Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 31. júlí 1980/ 179. tbl. 70. árg. Upplýsingar Vísis um misferli staðfesiar: Saksóknari gefur út ákæru í Fríhafnarmálinu Ríkissaksóknari hefur lokið athugun s'inni á niðurstöðum rannsóknar Frihafnarmálsins. Hefur saksóknari gefið út opin- bera ákæru á einn mann vegna máls þessa og sent málið til embættis lög- reglustjóra á Keflavíkur- flugvelli. Þórður Björnsson rikissak- sóknari vildi ekki tilgreina ákæruatriöi málsins né heldur hver væri ákæröur, er Vlsir spurðist fyrir um þessi atriði. Visaöi hann á Þorgeir Þorgeirs- son, lögreglustjóra á Kefla- vfkurflugvelli. Þorgeir kvaöst ekkert geta sagt um málið að svo stöddu og yrði ekkert að- hafst i þvi fyrr en fulltrúi hans kæmi úr sumarfrii, væntanlega i næstu viku. Það var Benedikt Gröndal, þáverandi utanrikisráðherra sem fyrirskipaði rannsókn Fri- hafnarmálsins i nóvember árið 1978. Var sú ákvörðun ráöherr- ans tekin eftir að Visir hafði mánuðum saman birt rökstudd- ar upplýsingar um að misferli ætti sér stað i Frfhöfninni. Mis- ferlið snerist einkum um mikla" og óeðlilega rýrnun vörubirgða og greindi Visir frá að sterkur grunur léki á, að hluti rýrnunar hefði verið falihn með þvi að leggja aukagjald á vodka, sem selt var i Fríhöfninni. Skjalfest- ar upplýsingar fengust um, að áfengi hefði verið selt Arnar- flugi á hærra verði en verðskrá sagði til um. Við yfirheyrslur yfir tugum manna komu fram játningar um, að misferli hefði átt sér stað. Það vekur þvl nokkra furðu að einungis einn maður skuli sæta ákæru i máli þessu. Mörgum spurningum er ósvarað varðandi Frihafnar- málið, en einhver svör ættu að fást þegar efni ákærunnar verð- ur gert opinbert. —óM/—SG Það styttist óðum iverslunarmannahelgina og þær Dagbjört Kristjánsdóttir og Halla Pálsdóttir voru snemma á fótum og þvoðu fararskjót- ann I einmuna veðurblfðu. (Visism. ÞG). """""" "sáuiián Sfa"pTliur FS'æsTuvarðíiá'idi: mmmmmmm Falsaði ávísanir að upphæð sjð miiljónir 17 ára piltur var á dögunum úrskurðaður i gæsluvarðhald til 27. ágúst fyrir ávisanamisferli að upphæð um 7.2 milljónir króna. Þessum sama manni hafði daginn áður verið sleppt ur gæsluvarðhaldi, þar sem hann hafði dvalið meðan rann- sökuð voru fjársvik hans á um þremur milljónum króna. Um leið og pilturinn var laus, stal hann ávisanahefti úr veski i Glæsibæ og falsaði þá strax þrjár ávisanir að upphæð 900 þúsund hver — eða samtals 2,7 milljónir. Að því búnu keypti hann bíl fyrir 1,8 milljón og þegar hann náðist hafði hann i fórum sinum þrjár ávisanir til viðbótar, að upphæð 2.7 milljón- ir. Piltur þessi hefur oft áður komist i kynni við lögin i sam- bandi við f jársvik og voru ávis- anir hans vélritaöar til að yfir- bragð þeirra væri meira traust- vekjandi. —ÓM Mðlefni Hitaveitu Reykjavíkur: NEFNDIN SKIPAR NEFND „Nefndin kom saman á föstu- daginn og þar var ekki tekin önn- ur ákvörðun en sú aö biöja full- trúa frá Reykjavikurborg og frá ráðuneytinu að fara út i þessar tölur og athuga af hverju niður- staðanverðursvona misjöfn ann- ars vegar hjá aðilum borgarinnar og hinsvegar hjá aðilum rikis- ins", sagði Sigurjón Pétursson um athafnir fjárhagsnefndar Reykjavikurborgar og Alþingis I málefnum Hitaveitu Reykja- vfkur, en eins og kunnugt er var nefndinni falin umsjá þessa máls og var hún I fyrsta sinn kölluö saman á föstudaginn vegna þessa. „Næsti fundur i fjárhagsnefnd verður um leið og þessar niður- stöður liggja fyrir" sagði Sigur- jón. —AS Mannsins enn saknað Ekkert hefur enn spurst til Eliasar Kristjánssonar, sem hvarf s.l. sunnudag. Elias, sem er 46 ára gamall og vistmaður á Kleppsspitala, sdst siðast að þvi er talið er á bil ásamt farþega á Vesturlandsvegi á leið Ur bænum um kvöldmatarleytiö s.l. sunnu- dag. Allir, sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um ferðir Eliasar^eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar. KÞ Ekið á börn Tvö slys urðu á liiunda timan- um i gærkvöldi og var i bæöi skiptin ekið á börn á hjólum. Fyrra slysið varð á Svöluhrauni I Hafnarfirði og 40minútum seinna varð samskonar slys við Faxatún i Garðabæ. Bæði börnin munu hafa komið hjólandi úr hliöargöt- um og skotist þannig fyrir bilana, sem leið áttu um. Lltilslys urðu á börnunum, en annað þeirra er þo lærbrotið. —KÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.