Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 22
vtsm Mi&vikudagur 23. júli, 1980 Gelmgreftrun h.l. leltar samsiarls vlð NASA Geimferðastofnun Bandarikj- anna, NASA, barst á dögunum allundarleg beiðni frá bandariska fyrirtkinu „Geimgreftrun”. Fór fyrirtækið fram á, að NASA leigði þvl samastaði geimfari slnu fyrir ösku brenndra lika. Oskuna átti að geyma I hylkjum á leiðinni út I geiminn. Yröi hylkj- unum slðan skotið með eldflaug á braut umhverfis jörðu, þar sem þau myndu smám saman leysast upp, þannig að askan gæti haldið feröinni áfram frl og frjáls. Ætlun Geimgreftrunar var að krefjast sem svarar einni og hálfri mill- jón islenskra króna I greiöslu frá hverjum þeim, sem óskaði eftir geimför. NASA lét nýlega boð út ganga um að rannsóknastofnanir og skólar gætu fyrir lágt verð leigt sér til rannsóknastarfa hólf á stærö við meðal frystikistu, sem komið yrði fyrir utan á geimfar- inu. Förráðamönnum Geim- greftrunar finnst ekki nema rétt- látt, aö þeir sitji við sama borð og þessir aðilar, og fái svo sem eitt hólf til umráða. Joe Roberto, útfararstjóri Geimgreftrunar, segist hafa ver- iö I útilegu, þegar hann fékk hug- myndina að uppátækinu. Kveðst hann hafa snúið ásjónu sinni upp I loft eina stjörnubjarta nóttina, og fariö að hugleiöa, hve miklu yndislegra það hlyti að vera að eyða eillfðinni I vlöáttu geimsins en að hirast aðþrengdur ofan I jörðinni, þar sem aldrei fengist nokkur friður fyrir hávaða og hristingi. Þvl miður fyrir Roberto, er ósennilegt aö vlöáttu- draumur hans rætist I bráð. NASA hefur nefnilega þverneitaö að veröa viö beiðni Geimgreftr- unar. Segjast talsmenn geim- ferðastofnunarinnar ekki hafa áhuga á að hafa milligöngu um útbreiöslu fjárplógsstarfsemi sem þessarar á alheimsvett- vangi. Geimgreftrun, eins og höfundar kvikmyndarinnar „Astvinurinn” imynda sér hana. Fyrirtækiö Geimgreftrun er ekki eins lltillátt I sinum fyrirætlunum, og finnst forráðamönnum þess sjálfsagt, að Geimferða- stofnun Bandarikjanna ætli starfseminni staö f geimfari sinu. „Sjónvarps- skðmmtun parf til bjargar elnkaltfinu” seglr félagsfræðlprófessor við Tæknlskólann í v-Berlín Sjónvarpiö er hættuiegasti óvinur einkailfsins, og ætti þvi helst aö banna sjónvarpsút- sendingar alfariö, aö mati Carl Wolfgang MuIIer, prófessors i féiagsfræöi viö Tækniháskóiann i Vestur-Berlin. Muiler segist vera ljóst, aö ómögulegt sé aö útrýma sjónvarpi gersamlega. Hins vegar sé aö minnsta kosti hægt aö koma á sjónvarps- skömmtun af hálfu rikisins meö lagasetningu. „Þegar fólk hefur sinnt tilfall- andi skyldustöfum heima og heiman, er ekki mikill tlmi eftir fyrir fjölskylduna til aö vera samvistum” segir Muller. „A mögum heimilum er dýrmætum fritlma eytt fyrir framan sjón- varpið, og fjöldi fólks hefur sjónvarpsgláp aö aöaltóm- stundastarfi. Vilji fólk taka þátt I umræöum I skála, vinnu eða á skemmtistööum, verður það að gera svo vel að fylgjast með öllu, sem frá sjónvarpinu kemur, því að tal . manna snýst I mörgum tilfellum ekki um annað”. „Börn veröa mest fyrir barö- inu á sjónvarpsútsendingum” segir prófessorinn. „Rannsókn- ir benda til, að börn eyði æ meiri tima I að horfa á sjónvarp, og mörg þeirra kynnast nánast engum veruleika nema þeim, sem dagskráin ber á borð fyrir þau. Þvi miður eru allt of margir sjónvarpsþættir vel geröir og trúverðugir, og fólk á oröiö almennt I hreinustu vand- ræðum með aö gera greinarmun á uppdiktuðum atburöum I sjón- varpi og þvi, sem gerist I raun- veruleikanum.” v.:-.’* V: 22 Viröulegt samkvæmi var haldið aö lokinni fyrstu sýningunni á nýrri uppfærslu söngleiksins Camelot I New York. Meöal viöstaddra voru Richard Burton, sem fer meö hlutverk Arthúrs konungs I söngleikn- um, og III, eiginkona hans, Susan. GIIDS OTVALINN SENU- ÞJÓFUR - EDA STIRD STRENGJADROÐA? Söngleikurinn „Cam- elot” var settur á svið i annað sinn fyrir skömmu, en hann var áður uppfærður fyrir réttum tuttugu árum. Frumendursýningin var i New York, en fljótlega fer Camelot á flakk til að gera nafn sitt frægt i öðrum borg- um Bandarikjanna. Richard Burton fer meö hlut- verk Arthúrs konungs i söng- leiknum,núeins og fyrir tuttugu árum. Þá voru gagnrýnendur ekki á einu máli um, hvort Burt- on væri sæmandi staðgengill Artúrs konungs, og ekki hafa tuttugu ár dugað þeim til að komast að sameiginlegri niður- stöðu I þvl efni. Gagnrýnandi New York Times sagði eftir frumsýn- inguna, að I Camelot söngleikn- um væri sviðið konungdæmi Burtons. Hann stæli senunni með fullum rétti, þvi aö svo virtist sem guöleg forsjón heföi I árdaga eignað hana honum ein- um. Hins vegar var gagnrýn- andi New York Post ekki eins uppveöraður yfir frammistöðu Burtons. Hann hélt þvl þvert á mótifram.aðhannlitiúteins og sem troöið hefði veriö I kon- útbrunnin, stirö strengjabrúöa, ungsklæði. Bandarlskir gagnrýnendur eru ekki á eitt sáttir um frammistööu Richards Burton i hlutverki Artúrs konungs I söngleiknum „Camelot”, sem veriö er aö endursýna um þessar mundir. Einn gagnrýnenda segir hann vera réttborinn eiganda senunnar fyrir til- hiutan almættisins, en annar lýsir honum sem útbrunninni brúöu, sem troðið hafi veriö i konungsklæöi. L Tgft ■ j , ; $ „Fjöldi fólks hefur sjónvarpsgláp aö aöaltómstundastarfi. Vilji fólk taka þátt I umræöum 1 skóla, vinnu eöa á skemmtistööum, veröur þaö aö fylgjast náiö meöþvl, sem frá sjónvarpinu kemur, þviaö tal manna snýst i mörgum tilfellum ekki um annaö” segir Carl Wolfgang Muller, prófessor I félagsfræöi vlö Tækniháskólann i Vestur-Berlin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.