Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 14
vtsnt Mi&vikudagur 23. jUH. 1980 Dr. Bragi Jósepsson. Hvar er Bragi Jósepsson? HVALFRIÐUNARMENN ENN EINN ÞRÝSTIHÚPURINN Kjötæta hringdi: Alveg er þaö merkilegt hvaB menn geta lagst lágt i athafna- leysinu. beir finna ekkert sér betra til dundurs en aö hrópa um friöun hvala. Viö vitum þaö og þaö er vis- indalega sannaö aö hvalir viö Island skipta þúsundum. Islenski hvalastofninn hefur nefnilega veriö verndaöur sér- staklega vel og á þar stærstan þátt hann Jón hjá Hafrannsókn- arstofnun. Ég er undrandi á blaöi eins og Visi aö vera aö gefa þessum friöunarmönnum gaum, þetta er bara einn þrýstihópurinn, sem röflar og slæst til þess aö gera eitthvaö. Ef viö ætlum aö friöa allan óskapnaö I þessum heimi, þá er vist best aö fara aö friöa allt húsarusliö I Þingholtunum, áöur en þaö veröur rifiö. Hvalir eru þama á sama bás, þetta eru skepnur sem sem hafa oröiö á eftir i þróuninni og eru annars ómerkileg dýr. Ég skil ekki hvers vegna viö þurfum alltaf aö vera aö stefna á einhæfara fæöi, meö þvi aö friöa af okkur allt kjöt. Sumir vilja ekki boröa hrossakjöt, sumar þjóöir eta ekki nautakjöt, fiskur er meira og minna friöaöur áriö um kring, svo þaö er bara kinda- i k kjötiö sem situr eftir, fullt af sinum. Hvalk jöt getur veriö hin besta fæöa ef þaö er vel matreitt og þessum hvalfriöunarmönnum vil ég aö lokum gefa heilræöis- uppskrift, þvi ég er viss um aö þeir vita ekki af hverju þeir eru aö missa ef þeir ætla aö friöa hvali. Skeriö hvalkjötiö I þunna bita og látiö þá liggja I mjólk, i sólarhring. Takiö siöan bitana upp Ur og dýfiö i kryddaö hveiti, siöan i rasp og steikiö á pönnu. Ég segi þaö satt þetta er lostæti og þaö er ábyrgöaratriöi aö ætla aö taka af manni þessa ánægju sem fylgir þessum dýrindis mat. Einar J. á Akureyri skrifar: Eini maöurinn sem aö minu mati getur bjargaö okkur ls- lendingum út Ur ógöngum er Bragi Jósepsson. Bragi hefur sýnt þaö og sannaö aö hann ann sinum flokki og hefur látiö ósigra undanfarinna ára litiö á sig fá, og fylgir formanni Alþýöuflokksins, þrátt fyrir aö hafa boöiö sig fram gegn hon- um. Hann er þvi hinn sanni flokksmaöur, maöur sem þorir og hefur hæfileika. Bragi er eini stjómmálamaöurinn i dag sem hefurþaö baráttuþrek sem þarf til þess aökoma þjóömálunum i rétt horf. Bragi hefur fjöl- breytta starfsreynslu aö baki sem gæti komiö aö góöum not- um fyrir þjóöina. Hann gjör- þekkir menntakerfiö og hefur viötæka þekkingu á þjóömálum. Mér þykir furöu sæta, hvers vegna jafnmannafár flokkur og Alþýöuflokkurinn er, skuli sitja á svona hæfileikamanni. Hvers vegna fáum viö ekkert aö heyra frá Braga, hvar er hann. Sumir segja aö hann sé búinn aö vera I S-Ameriku viö rannsóknir, aörir seg ja aö hann hafi veriö hér all- an tlmann. Ég vil fara fram á þaö viö lesendaslöuna aö hUn gefi okkur stuöningsmönnum Braga upplýsingar um hvar megi ná til hans. Meö fyrirfram þökkum, Einar J. Samkvæmt upplýsingum VIs- is hefur Bragi stundaö kennslu viö háskóla Uti I Bandarikjunum I vetur. Hann mun siöan hefja kennslu viö Kennaraháskóla ls- lands næsta haust. Ekki fékkst upp hvar Bragi er um þessar mundir. vandið kvik- myndaval í sjónvarps- leysinu Steinar hringdiog óskaöi eftir þvi aö koma á framfæri meö- fylgjandi athugasemd: NU þegar sjónvarpiö er ekki I gangi, þykir mér algjörlega ósæmandi aö kvikmyndahúsin skuli bjóöa upp á afgangsefni til sýninga. Eflaust eru þetta ódýr- ari myndir, sem hagkvæmt er aö sýna ef fjöldi fæst. Ég get mér til þess aö kvikmyndahús- eigendur ætli sér þvi aö græöa á sjónvarpsleysinu. Þaö er ekki nokkur mynd aö minu mati sem er þess viröi aö sjá nema ef vera skyldu tvær til þrjár myndir, sem flestir hafa liklega séö þvi þær hafa veriö svo lengi i sýn- ingu. KvikmyndahUseigendur, vandiö valiö I sjónvarpsleysinu. „Samsæri kommúnista er í gangi” „Garöar” kveöst hafa örugga vissu fyrir þvl aö I gangi sé samsæri til aö konia tsiendingum undir stjórn Sovétrikjanna. Garðar skrifar: Ég finn þaö á öllu aö lesenda- bréf mitt I VIsi siöastliöinn föstudag hefur vakiö mikinn ugg i brjósti kommúnista og þeirra sem reynt hafa aö þagga niöur innrás Sovétrikjanna i Afganistan. Hvarvetna sem ég hef komiö hlera ég aö fólk er aö tala um þetta bréf og finnst þaö alveg rétt en kommúnistar eru sárreiöir. Auövitaö er ég þakklátur fyrir þessi góöu viöbrögö, mér viröist hafa tekist aö opna augu manna i eitt skipti fyrir öll á sviviröi- legri áróöursmennsku kommúnista sem reyna aö þegja 1 hel öll illvirki og morö skoöanabræöra þeirra erlendis. En þaö er ekki nóg, viö sem aö- hyllumst frjáls þjóöfélagskerfi veröum aö snúa vörn i sókn. Viö veröum aö hrekja kommúnista Ut I hafsauga, áöur en þeir gera þaö viö okkur. Viö veröum aö vita aö þaö er i gangi samsæri sem miöar aö þvi aö koma is- lendingum undir yfirráö kommúnistanna I Sovétrikj- unum og þá þarf ekki aö spyrja aö leikslokum, allir þeir sem eru á móti mannvosnku kommúnista veröa sendir i þrælkunarbúöir en kommúnistadindlum hampaö hér eins og annars staöar þar sem þeir hafa komist til valda. Ég tel mig hafa öruggar sann- anir fyrir þvi aö slikt samsæri sé I gangi, þó auövitaö hristi all- ir höfuö og fljóti óafvitandi aö feigöarósi. Ég hef kannaö þetta mál og veit aö margir, bæöi opinberir frammámenn kommúnista hér og svo ýmsir sem láta fara litiö fyrir sér, stefna leynt og ljóst aö þvi aö járnhæll kommúnismans kremji liftóruna úr hinni is- lensku þjóö. Þessir menn eru landráöamenn, svikarar, morö- ingjar og nauögarar! Þeir svi- viröa allt sem okkur er heilagt. Engin ráö eru of sterk til aö vinna bug á þeim. Ég mun aö minnsta kosti ekki láta mitt eftir liggja og mun, ef þörf krefur, opinbera ósköpin. En hver veit nema þaö sé þegar oröiö of seint? „Þetta er bara enn einn þrýstihópurinn sem röflar og slæst til þess aö gera eitthvaö”, segir bréfritari. sandkorn Gunnar Thoroddsen Fæöing Gunnars Thor Bók Hreins Loftssonar og Anders Hansen um átökin i Sjálfstæðisflokknum er nú langt á veg komin. Þeir félagar hafa nú talaö viö á um sjötta tug manna I strangasta trúnaöi og er ekki vitnað I neina ákveöna heimildarmenn i bókinni. Hafa þeir félagar leitast viö aö finna sögulegar rætur átakanna og hefurI vi&tölum þeirra viö ýmsa sem nálagt málum hafa staöiö komiö fram skýring aö rót- anna sé a& leita allt aftur til ársins 1910. Þá fæddist Gunnar Thoroddsen. Annars mun bókin ekki vera neitt sér- lega neikvæö I hans garö né Geirs Hallgrimssonar. Dregin eru fram bæ&i jákvæö atriöi og neikvæð fyrir þá báöa. veiðihorn 1 Timanum er eins og vera ber dálkur, sem nefndur er Vei&ihorniö. S.l. föstudag kom heldur óvenjulegur tónn úr horninu og sá kannski ekki al- veg I strangasta samræmi viö nafniö á dálknum. Þar er fjall- að um smáauglýsingu úr VIsi og nú skyldu menn ætla aö hún væri um risastóra ánamaöka. Nei, aldeilis hreint ekki. Aug- lýsingin er frá hollenskum aö- ilum og er karlkynslesendum gefiö til kynna, aö fjöldi ungra kvenna I Asiu blöi þess I eftir- væntingu aö ná sambandi viö þá. Sandkorn hefur auövitaö ekkert á móti þvi, aö birt sé efni úr VIsi og vekur þvi at- hygli Veiöihornsins á þvi, a& fyrir nokkrum dögum var auglýstur fólksvagn til sölu i smáauglýsingum blaösins. Vill nú ekki veiöihorniö væna gera þá auglýsingu aö umtals- efni? (P.S. Annars var þetta ágætur húmor hjá horninu). Koppar 3. tbl. af bla&inu Mótorsport er komiö út. Sandkorni hefur aö visu ekki borist blaöiö en i auglýsingum er sagt frá efni þess og getur þar aö llta þessa haröoröu yfirlýsingu: — Ég hata krómfelgur — segir Valdi koppasali I opinskáu vi&tali. Annars er nefndur Valdi harödugiegur koppasali viö Rauöavatn. Þar hefur margur bfleigandinn fengiö fallegan notaöan kopp fyrir litiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.