Vísir - 24.07.1980, Side 5

Vísir - 24.07.1980, Side 5
Guö- mundur - Pétursson VlSIR Fimmtudagur 24. júll 1980 í Péíer Seíiers andaðist í nðlt Leikarinn, Péter Sellers, andaöist i nótt á sjúkrahúsi i London, þar sem hann haföi veriö lagöur inn þungt haldinn eftir hjartaáfall. Haföi honum hrakaö ört eftir þangaökomuna, uns hjartaö gaf sig alveg. Peter Sellers var frægur af fjölda gamanhlutverka sinna i meir en 40 kvikmyndum, sem hann lék i. Þar á meöal var Clouseau, yfirlögregluþjónn, I Bleika pardusnum. Hann var tilnefndur og þótti koma vel til greina viö úthlutun óskars-- verölaunanna siöast fyrir leik sinn i myndinni „Being there”. Hann hefur átt viö hjartveiki aö striöa frá þvi aö hann hlaut sitt fyrsta hjartaáfall 1964, en þá gekkst hann undir aögerö, þar sem hann fékk gangráö til aö hjálpa hjartanu. — Hann var staddur á hóteli i London, þegar hann fékk hjartaslag i fyrra- kvöld. Sterkur lifsvilji og hjálpartæki spitalans héldu honum lifandi siðustu tvo sólar- hringana. Fjórða eiginkona hans, Lynne Frederick leikkona, flaug frá Los Angeles og var viö hliö hans þegar hann gaf upp öndina. Sellers var af leikurum kom- inn, og gat sér sjálfur nafn i skemmtiiðnaðinum á sjötta áratugnum fyrir sinn þátt i breskum útvarpsgamanþætti, sem kaliaður var „The Goon Show”. Jókst hróöur hans i meöferö „karakter” hlutverka i breskum myndum og eftir túlk- unina á verkalýðssinnanum I myndinni „I’m alright, Jack” var hann talinn meöal stór- stjarnanna. Heimsfrægö öölaö- ist hann eftir myndina „Milljónaerfinginn”, þar sem hann lék indverskan lækni á móti sjálfri Sophiu Loren. 1 fjölda ára átti hann viö hjú- skaparörðugleika aö striöa auk heilsuveilunnar. Fyrstu þrjú hjónabönd hans fóru út um þúf- ur. Fyrst meö áströlsku leik- konunni, Anne Howe, svo hinni sænsku Britt Ekland og loks Miröndu Quarry. — Sellers átti son og dóttur af fyrsta hjóna- bandi og dóttur með Ekland. Peter Seilers i einu atriöi úr Bleika Pardus-myndaflokknum i hlutverki inspektors Clouseau. Verða að hæita alveg vlð sumar kvlkmyndlrnar ef verkfall leikara dregst á langinn Spáð er löngu verkfalli þeirra 60 þúsund leikara og leikkvenna, sem stöðvaðhafa alla framleiðslu hjá helstu kvikmyndaverum Bandarikjanna. Verkfallið er sagt kosta milljónir dollara á dag, en þaö hefur nú staðiö á þriöja dag. Talsmaður kvikmyndafram- leiðenda segir, aö kvikmyndaiön- aöurinn sé reiöubúinn til þess að eiga I langri vinnustöövun, enda ber svo mikið i milli, aö ekki veröur séö fram á samninga i bráö. Leikarar lýstu yfir verkfalli til stuönings launakröfum inum, sem fólu I sér 40% hækkun til handa lægstlaunuðum, en þeir hafa nú lækkaö þá kröfu niöur I 35%.—Framleiöendur bjóöa rúm 9%. — Auk þess vilja leikarar hlut af ágóöa. Laun leikara i leikarasamtök- unum eru núna frá 50 dollurum (225 þús. fsl. kr.) á dag upp i mill- jónir dollara fyrir hverja kvik- mynd, sem stjörnurnar leika i. Framleiöendur segja, aö hugsan lega veröi aö kasta i ruslafötuna einhverjum filmum og hætta viö eina og eina kvikmynd.ef verkall- ið dragist mjög á langinn. — Vinna hefur einnig stöðvast i framleiöslu fjölda sjónvarps- þátta. Hjónaefnin Mariana og Björn Borg ganga í þaö heilaga I dag. Þeim finnst ekki duga minna en tvöföld vigsla. Blðrn Borg gifllr sig i dag Sænska tennisstjarnan, Björn Borg, gengur i dag i hjónaband meö unnustu sinni, Mariönu Simionescu frá Rúm- eniu, viö hátlðlega athöfn 1 Búkarest, sem einkennast mun af þjóölegum siöum og trú Rúmena i aöra röndina, en kuldalegri kommúnistiskri formfestu I hina. Þau veröa lýst hjón á skrá- setningarskrifstofu þess opin- bera i Búkarest, en við þá átta mlnútna athöfn verða ekki aörir staddir en rúmenski tennisleikarinn frægi, Ilie Nastase, og aöalknattspyrnu- hetja Rúmena, Radu Num- weiler, en þeir eru báöir mikl- ir vinir hjónaefnanna. Eftir hressingar á nærliggj- andi hóteli flyst brúökaups- veislan upp I fimmtándu aldar klaustur Kaldarusanimunka noröur af höfuöborginni og fer þar fram vlgsluathöfn aö gömlum skikk. Slöan hefst veislan fyrir alvöru. iran: Sprengiutilræöi Andrúmsloft var lævi blandiö og rafmagnaö i morgun í Teher- an, höfuöborg Irans, eftir verstu sprengjuhryöjuverk þar frá þvi aö byltingin var gerö fyrir átján mánuöum. Sex menn fórust og á annaö hundraö manna særöust I spreng- ingum I gær, en ekkert var látiö uppi I morgun um, hvort yfirvöld vissu, hverjir þar hefðu veriö aö verki. Dagblaöiö Etelaat fékk þó sim- hringingu I gær, þar sem nafn- leysingi lýsti ábyrgð á versta sprengjutilræöinu á hendur Forg- han, sem eru leynisamtök manna, er andstæðir eru klerka- valdinu. Lögreglan lagöi þó ekki mikinn trúnaö á tilkynninguna. Bani-Sadr forseti ætlaöi I dag aö útnefna nýjan forsætisráö- herra, en þaö embætti hefur veriö óskipaö I nlu mánuöi. Þvl var þó frestaö, án nokkurra skýringa. Uppreisn kveðin niður Sameiginlegt herliö Frakka og Breta batt I nótt enda á uppreisn- ina á Espiritu Santo, einni hinna Nýju-Hebrideseyja. Um 200 franskir fallhlifaher- menn og breskar vlkingasveitir flugu frá Port Vila til eyjar I ná- grennivið Santo ogfóru svo þaðan meö þyrlum til Luganville á Santo. Þeim var ekki sýnd nein mót- spyrna og urðu engar blóösúthell- ingar, þegar hermennirnir endur- reistu stjórn Frakka og Englend- inga á eyjunni. Landgangan var liður í undir- búningi þess, að eyjarnar fái sjálfstæði i næstu viku. Forsætis ráðherrann, Walter Lini, sem var réttkjörinn fyrsti forsætisráö- herra Vanuaatu, eins og hiö sjálf- stæöa riki veröur nefnt, var aftur settur i embætti. Uppreisnarmenn undir forystu Jimmy Stevens höföu sett hann af 28. mai meö stuöningi frönskutal andi landnema. Frönskumælandi menn kviöu þvi, aö þeir yröu hjá- settir i hinu sjálfstæöa riki, þegar enskutalandi sætu þar nær einir i stórn. Uppreisnin haföi veriö nær átakalaus. Ætluðu að svelta námumenn til hlýðni Námamenn i Boliviu, sem snerust gegn byltingu hersins i slöustu viku, saka herinn um aö hafa stöövaö alla matarbirgöa- flutninga til þeirra I tilraun til þess aö svelta þá til hlýöni. Kom þetta fram I útsendingum útvarpsstöövar, sem námamenn- irnir hafa á valdi slnu og var þá átt viö herflokkana, sem um- kringt hafa námasvæöin suöur af La Paz, höfuöborginni. Herinn brá einmitt á þaö ráöiö gegn námamönnum 1974, þegar Bolivla var undir stjórn Hugo Banzer hershöföingja. — Náma- menn, sem segjast hafa gnægö dýnamits undir höndum og reiöu- búnir aö beita þvi, ef á þá veröi ráöist, hafa jafnan risið upp gegn valdaránum hægriafla hersins. Hermenn handtóku hundruö manna I valdaráninu slöasta fimmtudag, þegar Lidla Gueiler, forseti, var sett frá völdum og er sagt, aö herinn hafi nú allt landiö á valdi slnu, nema þau svæöi, þar sem námamennirnir hafa búiö um sig.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.