinar Jónasson, hdtelstjdra á Hdtel Höfn en hann hefur ráöiö þar húsum á annan áratug. Visir hitti Steinar aö máli á ferö sinni fyrir noröan nýveriö og innti hann eftir gangi mála I hdtelrekstrinum. „Þaö hefur alltaf veriö erfitt aö reka hótel úti á landi og ekki batnar þaö”, — sagöi Steinar. „baö eru kannski tveir til þrir mánuöir sem eitthvaö er aö gera yfir sumartfmann og svo koma dauöir mánuöir fram aö áramdtum. Þá koma árshátiöir sem auövitaö gera sitt og dans- leikir sem viö erum meö sem halda þessu gangandi yfir vet- urinn. Ég keypti þetta hótel 1968 og viö hjónin höfum rekiö þaö sföan. Þau eru sjálfsagt ekki oröin mörg hótelin i dag sem ■ !■■■■■■■ rekin eru þannig i einkaeign. Yfirleitt hefur þessi rekstur gengiö til sveitarfélaganna eöa aö þau hafa styrkt hann aö ein- hverju leyti.” ,,trtlendingar sjást varla” „Hóteliörúmar nú 30 gesti, en þetta eru 14 herbergi mismun- andi stór,” sagöi Steinar ennfremur. Salurinn tekur aftur á móti um 240 manns i sæti en honum er skipt i danssal og matsal þar sem daglegi rekst- urinn er aöallega. Þaö er liöin tiö aö maöur þurfi aö opna á milli þegar hóparnir koma. Fyrstu árin sem ég var meö hóteliö kom þaö oft fyrir enda var þá miklu meiri aösókn Útlendingar komu þá mikiö hingaö en þá höfum viö varla séö upp á siökastiö.” „Gerist æ erfiðara að keppa við ríkisliðtelin” - rætt vlð stelnar Jónasson hótelstlóra á SiglufirOi Hver er skýringin á þvi? „Ja, mér finnst sú skýring lik- legust, aö Feröaskrifstofa rik- isins setur fólkiö i sina gististaöi ogum leiö minnkar aösóknin til okkar aö sjálfsögöu. Viö erum i erfiöri aöstööu á Siglufiröi, þetta er endastöö. Þaö er sem sagt bara ein leiö aö og frá bæn- um og þaö hefur aö sjálfsögöu áhrif á umferöina. Steinar Jónasson, hótelstjóri fyrir utan Hótel Höfn. (Vfsismynd. Sv.G.). Þessum málum er nú þannig komiö, aö ég hef mikinn áhuga á aö hætta þessum rekstri. Ég er oröinn þreyttur á þessu ástandi og þaö er allt annaö en auövelt aö standa I þessu. Hitt er svo annaö mál, aö þaö er hægt aö drifa hótel upp á svona stööum meö aöstoö t.d. flugfélaga og fleiri sem hafa meö feröamál aö gera en þaö eru bara ekki allir i þeirri aö- stööu aö komast inn I þaö. „Ferðaskrifstofa rikis- ins eykur við sig á kostnað einstaklinga” Feröaskrifstofa rikisins er alltaf aö auka viö sig I þessum hótelrekstri og einstaklingar eiga æ erfiöara meö aö keppa viö þá. En menn veröa aö gera sér grein fyrir, aö meö þessari þróun stöövast allur hótelrekst- ur úti á landi á veturna. Viö veröum aö loka þvi um annaö er ekki aö ræöa. Ef menn vilja þaö er náttúrulega ekkert viö þvi aö segja en þaö er alveg ljóst, aö ef viö fáum ekki fólk á sumrin þýö- ir ekkert aö standa i þessu. Þetta er okkar mesta vanda- mál og eins hvaö þetta er stuttur timi sem viöhöfum á hverju ári þegar eitthvaö er aö gera en þurfa samt aöhalda uppi rekstri allt áriö. Ég hef ekki áhuga á þvi aö láta styrkja mig fjárhagslega. Ég er á móti sliku en þaö má gera þaö á annan hátt heldur en meö beinum fjárveitingum. Sveitarfélögin gætu t.d. gert þaö meö þvi aö beina öllum sinum aöilum til hótelanna. Þaö mætti nýta þetta.sem félagsheimili á vetuma og þaö myndi auka veltuna hjá manni. Auglýsinga- starfsemi I gegnum sveitar- félagiö gæti einnig komiö til greina og margt fleira mætti nefna sem sveitarfélögin gætu gert til aö hjálpa upp á rekstur- inn yfir vetrarmánuöina. En þróunin viröist alls staöar vera sú sama, aö þaö er alls staöar þjarmaö aö einstakling- um og enginn getur staöiö upp úr”. Hvað með atvinnu- ástand á Siglufirði i dag? „Þaö hafa veriö erfiöleikar hjá Þormóöiramma en þetta er ekki staöbundiö viö Siglufjörö. Þetta er þaö sem er aö gerast almennt á landsbyggöinni, aö þaö eru erfiöleikar I rekstri frystihúsanna. Ég hef þá trú aö þetta sé timabundiö. Þróunin hér á Siglufiröi hefur veriö sú á undanförnum árum aö atvinna hefur veriö mikil og mikill uppgangur. Ég trúi þvi ekki aö þetta dragist svo mikiö saman, aö hér veröi ekki byggi- legt I framtlöinni”. Meö þetta er Steinar rokinn þvi aö hann þarf aö fara út á flugvöll þvl aö auk hótelsins rekur hann sendibilastöö og sér um flugvöllinn — „til aö drýgja tekjurnar”, — eins og hann orö- aöi þaö. — Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.