Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 22
VÍSIR Fimmtudagur 24. júll 1980 22 Vöni-og brauðpenmgapVöniávisanr Peningaseðlar og mynt Gömul umsiög og póstkort FRIMERKI Alltfyrírsafnarann Hjá Magna Laugavegi 15 Sími 23011 'LítJffllOíHIRÍ! Frimerki íslensk og erlend, notuð, ónotuð og umslög Albúm, tangir, stœkkunar- gler o.fl. ávallt fyrirliggjandi. Póstsendum. FmtlERKJAMIÐOTÖÐIN SKÓLAVÖROUSTÍG 21A, PÓSTHÓLF 78. 121 RVK. SÍMI 21170 ÞÓRSMÖRK ÚTIVERA OG GÖIMGUFERÐIR Sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavik Arjeg sumarferö Framsóknarfélaganna i Reykjavík verður farin sunnudaginn 27. júlf n.k. Faríð vérður í Þórsmörk. Lagt verður af stað frá Rauðarárstig 18 kl. 7.30. Aðalfararstjóri verður Jón Aöalsteinn Jóns- son, form. fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna i Reykjavik. Verð fyrir fullorðna verður kr. 10.000.- og kr. 5.000.- fyrir börn. Míðasalan er hafin og er aó Rauðarárstig 18. Aliar nánari uþpl. eru veittar í síma 24480. Veöurguöirnir eru ailtaf hliðhollir Framsóknarmönnum. Umboðsmaður óskast á Höfn, Hornafirði frá 1. ágúst. Uppl. gefur dreifingarstjóri í síma 28383 Umsjon: Hálfdán Helgason. 40. ÞÁTTUR ISLAND I 50. SÆTI Aöur hefur verið sagt frá þvl hér I þættinum að italska fri- merkjablaöið „II Collezionista Italia Filatelica" stendur ár- lega aB vali fallegasta fri- merkisins frá árinu áður. Nú nýlega voru birtar niöur- stöour skooanakönnunar bla&s- ins varðandi frímerki sem útef- in voru áriö 1979 og reyndust fri- merki frá Frönsku Pólyneslu sem gefið var út i tilefni af al- þjóðlega barnaárinu, hafa fengiö flest atkvæði. Þátttöku- þjóðir voru 102 og næst á eftir sigurvegaranum komu: 2) Ruanda, 3) Austurriki, 4) Bret- land, 5) Kúba, 6) Kýpur, 7) Monaco, 8) Kolumbla, 9) Spánn, 10) Cook eyjar, 11) Grikkland, 12) Svlþjóð, 13) Liechtenstein, 14) Belgia, 15) Brasilia. t 31. sæti lentu Færeyjar, Noregur I 42. sæti, Island 1 50., Finnland i 53. og Danmörk i 83. sæti. Ekki er mér kunnugt um hvaða islenska frimerki frá ár- inu 1979 var valið til þessarar samkeppni en ekki kæmi það mér á óvart þótt I ljós kæmi að það hafi verið Snorra Sturlu- sonar merkið, sem út kom 1. nóv. s.l. Þvl miður verður að segjast eins og er að fátt var um fina drætti varðandi frlmerkjaút- gáfur siðast liðsins árs. Þótt gleðileg megi teljast sú þróun að af 11 merkjum, sem út komu voru 6 þeirra djúpprentuö og veröur að hverfa allt til áranna fyrir 1960 til að finna stálstungn- um merkjum jafn hagstætt hlut- l'ali. A siðasta ári komu út hvorki meira né minna en 5 merki i flokknum „Merkir Is- lendingar" og voru þau öll djúp- prentuð og eins var um merkið sem gefið var út i minningu Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans Ingibjargar Einars- dóttur. Ekkert þessara merkja er þo af þvi taginu að það geti kallast fallegt og verður það að setjast á reikning myndefnis fremur en prentaðferðar. Onnur merki ársins 1979 voru öll sólprentuð og fyrst á ferðinni voru Evrópumerkin, sem að þessu sinni voru meö myndum ur sögu póst- og simaþjónust- unnar. Heldur eru þessi merki flatneskjuleg og engan veginn til þess fallin að bera hróður is- lenskra frimerkja vitt og veröld alla eins og ávallt á að stefna að. Skemmtilegt merki kom út I til- efni alþjóða barnaársins. Var það teiknað af ungri listakonu, Nönnu Huld Reykdal (f. 1971) sem þar með rauf „einokun" Þrastar Magnússonar á gerð is- lenskra frimerkja a.m.k. það árið. Það merki, sem mér finnst geta keppt við Snorra Sturlu- sonarmerkið, sem fallegasta is- lenska frimerkiö árið 1979 kom út 12. sept og var myndefnið skjaldarmerki íslands, til 1904 og 1904—1919. Agætt merki en ég myndi velja Snorra. Hvað myndir þú gera? Sendu þættin- um linu og segðu álit þitt á is- lenskum frimerkjum. Hvað þarf aö gera til þess að vitnisburður um Islensk frímerki verði miklu betri en sá, sem fram kemur i áðurnefndri skoðanakönnun hins þekkta italska frimerkja- blaðs? Merkl Dáttarins Spánn: 27. jUní s.l. var gefið út frimerki I tilefni af þvi að 100 ár eru liðin frá fæöingu Helenar Keller frá Bandarikjunum. Fallegasta frlmerkið 1979. Aðeins tæpra tveggja ára að aldri varð hún bæði blind og heyrnarlaus af völdum heila- himnubólgu. Fimm árum siðar komst htin I umsjá kennslukon- unnar Ana Sullivan og brátt kom i ljos að heili Helenar hafði engan skaða hiotið af völdum hins afdrifarika sjUkdóms. Af dæmalausri elju og mennt- unarþrá tókst Helen Keller að ljiika háskólanámi árið 1904 og lif sitt og starf helgaði hUn þeim meðbræðrum sinum, sem hlotið höfðu sömu örlög og hiin sjálf, blindu og heyrnarleysi. Helen Keller og starf hennar varð þekkt um viða veröld ekki sist vegna fjölmargra bóka er hún ritaði. Fjölmörg frimerki hafa verið gefin út til að minna á þau vandamál er blindir eiga við að strlða og söfnun þeirra gæti orð- ið að áhugaverðu mótifsafni. Otgáfudagsblðð: Framtak safnara noröur á Akureyrl Fjöldamargir eru þeir, sem fást við söfnun fyrsta dags umslaga, bæði ötulir safnarar og eins þeir, sem ekki telja sig beint safnara en kaupa þó jafnan allar útgáfur og Ieggja til hliðar svona upp á seinni timann eins og þeir kalla það. Auðvitað safnar hver og einn eins og hugur hans stendur til en sjálfum hefur mér lengi fundist slik söfn- un heldur snauð. Til dæmis er engan fróðleik um sjálfa útgáfuna að hafa af Fyrsta dags umslögum og með grátlega fáum undantekningum er fjárhagslegur ávinn- ingur vægast sagt óviss. Það er helst að sjálfur stimpillinn geti á stundum orðið manni að gagni. Til þess að ráða bót á þessum augljósu vanköntum Fyrsta dags umslaga hófu þrir safnar- ar á Akureyri Utgáfu svonefndra útgáfudagsblaða. Hugmyndina munu þeir hafa sótt til Frakklands og þýskalands en þar hafa blöð með líku sniði verið gefin út um langt skeið og njóta mikilla vinsælda. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er frlmerkið stimplað á forhlið blaðsins en á bakhlið þess eru svo ýtarlegar. upplýs- ingar um vitgáfuna sjálfa og myndefnið eða tilefni útgáfunn- ar. Þannig er allt við hendina samtlmis: frlmerkið, stimpill- inn og fróðleikurinn. Betra getur það ekki verið. Blöðin erú af stærðinni A5 (15x21 cm), gefin Ut i 200 eintðkum og aðeins seld áskrifendum. Þegar blöðin komu fyrst Ut, fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári hlutu þau góðar viðtökur safnara en þrátt fyrir það eða kannske þess vegna hafa Utgefendur af litillæti slnu litð haldið þessum ágætu blöð- um á lofti. Þvi munu enn nokkr- ar áskriftir óseldar eftir þvi sem ég best veit. Þvi ráðlegg ég þeim, sem vilja safna Fyrsta dags utgáfum, sem „vit er I" að hafa samband við Uttefendur sem fyrst og tryggja sér áskrift þvi ekki verður auðveldara að komast yfir blöðin siðar. Útgefendureru: Arni Friðgeirs- son, pdsthólf 9, 600 Akureyri, simi 96/22747, Jón Geir AgUstsson, pósthólf 13, 600 Akureyri, simi 96/21212 og Sveinn Jónsson, Ytra-Kálfs- skinni, Arskógsströnd, simi 96/63165.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.