Vísir - 29.07.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 29.07.1980, Blaðsíða 12
VtSXR Þriöjudagur 29. júli 1980 föírádaiiíriíín bak viö fjöllin háu Leiðln milli Héraðs 09 Lóns Eitt stórbrotnasta landsvæöi landsins er efalaust Lónsöræfin og hver sá sem þau litur, hlýtur aö heillast af þeim hrikaleika og náttiirufegurö, sem þar er aö finna og þeim ótrúlegu litbrigö- um og andstæöum, sem auö- kenna þau. Þar getur aö lita margháttaöan gróöur, beljandi jökulfljót, jökla og liparlt, meö sinni geislandi litadýrö og ótrú- legu litablöndu, sem hver og einn skynjar á sinn hátt og erfitt er aö skýra meö oröum. Hvernig nálgast maöur þenn- an töfraheim? Um þaö hefur margt veriö ritaö, en best er aö vlsa til Arbókar F.í. 1974, þar sem Hjörleifur Guttormsson ráöherra ritar um Austfjaröa- fjöllin og gerir Lónsöræfunum og leiöum þangaö, ásamt sögu Vlöidals, einkar góö skil. Hér á eftir fer stutt leiöarlýs- ing, fyrir þá sem hafa hug á aö fara gangandi eöa riöandi milli Héraös og Lóns. Auörötuö leiö er frá Sturluflöt I Fljótsdal, inn Þorgeröarstapa- dal, meöfram Kelduá. Fellsáin er mjög stórgrýtt, en yfir hana er góö göngubrú, sem einnig má koma hestum yfir. Góöar götur eru upp Þorgeröarstapadal og mikiö fossaval skreytir Kelduá. Nokkuö bratt er upp úr dalnum, uppá Hrauniö, sem er aö mestu grýttir hálendismelar. Gott er aö fylgja Kelduá aö þeim staö er Ytri-Sauöá fellur I hana, en fylgja henni sföan aö Sauöárvatni. Þar er aöeins yfir ÁNING VIÐ HRINGVEGINN býður ferðafólk velkomið til Vestur-Skaftafellssýslu og veitir því þjónustu: t Vlkurskála, er selur flestar vörur fyrir feröafólk, svo sem: Matvörur — Feröavörur — Sportvörur.— Ljósmyndavörur — Tóbak — Benzin, oliur o.m.fl. Góö hreinlætisaöstaöa. t almennri sölubúð í Vík, allar algengar neyzluvörur. i Hóteli (opiö allt áriö). t bifreiöaverkstæöi er annast almennar viögeröir. t smurstöö og hjólbaröaviðgerö. t Esso, Shell og BP-þjónustu. Á Kirkjubæjarklaustri: í Skaftárskála, sem býöur upp á flestar vörur er ferðafólk þarfnast. t almennri sölubúð, allar algengar neyzlu- vörur og Esso, Shell og BP-þjónustu. Verið velkomin á félagssvæði okkar! Kaupfélag Skaftfellinga Vík og Kirkjubæjarklaustri Norðlingafljót I kvöldskini.Norölingavaö er um þaö bil á miöri myndinni. (Ljósm. TryggviHalldórsson). Hellukvlsl aö fara hægt aö stikla hana. Þegar aö Sauöárvatni er komiö er yfir talsvert stórgrýti aö fara, held- ur leiðinlegtyfirferöar. Þetta er stuttur spölur og best er fyrir riöandi menn aö láta hestana sjálfa um aö velja sér leiö, þá er minnst hætta á aö þeir skaöist. Þá er stefnan tekin á Vlöidals- vörp, sem eru á milli Heiðaraxl- ar og Marköldu og þar tekur viö vöröuö leiö niöur I Vlöidalinn, aö Norölingavaöi I Vlöidalsánni. Vlðidalurinn er, ef svo má aö oröi komast, á tveim hæöum. Efri hæöin er jöfn melöldunum, sem skilja Vlöidal og Heiöar- tungumar, en á neöri hæöinni eru rústirnar af Grund,menjar fyrri tlma. í hugum margra er Vlöidalur töfradalurinn bak viö fjöllin háu, þar sem sól gekk aldrei til viðar og gripir allir voru sllspikaöir af grængresi allt áriö, sem bágar þrengingar fyrri tima skópu draumsýn um og margar þjóösögur segja frá. Þeir sem gista vilja Viöidalinn, fara niöur I hann skammt neöan viö tóftirnar af Grund, og stend- ur varöa á dalsbrúninni. Leiöin niöur aö Jökulsá á Lóni er brött og er öllum ráðlagt aö fylgja þar varöaöri leiö, þvi ella er hætta á aö lenda I giljum, sem þarna eru, illum yfirferöar og sumum ófærum. Neöst I Leiöartungunum er skógarkjarr og eru menn meö hesta varaöir viö aö fara út fyrir fjárgötumar á þeim slóöum, þvl kjarriö er þétt, þótt þaö sé ekki hávaxiö. Nú er komiö aö Jökulsá á Lóni. Þvl miöur hefur áin eyöi- lagt hestaleiöina aö Kollumúla- kofa, þar sem afbragös göngu- og hestabrú er yfir ána. í vetur hefur hún brotið klettasnös, sem þurfti aö fara yfir. Þetta tálmar ekki för gangandi manna, en reiðmenn hafa þann möguleika aö rlöa ána á Norölingavaöi, sem er skammt noröan viö þann staö, sem Lambatunguá fellur I Jökulsá, eöa reka hestana þar yfir og ganga slöan niöur á brú. Þegar yfir er komiö er stuttur spölur aö Ulakambi, einstigi uppá Kjarradalsheiöi, en jeppa- fært er aö Illakambi úr Lóni. Þessi leiöarlýsing er ekki tæmandi og þeim sem hugsa til ferðar um þessar slóöir er ráö- lagt aö afla sér sem mestrar þekkingar á leiöinni, áöur en lagt er upp, þeim mun meiri ánægja veröur af feröinni. Mun- iö svo eftir aö taka allan nauö- synlegan farangur og hjálpar- tæki meö og ekkert fram yfir þaö. Góöa ferö á vit ómengaðrar öræfatignar. GunnarEgilson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.