Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 31.07.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 31. júll 1980. Umsjón: ^Magdalena Schram List eða landbúnaður. Vissulega var gaman a6 þessu öllu. Nánasalegar spurningar um tilgang eiga eflaust aö fara fyrir ofan garð og neöan — en þeir, sem krefjast svara, geta jú alltaf snúið sér a6 listafólkinu, þaö er allt á staönum. Auk þess fylgir sýningunni ýtarleg skrá, me6 upplýsingum um þá sem sýna, hygmyndir hópsins og stefnu þeirra. Ljóst er, a6 hugmyndir þeirra um eðli og tilgang lista, er allt annar en þar sem viðteknar eru. A Korpúlfsstöðum er ekki verið að mála myndir, sem ver6a varanlegar, jafnvel eili'far, - Obreytilegar og alltaf til sýnis. Áherslan er ekki á listaverkið sjálft, heldur þær hugdettur, sem koma þvi um kring. Verkið er ekki varnlegt, það er ekki til sölu og verður aldrei metið i krónum. Það er hugmynd, sem e.t.v. er ætlað að geta af sér aðrar hugmyndir, ýta við skoðunum, „rifa upp glyrnurn- ar” eins og einhver orðaði það. Hrista upp i meövitundinni, svo „List eöa landbdnaöur” eftir Gunnar V. Andrésson, ljósmyndara. með að hanga i lausu lofti yfir sjávarborðinu þegar flóðið kemur. Til hvers? Hún á við hvers vegna við málum ekki málverk — þaö er úrelt að mála myndir til að hengja uppá vegg. skeggjaður Finni að ganga upp rennu með hjólbörur á undan sér, fullar af sandi. Þegar hann er kominn efst i rennuna, sturtar hann úr hjólbörunum niður og sandurinn myndar keilulaga hól á jörðinni fyrir neðan. Þá gengur Finninn aftur niður, mokar meiri sandi i hjól- börurnar og leggur enn af stað upp með sandinn. Það bogar af honum svitinn. Ég þori ekki að segja upphátt hvað mér dettur i hug, spyr eins og fávis kona hvað hann sé að gera. Hér á hlaðið höfum við tveir málað ferhyrning. Þessi lina i honum bendir til Norðurpólsins. Sandurinn er i hring i einu horni ferhyrningsins. Þegar sýningin byrjar, flytjum við þennan sand, úr þessum keilulaga hól, byrjum að búa til annan hól. Og á þarnæstu sýningu, þá munum við mála annan ferhyrning og flytja hólinn I þriöja sinn. En til hvers? (mér var farið að liða eins og manninum i Botniulaginu: „Af hverju trú- lofaðist þú henni?.”) Hvurs lags eiginlega er Detta? „Það er einhver brjálæðingur búinn að setja bláa linu upp Olfarsfelliö. „Mer er nú alveg sama hvað hver segir, þetta er bara eitt- hvaö flipp.” „Þejjar ég kom i hlaöið á Korpúlfstöðum, var einhver að krita á jörðina — hann var búinn að gera hvít strik um hlaðið þvert og endilangt.” Þetta heyrði ég utan af mér verkið búið — þaö er ekki varanlegt eins og málverk eða myndastytta, en samt er það ekki búið, þaö heldur áfram i huga áheyrandans —hefuráhrif þar og lifir enn. Landslag er bakgrunnur, hélt Viggó áfram, við höfum ekki átt þátt i aö skapa það. Sumir þeirra, sem vinna að þessari sýningu, eru að breyta lands- lagi, ég er að leggja áherslu á „Stragedia” Gerning I sex þáttum, sem framkvæmist á þrem árum. og ákvað að fara upp að Korp- ulfsstööum og kanna málin. Þar erunorrænir listamenn aö setja uppsýningu, það fer ekki á milli mála — en hvurs lags sýningu eiginlega? Hvað á þessi bláa lina upp hamrahli'öina að fyrir- stilla? (Sá, sem sagöi mér frá henni, hélt reyndar að þetta væri kannske Hitaveitan — haföi ekki heyrt um Experi- mental Environment 1980.) Annar stakk upp á aö þetta væri auglýsing frá Bláa borðanum. A Korpúlfsstööum var mér tjað, að bláa llnan væri spegil- mynd af himninum. „Einhver Dani, sem þekkir aðeins flat- lendi, rauk upp til handa og fóta og gerði þetta. Sjáðu hvernig blái liturinn dýpkar eft;ir því sem neðar dregur. „Það er nefnilega þaö, umlaði ljós- myndarinn. Hugsaðu um músik Sýningin teygir sig frá f jallinu niöur i fjöru. A leiöinni yfir túniö hittum við danska stúlku, sem sagðist vera aö reisa grindverk i fjöruborðinu. Stuttu siðar hitt- um viö Islendinga, sem voru aö hreinsa tii eftir gamla grjót- námu og hiröa fallinn rollukofa og frá þeim gengum við fram á Norðmann, sem sat og virti fyrir sér fjóra nýja trébekki. Þaö var oröiö dálitið erfitt að greina á milli hversdagslegrar vinnu og listsköpunar. Norðmaðurinn sagðist heita Viggo Andersen. Hvað var hann að gera? Ég er aö búa til fjórar upp- stillingar — fjóra bekki og fjög- ur borö, sem ég mun setja upp á ýmsavegu og mynda. Myndirn- ar veröa svo sýndar hér á sjálfri sýningunni. E.t.v. má likja svona lista- skóþun við tónlist. Hugsaðu um músik, sem er leikin á hljóðfæri og þegar hljóöfærin þagna, er hlutleysi okkar i landslaginu með þvi aö skella þessum til- búnu hlutum i það mitt. Fljótandi grjót. Viö röltum áfram niöur i fjöruna. Ljósmyndarinn lét hitt og þetta fjúka en það heyrði það enginn, þó vorum við sammála um að þaö þyrfti að spurja, reyna að komast að þvi, hvort einhver alvara væri á bak við þetta allt saman eða hvort fólk- inu væri e.t.v. alveg sama þótt enginn botnaöi neitt I neinu. Tveir menn og ein kona á sjávarkambinum. Þau voru að festa band i staur og reka staurinn ofani Viggo Andersen i þungum þönk- um vegna fjögurra trébekkja. jöröina. Bandið var utan um stein, það voru raunar þrjú böndog þau héldu steinum uppi, hátt yfir fjörusandinum. Ég spuröi beint i framhaldi af vangaveltum okkar ljósmynd- arans: Til hvers eruð þið að þessu? Þetta er gaman. Nei I alvöru að tala, þá erum fcið að festa þennan stein til að rann komi til Þessi list er um hugmyndir. Einhver á eftir að koma hingaö og sjá þennan stein, stein, sem samkvæmt eðli sínu er þungur og liggur á jörðinni eins og mara, og allt I einu svifur hann i lausu lofti. Svo fer þessi einhver heim til sin og borðar kvöldmat- inn eða hvað svo sem hann fer aðgera og allt I einu fer hannað hugsa: já, svifandi steinn... og fær aðrar hugmyndir, verður e.t.v. meðvitaðri um umhverfiö og landið. Hann kann alltaf að hafa vitað að steinar liggja þungt á jörðu, en e.t.v. var hann þessarar vitundar ekki með- vitaöur. Þegar hafaldan fellur að, verður þessi steinn rétt fyrir of- an sjávarflötinn og auk þess munu þessir bláu pokar hreyfast með öldunni. Það sem við erum aö gera hér, i fjörunni tengist allt flóði og fjöru. Þarna er mitt verkefni, segir einn mannanna og bendir okkur á einhvers konar veg, sem hann hefur lagt út i ofurlit- innhólma við ströndina. Útlinur vegarins eru markaðar meö skeljum, niður i fjörusandinn, þar er ekkert en þar sem landið hallar aftur upp i hólmann, halda skeljaranar áfram að marka veg. Þetta er Highway no. 1 á Islandi segir maðurinn, hann heitir reyndar Carstein Nash. Maöurinn með steininn svifandi hét Palle Jacobsen. Konan heitir, Edda Lovelady. Hún er bara að hjálpa til og brosir I hógværö. Þama út frá, segir Carsten, er verið aö reisa pinulitið hús. Þegar flóöið kemur fer gólf hússins á kaf. ,,En af hverju trúlofaðist ’enn?” Við kveöjum þau og förum aftur upp aö Korpúlfsstöðum. Þar i hlaðinu er vigalegur og al- Fljótandi grjót. Finninn leit á mig og sagði: ég er ekki dagblaö. Meira ekki. Inni i sjálfu Korpúlfsstaðabýl- inu var heimilislegt. Þvottur hékk á snúru i portinu, inni var verið að hella upp á könnuna, mála myndir á veggi, rabba saman, einhvers staðar heyrðist i börnum að leik. I einu horni hafði einhver búið um sig, þaö var Lappakonan Metta AAre. Ég reyndi að hafa upp á henni, en hún hafði farið til Grænlands daginn þennan. það sem liggur dýpst, bylti sér upp á yfirboröiö. A leiðinni upp á þjóðveginn aftur, blöstu við heykögglar í túninu og ljðsmyndarinn gat ekki á sér setið aö mynda þá. Eflaust hefði liöinu á Korpúlfs- stöðum likað það vel og sagt að það hefði ýtt við meövitund okkar blaöasnápanna um landið. Experimental Environment 1980 hefst að Korpúlfsstöðum á mánudaginn, 2. ágúst. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.