Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 6
Odýrir Æfingagallar Barna- og fullorðinsstærðir VERÐ FRÁ KR. 14.900.- p! (Y vS W > <c o <z -I <- J-M&Oi-PSsrííFETI f- tf cc b V/í c ¥ 2 í tí 5Poiir - v'ÓRU - VERtLUtJlU SPfl'pT B POSTSENDUM BINDINDIS- MOTTFi < 6ALTA- iKW ■*■ **^UEKJARSKÓ6B FÖSTUDAGUR: • DitkiUk UM LAUGARDAGUR: • Tlvoli, loikir fyrlr bSrn og ungmanni • ökulolknl '80 I umijS BFÖ • Danslolkir, tvosr hl|Smsv*ltir • VarSoldur SUNNUDAGUR: • Holglstund / • Bornatlml • Barnodans • Skommtldagskrá um kvSldiS • Dansloikir, tvcor hl|Smsv*ltir Galdrakarlar og Eccó Mótsgjald kr. 10.000.- fyrir 12 óra og eldri. Frítt fyrir yngri börn. Feröir frá Umferðarmiöstöðinni föstudag kl. 20.00 og laugardag kl. 13.00. Fargjald báöar leiöir kr. 8.500. islandsmótifi í golfi: Geir með forustu eftir fyrsta dag Fyrirsjáanlegt er geysileg keppni um tslandsmeistaratitil- inn i golfi, en keppni i meistara- flokkum hófst á Grafarholtinu i gær. Eftir fyrsta daginn hefur Geir Svansson GR tekiö nauma for- ustu, en röö efstu manna i' karla- flokknum er þessi: GeirSvanssonGR..............74 Siguröur Pétursson GR.......75 Björgvin Þorsteinsson GA...75 Hannes Ey vindsson GR.......76 Þorbjörn Kjærbo GS..........77 Óskar Sæmundsson GR........78 Stefán UnnarssonGR.........78 Ragnar Ólafsson............79 Siguröur Hafsteinsson GR...80 Sveinn Sigurbergsson GK....80 Sveinn Sigurbergsson GK....80 Golfklúbbur Reykjavikur á þvi 7 af 10 efstu mönnum. Þetta var staöan eftir 18 holur af þeim 72, sem leiknar veröa, og lofar ,,skoriö” eftír fyrsta daginn vissulega góöu um haröa keppni. 1 meistaraflokki hefur Jakobina Guölaugsdóttir GV for- ustu á 85 höggum, önnur er As- geröur Sverrisdóttir NK á 88, og þriöja er Steinunn Sæmundsdóttir GR á 89. Þarna viröist einnig hörkukeppni framundan. gk-- ...„72,73,74, þaö er bara sæmi- legt skor’.’ mætti halda aö Geir Svansson hugsaöi, en hann leiöir nú I mfl. i tslandsmótinu i golfi eftir fyrsta daginn. Golfmót barna og ungllnga í Svípjóð: Helmir vakti athygli „Hann er tvimælalaust eitt mesta efniö i sænska golfinu i dag”, sögöu sænsku blööin um ungan 10 ára Islending, Heimi Þorsteinsson, á dögunum. Heimir haföi þá tekiö þátt i miklu golf- móti barna og unglinga i Gauta- borg og unniö öruggan sigur i sinum aldursflokki. Heimir er sonur Þorsteins S. Stefánssonar, sem er mikill áhugamaöur um golf, og þess má geta til gamans, aö systir hans,' Sólveig, er i hópi albestu golf- kvenna okkar, þótt ung sé. A mótinu I Sviþjóö, þar sem Heimir bar sigur Ur býtum, var leikiö eftir sérstöku punktakerfi, entil þess aö öölast þátttökurétt i mótinu þurftu keppendur aö taka þátt i forkeppni. Heimir hlaut alls 60 punkta, en sá sem kom næstur var meö 55. Heimir er, þótt hann sé aðeins lOára, kominn meö 19 i forgjöf og er þá miðað viö aö hann leiki af karlateigum. Er það geysigott hjá honum og veröur fróölegt að fylgjastmeöhonum I framtiðinni. gk—• lil Magnús Jónatansson. fyrrum Djálfarí KR á Diaðamannafundi: „HEF EKKI AHUGA A AÐ BERA TðSKUNA” „Þaö er ekki ætlun min aö eiga i opinberum ritdeilum viö neina stjórnarmenn hjá knatt- spyrnudeild KR, ég tel aö ég hafi komiö heiöarlega fram gagnvart þeim og minum leik- mönnum og leikmennirnir sömuleiöis viö mig”. ,,Ég er þess fullviss, aö hver sem árangur KR veröur þetta timabil, þá heföi ég treyst mér til aö gera jafnvel meö drengi- lega stjórn aö baki, en þær ásakanir sem ég hef oröiö fyrir, finnst mér hreint fáranlegar”, sagöi Magnús Jónatansson, fyrrum þjálfari knattspyrnuiiös KR á blaöamannafundi i gær- kvöldi. Magnús sagöi, aö ásakanirnar heföu komiö fram á fundi, sem stjórnin heföi haldiö s.l. föstu- dag. ,,A þeim fundi tilkynnti Krist- inn Jónsson mér, aö um skipu- lagsbreytingar yröi að ræöa á þjálfun meistaraflokks. Þá til- kynnti Þóröur Jónsson stjórnar- maöur mér á þessum fundi ýmsar ástæöur vegna uppsagn- ar minnar, og voru þær helstar, að ég væri oröinn áhugalaus, og aö leikmennirnir væru orönir áhugalitlir. Þá kæmi ég seint á æfingar og þær væru illa skipulagöar. Þóröur sagöi einnig, aö ég stæöi I byggingarframkvæmd- um og heföi þvi litinn tima aflögu fyrir KR. /Fáránlegar ásakanir" ,,Mér finnst þessar ásakanir fáránlegar; i þau þrjú ár, sem ég hef starfað fyrir KR, þá er þaö örugglega teljandi á fingr- um annarrar handar þau skipti sem ég hef mætt of seint á æf- ingar”, sagði Magnús. „Auk þess hef ég ekki misst eina einustu æfingu úr, fyrir ut- an þær æfingar, er ég var á námskeiöi erlendis. Og um byggingaframkvæmdir minar vil ég segja þaö, aö ég eyöi örugglega ekki meira en 3 tim- um á sólarhring i þær”. „Mér fannst málin liggja á hreinu, ég var ráöinn sem aöal- þjálfari liösins og þetta gat eng- an veginn skoðast ööruvisi en uppsögn. Þó vildi ég taka mér umhugsunarfrest um þaö tilboð stjórnarinnar, aö ég yröi aö- stoöarþjálfari. Daginn eftir hringdi ég i Kristin, og tilkynnti honum, aö þar sem þetta samningsrof heföi komiö til, heföi ég ekkert meira aö gera hjá KR. Jafnframt tilkynnti ég honum þaö, aö ég heföi engan áhuga á aö bera töskuna fyrir skoska þjálfarann. Kristinn vildi ekki una þess- um málalokum, viöurkenndi þó samningsrof, en taldi mig margfalt meiri mann, ef ég kæmi til baka sem aðstoöar- þjálfari, þaö yröi e.t.v. erfitt fyrstu dagana, en ef viö ynnum titil, þá fengi ég aö sjálfsögöu mína umbun fyrir! Frá minum bæjardyrum séö var málinu lokiö en þess má þó geta aö blaðam. Visis haföi samband viö okkur báða daginn eftir og staöfesti ég þessa upp- sögn, en Kristinn sagöi að þaö væri tómt rugl aö ég heföi veriö rekinn, aöeins væri um skipu- lagsbreytingu að ræða varöandi þjálfun meistaraflokks KR”. „Ekki vinnufriður" „Ég ætla mér aö fullyröa þaö hiklaust, aö ég tel aö ég hafi ekki fengiö þann vinnufrið, sem þurfti s.l. ár”. „Stjórnin varð fljótlega óánægö meö min störf og mér er engin launung á þvi, aö allt snerist þetta um val á liöinu. Sjálfur tel ég aö ég hafi gefiö of mikiö eftir og hleypt stjórnar- mönnum of langt inn á gafl meö sinar skoöanir, þvi aö ein und- antekning kallaöi aöeins á meiri afskiptasemi. Ég ætla ekki aö nefna einstök dæmi eöa fjalla um einstaka leikmenn, sem ekki voru boölegir. Ég tel aö nóg hafi veriö gert. Ef hins vegar enginn kannast viö atriöi sem þessi, þá neyöist ég til þess aö greina rækilegar frá. aö mannorð mitt sem þjálfari er i veöi, og einnig aö vegiö er aö islensku þjálfarastéttinni, þess vegna boöaöi ég til þessa blaða- mannafundar til aö skýra mitt mál”. „Aö endingu vil ég þakka leik- mönnum KR fyrir góöa viö- kynningu og ánægjulegt sam- starf, og óska þeim og félaginu góös gengis”. —röp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.