Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 9
vtsm Fimmtudagur 31. júli 1980. ■ WB ■§ li ALGERT SKIPBROT NIÐURTALHIHGAR Þjóbhagsstofnun hefur gert nýja áætlun um þróun verölags á árinu 1980. Þar kemur fram að veröbóigan veröur milli 50 til 55% frá ársbyrjun til ársloka (hækkun visitölu framfærslu- kostnaöar), en skv. „niöurtaln- ingunni” átti hún aö veröa 31%. Veröbólguhraðinn nálgast þvi aö veröa tvöfaldur á árinu miö- aö viö stefnumark rikis- stjórnarinnar eins og þaö er sett fram i frægum málefnasamn- ingi og forsendum fjárlaga. Sé miöaö viö meðalhækkun framfærsluvisitölunnar milli áranna 1979 og 1980 spáir Þjóö- hagsstofnun 55 til 58% aukningu verðbólgunnar i samanburöi viö 46-47% milli áranna 1978 og 79. Athyglisvert er, að i forsend- um Þjóðhagsstofnunar er ekki gert ráð fyrir þvi að leysa „geymdan vanda” i verðlags- kerfinu svo sem verðlagningu á ýmissi þjónustu t.d. gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur. Ekki er gert ráð fyrir neinum grunn- kaupshækkunum á árinu og þvi i raun stórfelldu „kaupráni”, ef hliðsjón er höfð af þeirri stað- reynd að kaupmáttur launa er nú minni en fyrir sólstöðusamn- ingana 1977. Engar likur eru á þvi að fálmkenndar ráðstafanir til aukinnar niðurgreiðslu visi- tölunnar um 2 prósentustig breyti þeirri dökku mynd af skipbroti „niðurtalningar- innar” sem hér er dregin upp. „Niðurtalningin” átti að lækka verðbólgu i 31% i athugasemdum fjárlaga- frumvarps rikisstjórnarinnar fyrir 1980 segir orðrétt: »» k 1. Verðhækkunum á þeim vör- um og þjónustu, sem verð- lagsráð fjallar um verði sett eftirgreind efri mörk árs- fjórðungslega á árinu 1980. Till. mai skulu mörkin vera 8%, til 1. ágúst 7% og loks til 1. nóv. 5%. A árinu 1981 verði ákveðin timasett mörk i sam- ræmi við markmið um hjöðn- un verðbólgu. Um verðhækk- anir af erlendum uppruna, sem ekki rúmast innan ofan- greindra marka að mati verð- lagsráðs, setur rikisstjórnin sérstakar reglur. Þessar sér- stöku reglur hafi ekki áhrif á gildandi ákvæði um útreikn- ing kaupgjaldsvisitölu. 2. Verðhækkanir á búvöru fylgi sams konar reglum, enda verði niðurgreiðslur ákveðn- ar sem fast hlutfall af útsölu- verði árin 1980 og 81. 3. Fyrir mai/júni 1980 skulu af- greiddar sérstaklega verð- hækkunarbeiðnir fyrirtækja og stofnana, sem nauðsyn- legar kunna að teljast til þess að verðbreytingar slikra aðila geti siðan fallið innan þess ramma sem framangreind mörk setja.” Siöan segir einnig orðrétt: 1 SAMRÆMI VIÐ ÞETTA er frumvarpið (til fjárlaga fyrir 1980) miðað við aö veröhækk- un frá upphafi til ioka árs 1980 veröi 31% og meöalhækkun Feilspá forsætisráð- herra á Alþingi Verðhækkanir skv. „niðurtalningu” og áætlanir Þjóðhagsstofn- unar um hækkun framfærsluvistölu 1980: Niðurtalning Þjóðhagsst. ný áætlun Þjóðhagsst. áætl. april 1. febr. 1980 raunveruleg hækkun visitölu 9,1% 1. mai 1980 8,0% 13,2(x) 13,2(x) l.ág. 1980 7,0% 10-11% (9%) 1. nóv. 1980 5,0% 11-13% (10%) verðlags 1979 til 80 veröi 45-46%. Hér fer ekkert á milli mála að óvenju skýrt er að orði kveðið. „Niðurtalningin”, sem i raun eru strangari, ósveigjanlegri og vitlausari verðlagshöft en áður hafa gilt hér á landi (og er þá langt til jafnað!) átti að tryggja niðurfærslu verðbólgunnar i 31% frá ársbyrjun til ársloka og 45-46% ef miðað er við meðal- hækkun verðlags milli ára. Fljótt kom i ljós að fjólubláir draumar rikisstjórnarinnar um áhrif „niðurtalningarinnar” myndu leysast upp i nýrri mar- tröð verðhækkana og öngþveitis I rekstri fyrirtækja. Þegar i april I vetur gerði Þjóðhags- stofnun úttekt á verðlagsmálum I samvinnu við Hagstofuna og kom þar skýrt fram aö verð- bólgan myndi að óbreyttri stefnu rikisstjórnarinnar magnast frá fyrsta ársfjórðungi 1980 og veröa nálægt. 50% frá ársbyrjun til ársloka og talsvert yfir 50% ef miðað er við meöal- hækkun verðlags milli áranna 1979 og 80. Um þetta leyti fór forsætisráðherra mjög villandi orðum i sjónvarpi um fyrir- sjáanlega þróun i verðlagsmál- um. Ég gerði þessi ummæli hans að umræðuefni á Alþingi og lýsti ráöherra þessa útreikn- inga „ranga” og að verðbólga færi ekki að sinu mati fram úr 40% „eða mesta lagi 45% ” á árinu. Reynslan hefur og mun dæma þessa feilspá forsætis- ráðherra. Hitt er alvarlegra að ekkert virðist geta opnað augu ráöherra rikisstjórnarinn- ar i þeirri reginvillu sem þeir hafa ratað i á sviði efnahags- málanna. Skipbrot ,,niðurtaln- ingarinnar”. Eftirgreindar tölur sýna i hnotskurn skipbrot „niðurtaln- ingarinnar” i baráttunni við verðbólguna sem slika. neöanmáísl Lárus Jónsson alþingis- maður gerir samanburð á áætlunum Þjóðhags- stofnunar og forsendum f járlaga og minnir á vill- andi ummæli forsætis- ráðherra í þingræðum í vetur, þegar hann taldi útreikninga Þjóðhags- stofnunar ranga. Veröbólgan heldur sitt strik. Hún verður meiri siðasta árs- fjórðunginn en hinn fyrsta og örugglega tviefld ársfjórðung- inn ágúst nóvember miðað við stefnu rikisstjórnarinnar. (x) Raunveruleg hækkun. Bjargráð rikisstjórnar- innar — meiri niður- greiðslur Rikisstjórnin hefur nú ákveð- ið að auka niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum i baráttunni við verðbólguna. Þegar framangreindar tölur eru skoð- aðar sést hversu fáránlegt fálm það er að fikta við visitöluna svo nemur 2 prósentustigum. Verð- bólgan verður eftir sem áður yfir 50% frá ársbyrjun til árs- loka. Mestu skiptir þó að niður- greiðslur eru orðnar hættulega miklar og margföld reynsla fyrir að þær duga aðeins til sjálfsblekkingar um skamman tima. Forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen sagði i blaðagrein fyrir 8 mánuðum orðrétt: „Þessar miklu niðurgreiðslur skekkja verðlag og draga úr hvöt til að ráðast i nýjar bú- greinar. Þær bjóða heim hættu á misnotkun og spillingu. Þær leiða til þess að þeir riku fá meira i sinn hlut úr rikissjóði en þeir snauðu. „Þessi orð for- sætisráðherra dæma i raun stefnu rikisstjórnar hans i verð- lags- og efnahagsmálum. Eina bjargráð hans i ógöngum nú fær þessa einkunn af munni hans Blaðamenn preytiaii en Ibróitakempurnar FRÉTTABRÉF FRÁMD9KVU Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ISI, sem nú dvelur í Moskvu, sendir Vísi eftirfarandi frásögn af komu sinni til Moskvu í fyrradag og lýs- ir því sem fyrir augu ber. Moskwa 31/7 1980. Koman til Moskwu. 1 glampandi kvöldsól og 24 stiga hita kom ég til Moskwá frá Kaupmannahöfn með nýrri rússneskri 200 manna þotu á sunnudagskvöld kl. 21.30. Skömmu áður en lent var flutti yfirflugfreyjan stutt en skipuleg erindi um Moskwu og greindi frá í stórum dráttum hvaö þar væri helst að sjá og heyra fyrir utan olympiuleikana sjálfa. Hún lagöi áherslu á, aö Moskwa væri gleggsta og stærsta sýnishornið af hinu öfluga socialistiska lýðveldi — Sovétrikjunum. Nokkuð sem maöur á ekki að venjast við komuna til annarra höfuöborga. Vegabréfs- og tollskoð- un Þetta var hvorutveggja miklu ýtarlegra og strangara en viö eigum að venjast. Hinir ein- kennisklæddu fulltrúar útlend- ingaeftirlitsins gáfu sér góöan tima til aö fullvissa sig um, að handhafi vegabréfsins væri sá hinn sami og myndin var af. Nokkrir danskir feröalangar voru með og sumir meö senni- lega gömul vegabréf og gamlar myndir. Þetta olli verulegum töfum. Hver farþegi verður aö útfylla og undirrita yfirlýsingu um m.a. hvaða vopn hann hafi i fórum sinum, hvaöa skartgripi eða listmuni, hversu mikinn og hvaða gjaldeyri o.m.fl. Þessa yfirlýsingu þurfa farþegar aö geyma og framvisa viö brottför oggera þá jafnframt grein fyrir notun gjaldeyrisins. Allt gekk þetta tiltölulega fljótt fyrir sig hjá mér, þar sem á móti mér tók fulltrúi APN- fréttastofunnar, Sergej Sere- brjakov, ungur maöur sem ýmsum er að góðu kunnur heima á Islandi vegna starfa sinna þar i nokkra mánuöi. Skráning — hótelgist- ing Af flugvelli var ekið beint I aðalbækistöð fréttamanna þar sem teknar voru myndir og gef- in út nauösynleg skilriki til að komast leiðar sinnar sem fréttamaður. Hótel Rossia sem ég bý á er mjög stórt, liklega stærsta I Evrópu, og tekur um 6000 manns. 1 raun er hér um aö ræöa 4 hóteleiningar, hverja meö sina eigin gestamóttöku, veitingasali, bari, verslanir o.þ.h. Þaðerþvi ekki um annað að ræða en að fara „inn um réttar dyr”, ööruvísi kemst maður hreinlega ekki á leiðar- enda. En skömmu áöur en ég fór aö heiman las ég frásögn feröa- langs frá lslandi sem býsnaðist yfir þvi aö vera visað frá einum dyrum til annarar á þessu hóteli, þótt um sama hótel væri að ræða. Skýringin liggur i framansögðu. Alls búa á þessu hóteli rösklega 3000 blaðamenn. Þeir hafa f mörgu að snúast, þurfa vlða að vera og vega- lengdir hér eru meö ólikindum. T.d. tekur allt að eina klst. aö aka i bil frá einum stað til annars til aö fylgjast meö keppni.oger þá um aðra leiöina að ræða. Mér sýnist lika margir þeirra vel þreyttir aö loknum vinnudegi og þurfandi fyrir aö „slappa af”. Þá er eins gott aö hafa i huganum, að hér er allur bjór 13 prósent aö styrkleika (ef ég man rétt er sterkasti bjór i Danmörku 6-8 prósent) en eins og aö likum lætur flytur stund- um með eitt og eitt staup af vodka. Ólympiuþorpið — full- trúar íslands I gær heimsótti ég Islending- ana i Olympiuþorpinu og létu þeirhiðbesta af dvölinni og öllu viðurværi. Ferðmin I Olympiu- þorpiðhaföií för með sér ýmsar uppákomur sem e.t.v. vinnst timi til aö senda pistil um seinna. 1 dag keppir Halldór Guð- björnsson i judo og Hreinn og óskar i úrslitum kúluvarpsins. Fer ég að sjálfsögðu að fylgjast meö þessu en verulega athygli hefur vakið, aö meðal 12 kepp- enda i úrslitum kúluvarpsins skuli vera 2 frá tslandi. 1 gærkvöldi talaði ég I sima við rússneskan Islandsvin, Juri Ilischev, fyrrv. þjálfara hjá KSIogVal. Bað Jurifyrir góðar kveöjur til sinna mörgu vina á tslandi. Læt ég þetta nægja að sinni, með kveðjum til lesenda Visis, Sigurður Magnússon.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.