Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 13
„Það var nú raunar Þórður Pétursson, veiðivörður, sem setti i laxinn”, sagði Lilja i spjalli við Visi. „Ég tók siöan við og þreytti og landaði, en Þórður stjórnaði aögerðum. Veitti raunar ekki af, þar sem ég hef ekki rennt fyrir lax fyrr. Sást það best á leikni minni við að kasta, en þá munaði litlu að ég festi fluguna I óæðri endan- um á sjálfri mér. En þaö er ekki aö vita nema ég hafi fengið bak- teriuna og verði hér viö veiöar næsta sumar, i stað þess að vera i eldhúsinu eins og tvö undan- farin sumur”, sagði Lilja i lok samtalsins. A sunnudaginn voru komnir um 740 laxar á iand úr Laxá 1 Aöaldal. En þó að litið veiðist er gaman að vera við Laxá. Umhverfið er fallegt við ána, sérstaklega þegar vel viðrar — og góðviörisdagar eru algengir þar nyröra. Þaö stakk hins vegar i augu að sjá alls konar drasl meö ánni og i henni, sem auösjáanlega var komið frá veiöimönnum, eða kannski réttara sagt, frá þeim sem verið hafa að veiöa viö ána. Mest bar á girnisdræsum, matarumbúö- um, bjórflöskum og jafnvel brennivinsflösku, hvernig sem nú á þvi stendur. Það eru ekki margir sem ganga svona um, en nógu margir til aö setja blett á alla heildina. Feögarnir Jóhannes Kristjánsson og Haukur Jóhannesson, með 10 laxa, sem þeir komu með af neðsta svæðinu eftir einn seinnipart i fyrra. Þá voru þeir búnir aö fylia kvótann. við Laxá var veiðin dræm. Jafn- vel þeir fisknustu fengu litiö eða ekkert. Einn seinnipartinn kom t.d. ekki nema einn 9 punda lax af þeim veiðisvæðum, sem veitt er á frá Vökuholti. Það var Gunnar Ragnars sem setti i þann lax og var hann mikiö öfundaður það kvöldiö, þó ekki væri fiskurinn stór. En Helga Halldórsdóttir, ráðskona átti ráð viö þessu. Hún hafði bara lax i kvöldmatinn, þannig aö allir fengu lax að lokum. Um kvöldið sátu menn yfir kaffibollum, og ef til vill örlitlu wisky tári, og röbbuöu saman, kannski örlitið snyeptir vegna aflabrests. Einn sagði: „Hvað skyldi Laxá i Aöaldal lifa lengi á fornri frægð? Hér sitjum viö ár eftir ár niðurbrotnir eftir léleg- an veiðidag en alltaf komum við aftur.” Nokkrir tóku undir þetta sjónarmið, en aðrir bentu á aö hvergi væri laxinn fallegri og vænni en i Laxá og fyrir eitt- hvað kæmu menn alltaf aftur og aftur. Ýmsar ástæður voru fundnar fyrir aflaleysinu. Ain væri orðin of heit, veðrið hefði verið lengi meö sama hætti, bjart og kyrrt. og fleira var nefnt. Þeir spökustu sögðu að ekki þyrfti annað en að vindátt breyttist, þá færi ’ann að taka. Aðrir óskuðu eftir migandi rign- ingu, þá væri hægt aö moka ’onum upp. Þegar leið á sam- ræðurnar uröu menn hýrari og um leiö bjartsýnni á veiðihorfur daginn eftir. Fór svo að áður en gengiö var til náða sáu menn fyrir sér landburö af laxi i dögum. Menn eru misjafnlega fisknir Það fer ekki milli mála, aö menn eru misjafnlega fisknir. Það er ekki nóg, að kaupa góðar „græjur”, það þarf lika að gera sér einhverja grein fyrir þanka- gangi og venjum þeirra fiska, sem á aö veiöa. Það þarf llka að þekkja árnar. Þaö er ekki sama hvar er kastað né hvernig er farið að þvl. Það þarf að setja mátulega þungar sökkur meö maöknum, þannig að hann sé I réttri hæð frá botni, huga að veðri svo nokkuö sé nefnt. Jóhannes Kristjánsson, bif- vélavirki á Akureyri, er með fisknari mönnum. Raunar virðist það ganga f ættir, þvi synir hans eru fast á hæla Jóhannesar í veiðinni. Um dag- HAMPIÐJAN HF gera, þegar þeir fara fyrir festur og sllta þannig úr sér. Þessir stóru eru eldri og reynd- ari, taka þvi rólegar fyrst eftir að þeir taka, heldur en smærri laxinn gerir. Þeir eru oft fljótari aö hugsa, en veiðimaöurinn er að svara hugsuninni hjá þeim, ég hef svo marg rekið mig á þetta”, sagði Jóhannes i lok samtalsins. Áin full af fiski En þó veiðin væri treg úr Laxá þegar blaðamaður VIsis var þar á ferð, þá hefur hún heldur betur glæðst. Sam- kvæmt upplýsingum sem Helga Halldórsdóttir ráðskona i Vöku- holti, haföi eftir Þórði Péturs- syni, veiðiverði, þá er áin full af laxi og veiöin góð. Fyrir helgina fór 24 manna holl frá Reykjavik til sins heima með 108 væna og fallega laxa i farangrinum og þeir veiddu vel i ánni á sunnudaginn, þegar Visir hafði samband við veiði- heimilið. Unnur Sæmundsdóttir og Lilja Sigurðardóttir, eru starfs- stúlkur I veiðiheimilinu. Þær halda sig nú yfirleitt við inni- verkin blessaöar, en á sunnu- daginn var þeim boðið að renna fyrir lax. Lilja reyndist fiskin og náði einum, sem reyndist 21 pund. afturlax. Fyrst voru rædd ævin- týri dagsins, en siðan tekið tii við að rifja upp gamlar veiöi- sögur. Sumar þeirra höfðu fengið á sig þjóösagnablæ i gegn um timanna rás:, laxarnir höfðu stækkað mann af manni. Þeir voru stórir sem komust á land, stærri voru þeir sem bitu á, en sluppu, og allra stærstir voru þeir sem sáust á sveimi, en höfðu vit á að bita ekki á. Sá allrastærsti Eftirfarandi veiðisaga var sögö I veiöiheimilinu og ég sel hana ekki dýrara en ég keypti: Einn ágætur ónefndur veiði- maður setti eitt sinn i ógurlega stóran lax á svo nefndu Stiflu- svæði. Hann þreytti laxinn lengi dags við erfiöar aðstæður, þar sem hann var á báti úti I miöri á. Hreyfingar laxins voru hægar og þungar. Það var ekki um að villast. Þetta var sá allra stærsti sem sögur höföu farið af. Veiöimaðurinn lagði sig allan fram og sá fyrir sér risafyrir- sagnir og myndir i dagblöðun- um. Sá sem sat undir árum réri af öllum lifs og sálarkröftum, svo bogaði af honum svitinn og hann var farinn að finna fyrir sárindum i lófunum. Eftir margra klukkustunda baráttu tókst aö komast að landi, en þar hafði safnast saman múgur og margmenni. Veiðimaðurinn notaði siðustu kraftana til að koma „stórhvelinu” á land og róörarmaöurinn var orðinn skinniaus i lófunum og að niöur- lotum kominn. En báðum brá jafn mikið þegar þeir sáu fisk- inn. Það reyndist vera garðgaff- all, sem bar þess merki að hafa legið I ánni um áraraðir. Hann veiddist á spún.og til sanninda merkis um þessa sögu, má sjá bæöi gaffalinn og spuninn 1 dag- stofu veiðiheimilisins. Misjöfn veiði—misjafnir veiðimenn Þegar blaðamaður VIsis var Gunnar Gunnarsson og Sigmundur ófeigsson gátu verið ánsgðir með veiðina, 5 væna laxa eftir morgunstund á neðsta svæöinu. U HB BB M. Hb UU ■ Hampiðjan framleiðir nú drenrör fyrir jarðvatnslagnir, auk röra fyrir regnvatnslagnir og skolp. Þar með geta menn nú lagt fiestar tegundir frárennslis með plaströrum frá Hampiðjunni. Efnisþykkt og mál drenröranna eru þau sömu og á 110 mm skolprörum, tengi- og breytistykki fyrir allar tegundirnar eru hin sömu. Því er vandalaust að ná endum saman, beygja upp, beygja niður, út og suður að vild. Drenrörin eru úr hörðu Polyvinylchlorid (PVC) án mýki- og fyliiefna og götuð (sbr. mynd). „Lax, lax, lax og aftur lax. Þaö eina sem þú hugsar um er bara la-a-ax”, er viðlagið i laxa- söng Guðmundar Jónssonar, sem átti vinsældum að fagna i óskalagaþáttum útvarpsins á árunum. Þar eru eiginkonunni lögð þessi orð I munn, en eigin- manninum lýst með óiæknandi veiðidellu. En eru laxveiöimenn jafn miklir „dellukarlar” og fram kemur I söng Guðmundar? Blaðamaður Visis skrapp aust- ur að Laxá i Aðaldal á dögunum til að komast i kynni við laxinn. Ekki vildu þó þeir giæstu fiskar I þeirri frómu á gerast laxmenn blaöamannsins, þvi hann fór með „öngulinn I rassinum ” heim, en slikt er það nefnt á „fagmáli”, þegar enginn fiskur- inn fæst. Það var fátt annaö rætt á veiði- heimilinu Vökuholti en lax og Gunnar Ragnars með eina laxinn, sem veiddist I Laxá frá Vökuholti, einn seinni- partinn. Daginn eftir setti Gunnar i þann stóra, 26 punda lax. Þær sjá um aö öllum liöi vel i veiöiheimilinu, f.v. Unnur Sæmundsdóttir. Helga Hall- dórsdóttir ráöskona, og Lilja Sigurðardóttir. inn kom Jóhannes með 30 laxa eftir 3 daga úr Laxá, á meöan aörir fengu 1 eftir jafn langan tima á sömu veiðisvæöum. Voru það þó engir aukvisar. Jóhannes var spurður hvaða galdur væri fólginn I þvi að vera fiskinn? „Það er aö nota réttu veiðar- færin við réttar aöstæður, ég held aö það sé nú ekki annað”, svaraði Jóhannes. „Ég fékk 20 af þessum 30löxum á efri svæö- unum á flugu, en veöriö var bjart og gott þessa daga sem ég vari ánni. Hins vegar tekur lax- inn fluguna illa þegar hann er að koma beint úr sjónum og á neðsta svæðinu fékk ég 7 laxa á maök. Þá þrjá sem upp á vantar fékk ég á spún á efri svæöunum. Flestir voru laxarnir mið- lungsstórir, sá stærsti 18 pund, Arni Jónsson hefur veitt mikið I Laxá, en ildrei áður fariö laxlaus af neðsta svæö- nu. t sárabætur fékk hann þennan lax, ánaðan hjá Sigmundi, til myndatöku. SB QP BBI BB BEB WU BB WU BBB IBB BB Þessi rör má jafnframt nota í sameiginlega Dren- og regnvatnslögn, þar sem jarðvatnslögnin er eingöngu notuð til að ræsa fram og þurrka lóð. Drenrörin frá Hampiðjunni eru framleidd í 1 m, 2 m, og 5 metra lengdum. Þau eru endingargóð og auðvelt er að leggja þau. Drenrörin frá Hampiðjunni eru íslensk gæðavara sem fæst í byggingavöruverslunum víða um land. Á sölustöðunum tiggja frammi upplýsingabæklingar, sem segja nákvæmlega til um eiginleika röranna og hvernig beri að ganga frá þeim í jörð. en ekki nema 2 smáláxar irinan við 10 pund. Ég setti i stærri fiska, en var einn og réði ekki við þá og þeir slitu. Fiskifræð- ingar segja að laxinn hugsi ekki, en þeir erú snúnir þessir stóru, og vita alveg hvað þeir eru að ■B BH HB BH ■■ Bi BUB BHIBBnBBBUiWBiBBIMBBB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.