Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 16
VISLR ,Fimmtudagur 24. júll 1980 ::¥í:*>:*:W::;: ¦ lí st :¦<:¦::>:¦<:•¦::¦: ' ¦''¦.. 16 Umsjón: * Magdalena Schram Anna M. Jónsdóttir formaður Leikfélags Neskaupstaðar. —K.Þ. Á ferð um Austfirði: „Draumurinn er Drjú verk á vetri' - seglr Anna M. Jónsdöltir, formaður Leikíeiags Neskaupsiaðar ,,l>aft er oft erfitt aft koma saman hópum, sérstaklega ef um mannmargt stykkier aöræfta. í<:g tala nú ekki um, ef umrætt stykki er 2. eoa 3. verk vetrarins, þá erum við oft bdin aft ganga fram af fólki, svo erfitt er aft fara fram á meira". Það er Anna M. Jóns- dóttir, sem þetta mælir, en hún er formaður Leikfélags Nes- kaupstaftar og hefur starfaft sem slfk I tæpt ár. Leikfélagið var stofnað árið 1950 og er þvi 30 ára um þessar mundir. Blaðamaður VIsis var á Nes- kaupstaö fyrir skömmu og hitti þá meðal annarra önnu M. Jónsdóttur að máli. „I vetur settum við upp „Andorra" og sýndum það tvisvar hér og einu sinni á Reyðarfirði og voru syningarn- ar nokkuö vel sóttar. Annars förum við mikiö I leikferðir hér um firðina og getum við ekki kvartað yfir áhugaleysi úr þeirri átt," sagði Anna, er hún var spurð um aðsókn að upp- færslum leikfélagsins. „Hér á Neskaupstað sýnum við I Egils- búö, en leigjum Tónabæ undir æfingar. Hun sagði, að töluveröur á- hugi væri á leiklist á Neskaup- stað og störfuðu margir að henni, þótt leikfélagatal væri nokkuð á huldu. Hún sagði enn- fremur, að þau hefðu verið mjög heppin með, að á Neskaupstað hefði búið undanfarin 8-9 ár Kjartan Heiðberg, en hann hefði samið ýmis verk sérstaklega fyrir leikfélagið. Þar mætti nefna „Grenið", sem þau sýndu fyrir nokkrum árum, en Leik- félag Þorlákshafnar hefði sett upp I vetur, og „Vaxlif," sem hefði verið fært upp I fyrra hjá peim, en hjá Leikfélagi Mosfells sveitar I vetur. Einnig mætti nefna smáþætti, sem Kjartan hefði útbúiö fyrir þau i fyrra um Emil i Kattholti. Annars sagði Anna, að hjá á- hugafélögum sem þessum væri oft óhægt um vik, t.d. með æf- ingar. Fólkið, sem i þessu væri, væri áhugafólk og væri i vinnu annars staðar, svo æfingar og annað kæmi oí'an á allt annað. Einnig væri erfitt að finna tima fyrir æfingar þannig að allir gætu komið. Hún sagði, að þau sjálf sæju um allt, m.a. leiktjöld ög leikmynd, og allt væri þetta sjálfboðavinna. Eini launaði maðurinn væri leikstjórinn. Auk þess að vera formaður leikfélagsins, er Anna húsmóðir og leikari, og sagði hún það f ara ágætlega saman. „Nú erum við að sækja um styrk til Félags Islenskra leik- félaga til aö geta haldið áfram, þar sem f járhagurinn er vægast sagt bágborinn," sagði Anna, „og gangi þaö er ætlunin að setja upp einhvern farsa meö haustinu, en draumurinn er að setja upp þrjú verk á vetri og þar með talið barnaleikrit", sagði Anna að lokum. —K.Þ. Bubbi kemur með vorið Það vorar ekki aðeins I islenskri kvikmyndagerð, með Bubba Mortens er komið vor f Islenskri popptónlist, þó enn sé e.t.v. nokkuð langt í sumarið. Bubbi er býsna efnilegt piltbarn, hann fær góðar hugmyndir og tekst yfirleitt að nýta sér þær til fulls, hann er frakkur og áræðinn og krafturinn er meö eindæmum, og hann er trdverðugur I textum sinum. Þetta er meira en hægt er að segja um marga aöra nýliða. Miðað við það hversu tengsl okkar við helstu poppmiðstöðvar heimsins eru mikil, þykir mér ó- trúlega langur timi hai'a liðið frá nýbylgjubyltingunni I Bretlandi þar til ahrií' hennar komu berlega og jákvætt I ljós hér heima. Um Fræbbblana og aðra minni háttar spámenn pönkbylgjunnar ræði ég ekki,þeirra afkár kom þremur ár- um of seint. Raunar er Bubbi ekki hreinræktaður nýbylgjurokkari af breskri gerð, enda væri sllk eftiröpun smekkleysa. Rætur Bubba eru miklu dýpra I rokk- tónlistinni, þar sem vitt er til veggja og hátt er til lofts. Fjöl- breytni fyrstu plötu hans vitnar rækilega um þetta. Nokkru áður en Bubbi vakti verulega athygli hafði hann sjálf- ur labbað sér inn i stúdió þeirra erinda að gera plötu. Seinna hugðist hann sjá til með það hvort útgefandi fehgist en ella gefa hana út sjálfur. Utangarðs- menn voru þá ekki komnir til sög- unnar og koma þvl aðeins fram I einu lagi plötunnar „Jón pönk- ari". Trúlega hefur Bubbi ætlað að »reisa sér einhvers konar II tónlist Bubbi sjálfur á fullri ferð. Tónlist: Gunnar Sal- varsson skrifar um popp. minnisvaröa með plötunni, þvl lögin eru úr það ólikum áttum að engu er Hkara en platan hafi fyrst og síðast átt að bera höfundi sinum vitni um fjölhæfni. Samt er fjölbreytnin vart til lýta. Fyrri hlið plötunnar er rokkuð, gúanórokk hefur Bubbi sjálfur nefnt það, en hann hefur sem kunnugt er starfað sem farand- verkamaður frá fimmtán ára aldri. A hinni hliðinni, sem er af- slappaðri og yfirvegaðri, kennir margra grasa, en bágt á ég með að gera upp á milli einstakra laga. Bubbi hefur margt að segja I textum sinum og vissulega talar hann tæpitungulaust, en þegar á allt er litið eru textarnir þo veik- asti hlekkur plötunnar. Sérstak- lega dregur kauðskt orðalag þá niður á köflum, en miðað við islenska dægurlaga texta al- mennt, — þá er Bubbi stórskáld. Prófsteinninn á raunverulega getu Bubba verður næsta plata. Otgefendur bltast um hann og hann fær nógan tima I stúdiói. Þá fyrst verður kveðið uppúr með það hvort hann er það sénl sem sumir ætla. En byrjunin lofar góðu. —Gsal Sfðasta sýningin á Flugkabarett verður á laugardag kl. 22.00. Slðustu sýningar niá Júif-ieiKhúsinu Nú fer hver aö veröa slðastur til að sjá sýningar Júli leikhússins á Flugkabarett, en síöustu sýn- ingarnar verða n.k. föstudag og laugardag og hef jast þær kl. 22.00 báða dagana. Eins og kunnugt er, hefur verk- ið verið sýnt á Hótel Borg, og hefur þessi nýbreytni mælst vel fyrir. —K.Þ. Opið hús í Norræna húsinu Þjóödansafélag Reykjavflcur stendur fyrir Opnu húsi i Norræna húsinu fimmtudaginn 24. júli n.k. Hefst dagskráin með þjóðdansa- sýningu kl. 20.30, en siðan verður sýnd myndin „Sveitin milli sanda" gerð af ósvaldi Knudsen. í anddyri hússins er sýning á verkum dönsku listamannanna Sven H. Mikkelsen og Kjeld Hel- toft, en -Jpar sýna þeir grafik- myndir frá íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Skandinaviu og viðar aK Grænlandi, að. Aðgangur er ókeypis og öllum eimill, en bæði kaffistofa og heimill, en bæði kaffistofa bókasafn verða opin —K.Þ. Um helgina verða tónleikar i Skálholtskirkju. SftMLEIKUR I SHALHOLTSKIRKJU Eins og undanfarin fimm sum- ur verður efnt til sumartónleika i Skálholtskirkju og verða hinir fyrstu helgina 26. og 27. júll. Tónleikarnir, sem standa yfir I klukkustund, eru á laugardögum og sunnudögum og hefjast kl. 15. Aðgangur er öllum heimill og hægt er að fá kaffiveitingar að loknum tónleikum. Sumartónleikarnir hefjast að þessu sinni með samleik Ingvars Jónassonar, lágfiðluleikara, og Helgu Ingólfsdóttur, sembal- leikara. Þau munu m.a. frum- flytja nýtt verk eftir Jónas Tómasson, sem nefnist „Notturno", en það er sérstak- íega samið með kirkjuna og Skál- holtsstað I huga. A tðnleika- skránni eru einnig verk eftir Jón Asgeirsson, M. Reger, M. Corette og J.S. Bach. —K.Þ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.