Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 14
VtSIR Fimmtudagur 24. júll 1980 14 SIÍ$:í5:í:S:S:;^:: 1& 'iö Eins og endurf luttar stólræður „Allt fram streymir endalaust — ár og dagar Höa." Mér skilst, aö þeir stundi samæfingu & þessu ágæta islenska ljóöi á rikisstjórnar- fundum, sen annaö gera" þeir vist ekki. „Hvar skyldiannarsþetta allt saman enda?" spyrja borgar- arnir um þessas mundir, sem ekki hafa slegio vandamálunum upp i kæruleysishjal. Er ekki ráöamönnum ljóst, hverslags endemis vitleysa ýmsir þættir i stjórnkerfinu eru? Hversvegna gera þeir ekkert? Visitöluf jölskyldan er sett hér i Reykjavik og þess vegna verður að reka Hitaveitu Reykjavlkur með bullandi tapi til þess ao hún hækki ekki hita- veitugjöld.sem kæmi þá niður á visitölufjölskyldunni og þvi framfærsluvisitölunni. Frekar er almenningur látinn lifa i blekkingum, svo ab skriöan fari ekki af stað. Sama er um brauöin. Þau sér- stöku brauö sem sett eru i visi- töluna, má ekki hækka og er þvi sama uppi á teningnum þar og hjá hitaveitunni. Veröið er blekking, sem enginn stendur un'dir. Önnur brauð eru mun dýrari, liklega meö rétt verð — en almenningur hefur ekki efni á að kaupa þau, þvi að fram- færsluvisitalan hækkar ekki i hlutfalli við almennan matar- kostnað. Þá er það blessað kindakjötið. Mér skilst, að það sé á algjöru botnverihjá kaupmönnum, sem er svo bent á að selja bara annað kjöt dýrara. Svo hrópa fyrirmenn þessa þjóðfélags, að það verði að gera eitthvað fyrir svlna-og kjúklingabændur um leið og þeir auka fóðurgjald á þá. Það er ljóst að hér minntist ég aðeins á þætti, sem við höfum nýlega heyrt af, en það er einnig ljóst að þessi visitölu f jölskylda hlýtur aö tilheyra fjölskyldu, sem lifði á kreppuárunum við fábreytta kjötfæðu, vatn og brauð. Tugþúsundir bila eru i landinu og sifellt hækkándi bensinverð, -þökk sé sköttunum, - gerir það að verkum, að menn geta ekki leyft sér ökuferö út úr bænum um helgar. Allur hinn gifurlegi kostnaður, sem fylgir einka- bílismanum er hvergi nefndur hjá þessum háu herrum, sem leika sér að þvi að blekkja sjálfa sig i kokteilboðum og samæfing- um i kjólfatnaði vegna þess, að þeir þora ekki að takast á við vandann eins og hann er og ger- breyta stefnunni. Þetta eru svo sem alltaf sömu mennirnir, sem stjórna. Einhvern tima var mikið grin gert að presti fyrir norðan, sem leitaði i koffortinu sinu að gömu stólræðunum og endurflutti með vissu millibili. Mér sýnist full ástæða til þess að væna þessa háu herra um það sama — en það er bara ekkert til þess að hlæja að. Það er kominn timi fyrir nýtt blóð inn i þetta bákn, sem streymir fram slaukið og að þvl er virðist endalaust. Æðarnar eru i góðu lagi og heilsuvon er mikil, ef stjórnmálamenn og af- ætuhópar þeirra geta brotist undan viðjum klikuskapar og gengið til verka af dugnaði og skynsemi. Þá þýðir ekkert froðusnakk um dug og djörfung, visku og drenglyndi — nú þurf- um við hæf a menn. Skúli Guömundsson. „Þetta eru svo alltaf sömu mennirnir sem stjórna", segirbréfritari. „Skoöanakönnun um bjórinn! 99 „öllari' „Hvers hringdi: vegna I ósköpunum efnir Vlsir ekki til vlðtækrar skoðanakönnunar um það hvort leyfa skuli sölu á almennilegum bjór á íslandi? Blaðið sér ástæðu til að kosta stórfé 1 að komast að þvi hvaða pólitikus sé vinsælastur, hversu margir eru hlynntir rlkisstjórninni og þar fram ef tir götunum, en lætur sig engu varða mannréttindamál á borð við bjórinn. Ég er ekki I nokkrum vafa um að yfirgnæf- andi meirihluti Islendinga vill fá að ráða þvi sjálfur hvort kneifa skal öl eða ekki, og slik niðurstaða úr skoðanakönnun myndi styrkja baráttuna fyrir þessu réttlætismáli. Það má llka skjóta þvi að rit- stjórum VIsis, að það er til litils að gaspra um frelsi einstakl- ingsins og sjálfsákvörðunarrétt borgaranna I ritstjórnargrein- uni, ef menn þora siðan ekki, af ótta við nokkur kvenfélög og Halldór bannpostula á Kirkju- bóli, að taka afstöðu i „prinsipp- máli" sem þessu. ^mmmmmmí Il&iæMIIlipi^ Glæstir sigrar // Knattspyrnuf an" skrifar: Einhver furðufugl skrifaði lesandabréf I þennan dálk, á dögunum og gerði það að tillögu sinni að við legðum niður is- lenska landsliðið I knattspyrnu, hvorki meira né minna. Ekki veit ég hvort þessi maður er með „allt I lagi á efri hæðinni" þvi hann fullyrðir að landsliðið verði sér ávallt til skammar i keppni. Þessum furðufugli er hægt að benda á marga glæsta sigra okkar manna i landsleik, og er skemmst að minnast sigursins yfir A-Þjóðverjunum hérna um árið. sandkorn Óskar Magnússon skrifar Jðl í miðrf viku t nýjasta hefti blaðsins Hds og hfbýli er margt efni létt, Hpurt og giska gott. Meðal annars fjallar Auður nokkur Haralds, sem aldrei hefur ver- ið minnst á áður, á nýstár- legan hátt um matarupp- skriftir. Henni farast svo orð: — Menn hafa oft fallið fram og tilbeðið brdnuðu kartöflurnar minar, og þótt það sé' oft öviðkunnanlegt að hafa fólk flatmagandi á eld- hiísgólfinu I miðri máltið, þá fylgir leyndarmálið hér: Mað- ur tekur þrjár mjög vel rdnn- aðar matskeiðar af sirópi, kemur þeim fyrir á heitri pönnu ásamt tveim matskeið- um af smjöri, hellir niður- skornum kartöflum útl, stráir salti yfir og veitir þessum fit- andi o'siíma vel. Þetta er eins og jól i miðri viku. — Fer vai- björn ekkl? Nokkur áhöld munu nd vera um það hvort margfaldur heimsmeistari öldunga, Val- björu Þorláksson, komist á Evrdpumeistarakeppnina f ár. Astæðan er sögð einhver mis- skflningur milli KR, félags Valbjörns. og Frjálslþrótta- sambands íslands um þátt- tökutilkyiiningu. KR mun hafa ætlað FRl að tilkynna þátttök- una, en FRl taldi KR eiga að sjá um það. Nd er verið að vinna I þvf að koma þessu máli I höfn, þrátt fyrir að frestur sé dtrunninn. Laglegt maður, ef sjálfur heimsmeistarinn kæmist ekki vegna misskiln- ings! SunnudagsbiaD Þlóðvilians Nd mun afráðið ,að Guðjón Friðriksson blaðamaður á Þjdðviljanum taki við svo- nefndu sunnudagsblaði þess blaðs. Þdrunn Sigurðardóttir hefur séð um blaðið i sumar, en ekki var gert ráð fyrir frek- ara framhaldi á þvl enda hdn bara f sumarvinnu hjá Þjóð- viljanum. Guðjón er penni ágætur og verður gaman að fylgjast með blaðinu undir hans handleiðslu. Þess má annars geta, að sunnudagsblaðið kemur dt á laugardögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.