Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 15
vtsnt Fimmtudagur 31. júli 1980. umaio fiuRíi' Frímerki íslensk og erlend, notuð, ónotuð og wnslög Albúm, tangir, stækkunar - gler o.fl. ávallt fyrirliggjandi. Póstsendum. FRlMERfOANIÐSTOÐIN SKÓLAVÖROUSTÍG 21A. PÓSTHÓLF 78, 121 RVK. SfMI 21170 Vöru-og braudpenmgar- Vömávísanir Peningaseðiar og mynt Gömul umslög og póstkort FRÍMERKI AIK fyrír safnarann Hjá Magna Laugavegi 15 Sími 23011 FYRIR VERg OA5I5 «teffen« HELGINA jakkar bolir buxu>* fyrir börn og ung/inga Stærðir 4-40 l'MBODSSALA MEÐ SKÍÐA VÖRL'R OG HLJÓMFL L TXIXGSTÆKI GRENSÁSVEGI50 108REYKJAVIK SÍMI: 31290 Sérstakt kynningarvei-ó á veiðivörum og viólegubún- aði, m.a. tjöld, svefnpokar, útigrill og allt í veiðiferðina. VERZLUNIN © MÍ Laugavegi 58 Sími 11699 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I lUmsjón: Hálfdán Helgason 41. þátturi Blargio lifi. Bjargið llfi gefið blóð. Hver hefurekki heyrt áskoranir Blóð- bankans við Barónsstiginn þess efnis að koma og gefa blóð. Margvislegur háttur er hafður á þvi i öðrum löndum að vekja athygli almennings á starfsemi bióðbanka og nauðsyn þess aö nægilega stór hópur manna sé ávallt reiðubúinn að gefa blóð sé til þeirra leitað. Fjöldamörg lönd eiga þó eitt sameiginlegt. Um það bil sextiu lönd hafa gefið út frimerki i hreinu áróöursskyni fyrir blóð- gjöfum og er fjöldi merkja þessa sérstæða söfnunarsviðs orðinn hátt á annaö hundraöiö. Þar að auki tengjast þessu mótifi bæði sérstimplar og vél- stimplar af ýmsu tagi. Fyrsta frimerkið I þessum flokki kom út árið 1942 og var eitt fjögurra merkja sem gefin voru út I Ungverjalandi til styrktar Rauða krossinum þar I landi og sýnir það blóðgjafa. Þótt blóögjafinn hafi æ siöan verið áberandi myndefni er hann þó engan veginn einn um að prýða þau frimerki sem sjálfsagt er að hafa meö i mótif- safni sem þessu. 't'il dæmis eru frimerki með mynd Eng- lendingsins William Harvey sjálfsögð i þessum flokki merkja. Ariö 1956 voru gefin út i Argentinu og Rússlandi fri- merki I tilefni af þvl að liöin voru 300 ár frá dauöa Williams Harvey, sem meö rannsóknum sinum leiddi i ljós starfsháttu blóðrásarinnar og staöfesti að slagæðar og bláæðar hafa að- skilin starfssvið aðrennslis og frárennslis. Annar visindamaöur á sviði blóörannsókna sem fengið hefur mynd sina á frimerki er Karl Landsteiner, austurriskur lækn- ir, sem uppgötvaöi tilvist hinna mismunandi blóöflokka um siöustu aldamót en nú á dögum mun á flestra vitorði að hver einstaklingur er i einhverjum blóöflokkanna A, O, B eða AB. Þessa flokkun má m.a. sjá á japönsku merki, sem gefið var út árið 1974. Aðeins tvö norðurlandanna hafa gefið út frimerki til að minna á blóögjafir. Finnar, sem hafa veriö iðnir viö útgáfu liknarmerkja hafa gefið út sjö blóðgjafamerki hin fyrstu árið 1951 en árið 1974 gáfu Danir út eitt merki þar sem myndefniö erm.a. táknrænir blóðdropar og áletrunin: „blóð bjargar lifi”. Svipaðar áletranir eru á fri- merkjum margra landa, árið 1974 gáfu Vestur-Þjóðverjar út eittmerki með áletruninni „gef- ið blóð, bjargið lifi”. Aðalmynd- geflð bloð iy|| m WW JP <pi 'yi I I I i i i i i l i ■ efniö er þó stór blóðdropi og hið biáa ljós lögreglubilsins. A þennan hátt er lögð áhersla á hlutverk blóögjafans á neyðar- stund. Arið 1973 kom út I Guyana minningarmerki til- einkað Rauða krossinum. Mynd merkisins sýnir á táknrænan hátt rauðu og hvitu blóðkornin ásamt áletruninni: „svo litið að gefa — svo dýrmætu að bjarga”. Arið 1956 var gefiö út i Belgiu frimerki eitt, tileinkað blóðgjöfum. Mynd merkisins sýnir pelikanfugl ásamt ungum sinum þremur. Drýpur blóö af bringu fuglsins i gin unganna. Samkvæmt ævafornri sögn rifur fuglinn upp bringu sina og fæðir ungana á eigin blóöi. Þarna á kannske ekki viö fyrri hluti áðurnefndrar áletrunar en hins- vegar mun fuglinn með þessu vera aö bjarga þvi dýrmætasta sem hann á, afkvæmum sinum. Þessi gamla sögn mun tilkomin vegna þess að þegar fuglinn matar unga sina á fæðu, sem hann geymir i þenjanlegum neðri gogg sinum þrýstir hann þessari rauöieitu skjóðu að bringunni þannig að hann virðist opna á sér bringuna með gogginum og fæða unga sina á eigin blóði. Þvi miöur er ávalit mikil þörf á blóöi vegna margvislegra slysa, einkum þó umferðasiysa. Nú er verslunarmannahelgin svonefnda um næstu helgi og má búast við gifurlegri umferð á vegum. Láttu merkið frá Austurriki minna þig á að spenna öryggisbeltið ef þú ert á ferðinni. Þá eru minni likur á aö> þú þurfir á blóðgjöf að halda, hendi þig eitthvert óhapp I um- ferðinni og þá ertu lika aflögu- fær handa öðrum. Faiiegasta frímerkið 1979 Vegna mistaka féll niður i sið- asta þætti mynd af frimerki þvi sem valið var fallegasta merki ársins 1979 i skoðanakönnun italska blaðsins „II Collezion- ista Italia Filatelica”. Tii að bæta úr þessu birtist hér mynd merkisins, en það var gefið út i Frönsku Pólynesiu i tilefni af al- þjóðaári barnsins 1979. Dansleikur um verslunarmannahelgina LAUGAKDAGSKVÖLD OG SUNNUDAGSKVÖLD Tjoldstædi ijljOuiZ'ysiilv I i--« l, / v'V- I leiko bæði kvöldin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.