Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 24.07.1980, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 24. júlí 1980, síminner 86611 veðurspá Skammtfyrir austan land er 995 mb lægð, sem þokast norðnorð- austur og 1000 mb smálægð um 300 km vestur af Reykjanesi, hreyfist austsuðaustur. Hiti breytist litið. Suðurland: NV gola eða kaldi. Bjart veður að mestu en hæt.t við sfðdegisskúrum. Faxaflóiog Breiðafjörður: N og NV gola eða kaldi. Skýjað með köflum og siðdegisskúrir á stöku stað. Vestfirðir: NA og slðar N gola til landsins en kaldi á miðun- um. Skýjað og viða dálitil rign- ing, einkum norðan til. Norðurland vestra til Austur lands: NV gola eða kaldi Skýjað og viða dálitil rigning eða súld. Austfirðir: N gola og rigning i fyrstu, en siðan NV gola og léttir til smám saman. Suðausturland: V og NV gola eða kaldi. Bjart veður að mestu, en þó víba siðdegisskúrir. Veðrið hér 09 Har Klukkan sex i morgun: Akureyri súld 8, Bergen rign- ing 14, Helsinki létskýjaö 19, Kaupmannahöfn léttskýjaö 19, Osló þokumóða 15, Reykjavfk skýjaö 7, Stokkhólmur létt- skýjaö 9. Klukkan átján I gær: Aþena skyjað 21 Berlin heiðrikt 22. Feneyjar heiðrikt 23, Frankfun léttskýjað 24, Nuuk léttskýjað] 22, Laz Palmaz skýjað 24, Mall orca heiðskirt 27, New York skýjað 24, Paris léttskýjað 26 Róm heiðrfkt 24, Malaga heið skfrt 28, Vfn létskýjað 22 Winnipeg léttskýjað 26. Loki segir ólafur Ragnar er sannfærður um að honum takist að drepa Flugleiðir og vill þvi ekki heyra minnst á nýja flug- stöðvarbyggingu á Keflavfk- urflugvelli. Ólögieg saia á verka mannabústöðum - Halnarfjarðarbær krefst forkaupsréltar Miklar deilur hafa risið um kaup og sölu á ibúðum sem byggðar voru á sfnum tima á vegum Byggingarfélags alþýðu í Hafnarfirði. Upphaf þessa máls má rekja nokkur ár aftur I timann og er ljóst, að a.m.k. fimm þessara fbúða hafa verið seldar á frjálsum markaði, sem gengur þvert á lagaákvæði um kaup og sölu verkamannabú- staða auk þess sem slik viðskipti ganga gegn þeim tilgangi, sem liggur að baki tilveru Byggingarfélags alþýðu f Hafnarfirði. Auk kaupenda og seljenda blandast inn I deilur þessar fasteignasölur bæði I Hafnar- firði og Reykjavik, Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og Byggingar- félag alþýðu í Hafnarfirði. Tveir slðast nefndir aðilar hafa for- kaupsrétt á ibúðum þessum og I þeim tilfellum, sem hér um ræð- ir, hafði þáverandi formaður Byggingarfélags alþýðu afsalað forkaupsréttinum fyrir hönd félagsins. Bæjarstjórn Hafnarf jarðar á- kvað hins vegar á fundi sinum nýverið að krefjast forkaups- réttarins og er sú krafa byggð á endurmati á ibúðunum, sem bæjarstjórnin lét gera eftir að grunur kom upp um, a ð ólöglega væri staðið að þessum viðskipt- um. Samkvæmt matinu mun þvi bæjarstjórn gera kröfu um að kaupa ibúðirnar á mun lægra verði en þær voru seldar á fyrir ári og tveimur árum. Mál þetta er nú á afar við- kvæmu stigi enda ljðst að áhrif- in eru keðjuverkandi. Þannig standa kaupendur ibúðanna nú uppi afsals- og Ibúðarlausir, en með kröfu á hendur seljendum. Seljendur hins vegar, sem I flestum tilfellum hafa f járfest i öðrum ibúðum með hliðsjón af söluumræddra ibúða, mega bú- ast við að fá fyrir þær mun lægra verð samkvæmt for- kaupsréttarkröfu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Fasteignasölur þær, sem hér eiga hlut að máli eiga að tryggja, að viðskipti sem þessi séu lögum samkvæmt og þvi hljóta þær að bera einhverja á- byrgð i máli þessu, — svo og fulltrúi byggingarfélagsins, sem á sfnum tima afsalaði for- kaupsréttinum fyrir hönd félagsins og lagði þar með blessun sina yfir þessi viðskipti. Visi er kunnugt um, að bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hefur gert tilraun til að finna einhvern samningsflöt á máli þessu, en án árangurs. —Sv. G. Fyrsta konan sem flogið hefur eitt þúsund kflómetra f svifflugu, Doris Grove, er nú stödd hérlendis ásamt Tom Knauff, sem er fyrrverandi heimsmeistari f markflugi á tvfsætu og amerikumeistari f lang- flugi. Doris Grove er sex barna móðir og fékk flugréttindi sin fyrir fimm arum. Þessir svifflugskappar eru staddir hér á vegum Flugmálafélags tslands oghalda fyrirlestur Ikvöld I ráðstefnusal Hótels Loftleiða f kvöld um svifflug og sýna litskyggnur frá ferðum sinum. A myndinni eru þau Grove og Knauff ásamt Þorgeiri Arnasyni formanni Svifflugfélagi Islands. __as ostasaia eykst - en... Mikill samdráll- ur í sölu á smjöri „Það hefur verið 25% minni sala á smjöri það sem af er árinu, miðað við árið I fyrra, sem var svona sæmilegt meðalár" sagði Öskar . Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar, er Visir innti hann eftir sölu á smjöri og ost^m um þessar mundir. „Hinsvegar hefur orðið 10% magnaukning á ostum, þar sem af er árinu og það má búast við, að ostasala aukist enn með haust- inu, er við setjum fleiri gerðir á markaðinn" sagði Óskar. Skýringuna á hinni dræmu smjörsölu, sagði Öskar vera fyrst og fremst verðspursmál, hvernig smjörið stenst samkeppni við aðrar vörur á markaðnum. —AS Húsbyggjendur í Hvammahverfi I Hafnarfirði: Fá ekki rafmagn nema peir grelði fyrir sjónvarpstaug ibúar svonefnds Hvammahverfis í Hafn- arfirði geta ekki fengið rafmagn í hús sín nema greiöa um leiö gjald fyrir lagningu sjónvarpskap- als, sem lagður er með rafmagnslögninni. Gjald fyrir rafmagnstaugina er um 240 þúsund krónur en fyrir sjónvarpstaugina er stofnkostnaður um 260 þúsund. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal fbúa hverfisins vegna þessa máls, og reyndar ánægju lfka, en hinum óánægðu þykir miður að þurfa að kosta lögn á sjónvarpstaug hvort sem þeir hafi I hyggju aö hafa sjón- varp eöur ei. Akvörðun um þetta mál var tekin af Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar fyrir u.þ.b. ari Ekki dýrara en fallegra „Rökstuðningurinn að baki ákvörðunar bæjarstjórnar var I fyrsta lagi sá, að þetta yrði ekki dýrara en ef hver og einn setti upp loftnet á sitt hús"„ sagði Arni Grétar Finnsson bæjarfull- trúi I Hafnarfirði. Arni sagði að ekki hefðu fegurðarsjónarmið siður vegið þungt, þar sem meö þessu væri verið að komast hjá heilum skógi loftneta. Hann sagöi að þaö væri auðvitað alltaf spurning hvað bæjarfélag ætti" að ganga langt I efnum sem þessum, en ekki væri vaf' — lagalega heimild til verksins þar eð þessi kvöð hefði komið fram f byggingarskilmálum. Reynt að gera hverfið fallegt Arni Grétar Finnsson sagði, að mikil áhersla hefði verið lögð á að gera þetta hverfi sem allra fallegast. Tlmi til skipulagn- ingar hverfisins hefði verið mjög rúmur, og lóðir og úti- vistarsvæði væru meö rýmra móti. Hann gat þess að hverfið I heild heföi veriö mun dýrara en önnur hverfi og heföi þurft að taka lóðir þar eignarnámi. Arni sagði að ekki væri um annað að ræða I sliku tilviki sem þessu, að annað hvort væru allir með eða enginn. Jónas Guðlaugsson, rafveitu- stjóri i Hafnarfirði.sagði I sam- tali við Visi, að með lágningu þessa kapals skapaðist mögu- leiki i framtiðinni fyrir einka- sjónvarpskerfi ibúa Hvamma- hverfis og auk þess auðveldaði sjónvarpstaugin móttöku efnis frá gervihnöttum f framtfðinni. —ÓM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.