Vísir - 30.07.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 30.07.1980, Blaðsíða 11
VISIR Miðvikudagur 30. júli 1980 Allt þarf að vera i lagi áður en lagt er af staö og hér er athugaö, hvort svo sé. | Tilbúinn að leggja I’ann.... ,...og kominn á fulla ferö eftir spegilsléttum firöinum. M A ferð um Auslflrði Þetta er ansi dýrt sport "i A Fáskrúðsfirði eru bræður þrir, sem eiga sér það áhuga- mál að stunda sjóskiði. Þetta eru þeir Svanur, Unnsteinn og Jón Kárasynir. Visismenn hittu þá bræður fyrir skömmu á ferð sinni um Austfirði. „Þetta er ansi dýrt sport”, sagði einn bræðranna, „þvi það er svo mikið, sem til þarf, þann- ig að allt sé i iagi. Það er ekki nóg að eiga sjóskiðin sjálf, held- ur er mikill tilkostnaður i sam- bandi við búninga, en við notum kafarabúninga, er við förum á sjóskiðin. Þetta er þó ekki allt, þvi ekki er hægt að nota sjó- skiði, nema hafa aðgang að bát. Við erum þó svo heppnir, að föð- urbróðir okkar, Heimir Hjálm- arsson, húsasmiður, hefur verið að smiða sér litinn mótorbát, sem nú er orðinn sjófær og njót- um við bræðurnir góðs af þvi”. Bræðurnir hafa ekki stundað sjóskiðaiþróttina lengi, aftur á móti hafa þeir stundað aörar iþróttir, t.d. svifdrekaflug, svo eitthvað sé nefnt. Þegar hér var komið sögu var búið að kalla til Heimi og tveir bræðranna voru komnir i kaf- arabúninga. Nú var þvi haldið út á fjörðinn og skömmu siðar renndu þeir sér glæsilega eftir spegilsléttum firðinum. Myndir og texti — KÞ Unnsteinn kominn á fasta grund að nýju eftir að hafa þeyst á eftir bát frænda sins um fjörðinn. vel heppnuö björgunar- æfing í Axarfirði Milli fjögur og fimm þúsund björgunarmenn viðsvegar af landinu komu saman á Lands- móti Björgunarsveita S.V.F.Í. sem var haldið i Lundi i Axarfirði um siðustu helgi. Námskeið voru haldin i leitar- æfingum á sjó og landi, slysa- hjálp, sigi og klifi og öðru sem viðkemur björgunarstörfum. Aö sögn Óskars Þórs Karlsson- ar, erindreka S.V.F.l. tókst mótið vel i alla staði. Margt björgunar- fólks hafði fjölskyldur sinar með og var tjaldbúðin stór. Fjölskyld- urnar fylgdust siðan með æfing- um. A laugardagskvöldi var hald- in kvöldvaka. Siðari daginn voru fundarhöld um björgunarstörf og var móti slitið um hádegisbil á sunnudegi. Vilhjálmur Pálsson, formaður Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavik, var mótsstjóri. ÖriMARKAOURlNN . AusruiívtRi hCOMATAR mt MÉ IOOO. ‘a MRKU8ÚNTv, 500.~ # jgSÚRKA Ifl. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.