Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 5
Utvarp Kl. 22.35 miðvikudag AráOstefnu EvrópuþjóÐa fyrir sautján árum var tslendingum úthlutað nógu miklu plássi á FM-bylgjusviðinu til þess, að rikisútvarpið nýtir það hvergi nærri tii fulls, samkvæmt upplýsingum Gústafs Arnar, verkfræðings hjá Radfótæknideild Pósts og sima. útvarp á ísiandir RÚM FYRIR 5 STÖÐVAR A FM- BYLGJUSVIÐI - að sögn Gúsiais Arnar, verkfræðings hjá Pósti og síma Okkur íék forvitni á að vita hvað væri mikið pláss i hljóðvakanum fyrir útvarp á íslandi, og báðum Gústaf Arnar, verkfræðing Radiótæknideildar Pósts og sima i Reykjavík, að gefa upplýsingar um það. Gústaf sagði, að eins og stæði gætu allt upp i fimm útvarpsstöðvar verið hér með útsendingar samtimis á FM-bylgjusviðinu. „Evrópuþjóðir halda öðru hverju sameiginlegar ráöstefnur, þar sem hverri þjóö er úthlutað ákveönum bylgjum til útsend- ingar” sagði Gústaf. „Slik ráö- stefna var siðast haldin fyrir um sautján árum, og var okkur lslendingum þá úthlutað nógu mörgum bylgjum til þess, aö þær eru ekki nýttar til fulls af Rikisút- varpinu. A ráöstefnunum gefa fulltrúar þjóöanna upplýsingar um þörfina fyrir rúm á .FM-bylgjusviðinu, og aukist þörf einhverrar þjóðar frá einni ráð- stefnu til annarrar er reynt að komast aö samkomulagi um, hvort og hvernig sé unnt að mæta þörfinni”. „Akvarðanir um, hvernig lang- bylgju- og miðbylgjusviöum skuli skipt milli þjóða eru teknar á alþjóöaráðstefnum ”, bætti Gústaf viö. „Ekki er mikið aflögu á þeim sviðum, og núverandi skerfur okkar er fullnýttur af ■Rikisútvarpinu . Vilji þjóö fá stærri skerf af kökunni, verður hún að leggja fram á ráðstefnu umsókn um úthlutun. Alþjóðaráö- stefna um þessi mál var siðast haldin fyrir fimm árum, og þá var bitist ákaft um bylgjurnar”. — AHO 60 ologlegar útvarpsstöðvar reknar í Belgíu Hugmyndir um frjálsan útvarpsrekstur hafa ver- ið mikið viðraðar hér á landi á undanförnum árum. Eins og öllum er ábyggilega kunnugt um, er hann stranglega bannaður með lögum, og þykir ýmsum það mjög miður. 1 Belgiu gilda samskonar lög um útvarpsrekstur og hérlendis. A hinn bóginn virðast yfirvöld þar hafa litinn áhuga á aö lögunum sé framfylgt. Sextiu ólöglegar út- varpsstöövar eru nú reknar i Belgiu, og mun vera fátítt að hið opinbera fetti fingur út i starf- semi þeirra. Stöövarnar senda reglulega út efni, og sumar þeirra halda uppi útsendingum allan sól- arhringinn. Lögleysan gengur meira að segja svo langt, að blaö- ið „Le Soir” i Brussel ætlar dag- skrá hverrar stöðvar stað á siðum sinum. Skammaðir, en tækjabúnaður ekki gerður upptækur Belgisk yfirvöld hafa einstaka sinnum gripið 1 taumana á þessu framtaki, en einungis þegar stöðvarnar gerast of frekar og senda út á bylgjulengdum, sem ætlaðar eru fyrir flugumferöar- stjórn og annaö þess háttar. Tækjabúnaöur stööva, sem kunna sér engin takmörk, er ekki gerður upptækur, heldur fá forráöamenn þeirra að byrja aftur um leið og þeir láta sér segjast, og fallast á aöhalda sér innan þeirra marka, sem óskrifaðar reglur segja til um. Umræddar útsendingar eru ekki á evrópsku FM-bylgjusviði, heldur amerisku, og er þvi ekki hægt að ná þeim hér meö neinum ráöum. Olöglegu stöövarnar senda frá sér efni af margvislegu tagi. Dag- skrá sumra er með venjulegu sniði, en flestar bjóða upp á dag- skrá, sem er frábrugðin þvi sem gengur og gerist hjá útvarps- stöðvum. Ræflarokk, áróður og upplýsingaþjónusta Ein stöðvanna helgar sig alger- lega ræflarokki og umfjöllun yfir- leitt um nýja strauma á sviöum bókmennta, leiklistar, tónlistar og kvikmyndageröar. Einnig hafa starfsmenn hennar gert til- raunir með nýstárlega fram- reiðslu útverpsefnis. Nýlega var til dæmis lesin upp viðstöðulaust löng skáldsaga i útsendingu stöövarinnar. Margar stöðvanna eru með upplýsingaþjónustu fyrir séráhugafólk. Innanum eru svo stöðvar, sem reka einhliöa áróður fyrir ákveðnum hugöarefnum. Ein ólöglegu útvarpsstöðvanna er til húsa lengst uppi i turnspiru nokkurri I Brussel, og er ræfla- rokk uppistaðan I dagskrá þeirrar stöðvar. Stöðin hefur aldrei verið starfrækt I turni Ráðhússins, sem sést á myndinni, en báöir turn- arnir gnæfa þó yfir sömu borg- inni. utvarp. laugardag ki. 20.30 Fluttur verður hluti upptöku frá sýningu revfunnar „Upplyfting” f Iðnó árið 1946. Umsjónarmennirnir, Randver Þorláksson og Sigurður Skúlason, vinna þarna að þsttinum með Friðrik Stefánssyni, tækni- manni. (Mynd GVA) NU ER ÞAÐ SVART MADUR - Ráttur um selnna blðmaskelð íslenskrar revíu í þriðja þætti af fjórum um sögu reviunnar á ís- landi verður fjallað um timabilið frá 1938-52, sem kallað hefur verið Seinna blómaskeið islenskrar reviu. ,,Nú er það svart, maður,” nefnist þátturinn að þessu sinni. Sigurður Skúlason, sem hefur umsjón meö þáttunum ásamt Randver Þorlákssyni tjáöi okkur, að þetta timabil hefði verið hiö gróskumesta, aö þvi er varöaði reviusýningar I Reykjavik og vlöar. „Viö fjöllum einungis um Reykjavík, og segjum frá tveimur fyrirtækjum, Reykja- vikurannál hf. og Reviunni, sem hvort um sig settu fjölda revia á svið I borginni”, sagði Siguröur. „Þau sameinuöust siðan árið 1944, og úr varð Fjalakötturinn. Hann sýndi nokkrar reviur I Iðnó og Sjálfstæðishúsinu. Arið 1949 kom fyrirtækið Bláa stjarnan til skjalanna, og færöi upp reviu i Sjálfstæöishúsinu til ársins 1952. Eftir það fór reviuformið aö taka breytingum, og urðu reviurnar eiginlega að kabarettsýningum, kvöldskemmtunum með mörgum stuttum atriðum”. Að sögn Sigurðar veröa leikin atriöi úr nokkrum revium, og spilaöir gamlir reviusöngvar. Einnig verður fluttur hluti upp- töku frá sýningu reviunnar „Upp- lyfting” i Iönó árið 1946. Þá reviu sömdu þeir Haraldur A. Sigurös- son, Tómas Guömundsson og Indriði Waage. —AHO „Er til sérísiensk hugsun?” A miöv. daginn er á dagskrá útvarpsins þátturinn „Kjarni málsins”. Visir haföi samband viö Erni Snorrason og spuröi hann, hvert yröi viöfangsefniö I þessum þætti. „Ég hef fengiö þá Pál Skúlason, prófessor og Jóhann S. Hannes- son, menntaskólakennara til að ræöa spurninguna: Er til séris- lensk hugsun? Þessir menn eru báðir á þvi, að til sé eitthvaö, sem skilgreina megi sem sérislenska hugsun. Vandinn er sá, aö mjög erfitt er aö skilgreina þetta hugtak, sérstaklega fyrir íslend- inga. Það er auðveldara fyrir að- komufólk aö sjá eitthvað I fari Is- lendinga, sem er sérstakt, heldur en fyrir Islending, sem hefur lifaö og hrærst 1 islenskri menningu. Það er okkur svo eðlilegt, að við sjáum það ekki”. „Þeir eru margir, sem halda þvi fram, að sérislensk hugsun sé ekki til, en þeir eru þó fleiri, sem halda fram hinu gagnstæða”. „Ég býst ekki við neinum endanlegum niðurstööum um þetta mál i þættinum, en það er gaman að velta þessu fyrir sér og kynna sér skoðanir fólks”, sagöi Ernir Snorrason að lokum. AB Ernir Snorrason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.