Vísir - 30.07.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 30.07.1980, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 30. júli 1980 12 vtsm Miövikudagur 30. júii 1980 | s;g|S HMn A næturnar er barinn eini griöastaöur farþega. Herbraggar blasa viö augum þegar ekiö er til eöa frá fiugstööinni. „Aöstaöan er alveg ferleg.” „Þetta er lélegt.” Þrengslin eru aö drepa okkur.” „Salarkynnin eru ömurleg.” Þessar og viöllka athuga-, semdir mættu okkur VIsis- mönnum frá starfsmönnum flugstöövarinnar á Keflavlkur- flugvelli, er viö stöldruöum þar viö fyrir skömmu. Eins og allir vita, þarf aö fara gegnum svæöi hersins til aö komast aö flugvellinum, og eins og allir eru eflaust sammála um heldur óskemmtilegt svæöi, eins og viö komumst aö. Þarna eru allra handa braggar, meira og minna aö hruni komnir. Þeim hefur ekki I langan tlma veriö haldiö viö, enda ekki I upphafi gert ráö fyrir, aö þeir stæöu svo lengi. En þarna eru þeir samt enn, öllum, sem leiöeiga þarna um, til ómældrar óánægju og óyndisauka, og okkur tæpast til framdráttar I augum erlendra feröamanna. Þennan spöl, sem tekur aö aka frá hliöinu og aö flugstööv- arbyggingunni og öfugt, er feröafólkiö minnt á, aö hér er þaö á erlendu hersvæöi. A báöar hendur eru auglýsingaskilti á erlendu máli um þennan eöa hinn herklúbbinn o.s.frv. Auk bess eru á feröinni herbllar, sem hafa gætur á feröafólkinu og jafnvel fylgja þvl út fyrir hliöiö. Þegar komiö er aö flugstöö- inni sjálfri tekur vart betra viö. Viöhald viröist nánast ekkert. Byggingin, innan sem utan dyra, sýnist leikmanni eins og undirritaöri, svo nálægt hruni komin aö áhöld séu um, hvort standi til morguns. Er viö komum inn I flugstöö- ina hittum viö fyrir Kristján Pétursson, yfirtollvörö. Hann sagöi, aö vegna þrengsla og aö- stööuleysis yröu farþegar oft fyrir miklum töfum. Stundum kæmi þaö fyrir, aö farþegi þyrfti aö vera I biöröö á 2. klukkutíma til aö skipta pening- um. Viö þaö mynduöust hrúgur á hrúgur ofan af töskum, eink- um ef margar vélar kæmu um svipaö leyti, sem enginn tæki viö. Þá ættu farþegarnir eftir aö ná töskunum, e.t.v. aö fara I frl- höfnina og síöan aö fara gegn- um tollinn. Hann sagöi jafn- framt, aö náin og góö samvinna meöal starfsfólksins, þannig aö hver skildi hinn, væri þaö sem gilti, en vegna hinnar erfiöu aö- stööu væri oft óhægt um vik og margt færi þvl úrskeiöis. Allt heildarskipulag og öll þjónusta bæri keim af aöstööuleysinu. Næst stöldruöum viö viö á bamum. Hann er staösettur I gluggalausum sal viö biösalinn. Þar eins og annars staöar virö- ist viöhald allt I lágmarki. „Þetta er lélegt,” voru orö önnu Vilhjálmsdóttur, starfsstúlku á bamum, er viö spuröum hana álits á barnum. Hún sagöi, aö oft væri algert öngþveiti þama, ekki þverfótaö fyrir fólki og ekki nærri allir fengju afgreiöslu, sem þess óskuöu, þvl þeir kæm- ust einfaldlega ekki aö. Hún sagöi einnig, aö aö næturlagi væri barinn, sem opinn er allan sólarhringinn, eini griöastaöur farþega, þar sem kaffiterlan væri þá lokuö, og væri til skammar, aö ekki væri reynt aö gera hann aö skárri vistarveru, þar sem I flugstööinni væri ekki gert ráö fyrir aö áöurnefndir næturfarþegar gætu haft ofan af sér fyrir sér á neinn hátt. Biösalurinn sjálfur er heldur óskemmtileg vistarvera, og lftiö viröist gert til aö gleöja auga langþreyttra farþega eöa láta fara vel um þá. Aöeins eru nokkrir tugir sæta þar, þannig aö þaö gefur auga leiö, aö aöeins brot farþega getur tyllt sér meöan þdr bíöa, en oft eru þama fleiri hundruö manns. Ef veler aö gáö er þarna lúga, sem Póstur og slmi hafa til umráöa. Þarvinnur ein manneskja I einu og þaö er eini staöurinn, sem hægt er aö skipta peningum, þegar bankinn er lokaöur milli kl.l9á kvöldin og 7 á morgnana. Vallý Siguröardóttir var i lúg- unni, er okkur bar aö garöi og sagöi hún aöstööuna aö öllu leyti lélega. Oft kæmi þaö fyrir, aö fólk þyrfti aö blöa tlmum saman eftir afgreiöslu. „Aöstaöan er alveg ferleg,” sagöi Vallý Sig- uröardóttir. Eitt, sem mikiö stingur I aug- un þarna suöur frá, er inngang- urinn I flugstööina frá sjónar- homi þeirra, sem til landsins koma. Þegar þeir stlga út úr vélinni og koma út I noröannepj- una blasa viö þeim herbraggar. Er þeir sllta augun frá þeirri sjtín og lemja sér til hita um leiö og þeir koma inn I flugstööina, tekur vart betra viö. Gangurinn, sem leiöir inn I biösalinn og I framhaldi af þvl fríhöfnina o.s.frv. er nánast aö hruni kom- inn. Þar þurfa menn aö ganga nokkura spöl nánast I kulda og trekki, því gangurinn heldur vart vindi og regni. Og síöan tekur biösalurinn viö, sem aö- eins hefur veriö lýst hér aö framan og slöan stofnanirnar hver af annarri. Hér er skjótra úrbóta þörf. —KÞ. Rangalinn sem liggur út aö flugvaliarhlaðinu. Myndir: Gunnar V. Andrésson HUSA- KVHNUNI - Farþegar troðast Dar um og allt helldarsklpulag og öll pjónusta ber keim af aðstöðuleysinu Flugstöðln á Keflavíkurflugvelll: ÞREHGSLI GG TROBHINGUR í NÆR ÖNÝTUM 0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.