Vísir - 02.08.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 02.08.1980, Blaðsíða 32
síminn er86611 Veöriö hér og har Akureyri, skýjað 20, Bergen, léttskýjað 17, Helsinki, létt- skýjaö 25, Kaupmannahötn, léttskýjað 19, Osló, skýjað 20, Reykjavik, rigning 14, Róm, þokumóða 27, Stokkhólmur léttskýjaö 25, Þórshöfnskýjaö 13, Aþena heiörikt 28, Berlin léttskýjað 22, Feneyjar létt- skýjað 28, Frankfurt skýjað 25, Godthaab heiðrikt 14, Londonskýjaö 22, Luxemburg skýjað 24, Las Palmas létt- skýjað 23, Mallorcaskýjað 29, Malagaléttskýjað 25, Vlnlétt- skýjaö 23. B veðurspá Helgarspá: Búast má viö skúraveðri og hægri austanátt á S-V landi en hægviðri og björtu veðri a N-V landi. Norð austan lands er gert ráö fyrir hægri austan átt og skýjuðu með köflum. A suð-austurlandi verður austan gola en kaldi, súld eða rigning annaö slagiö. segir Nokkur dráttur hefur oröið á útsendingu skattseöla I Reykjavik vegna bilunar i tölvu. Mun þessi truflun stafa af þvl, aö I forriti tölvunnar var ekki gert ráö fyrir jafn glf- urlegum skattahækkunum og raun varö á. Skattar hækka meira en nemur launahækkunum Nú eru ljósar niðurstöður gjaldaálagningar á einstaklinga i Reykjavlk fyrir gjaldárið 1980. Samkvæmt nýjum ákvæðum skattalaganna um sérsköttun hjóna, er fjöldi gjaldenda mun meiri i ár eöa 62.063 en var 45.846 í fyrra. Heildargjöld á einstaklinga nema 55,9 milljöröum króna og er það 67,08% aukning frá þvl i fyrra en þá hækkuðu gjöld um rúm 60% frá árinu 1978. Að frá- dregnum persónuafslætti og barnabótum er aukningin 63,8%. Tekjuskattur einstaklinga eykst á þessu ári um rúm 69% frá þvi á árinu 1979 en jókst þá um rúm 75% frá 1978. Þa hefur eignaskattur i ár aukist um rúm 92% og jókst um 128,5% á siöasta ári. Ctsvarshækkun nemur 63% og hækkaði um 57% áriö áöur. Þessi gjaldaaukning er mun meiri en hækkun verðbótavisi- tölu og grunnkaups á siðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Vil- hjálms Olafssonar, deildar- stjóra á Hagstofu Islands nam hækkun verðbótavisitölu á árinu 1979 44,3%. Meö grunnkaups- hækkunum sem voru 3% i júnl og 2% I desember hjá þeim lægst launuðu, nemur þvi al- .menn launahækkun á árinu 1979 51,6% og allt upp i 60% hjá opinberum starfsmönnum og nokkrum hópum, vegna þak- lyftingarinnar. Almennar launahækkanir ná þvi engan veginn gjaldaaukn- ingu á einstaklinga i Reykjavík áriö 1980. — AS Unniö aö slökkvistarfi viö Langholtsveg. VIsism.BG, Kona hrann inni - Degar elflur kom upp í húsl vlð Langholisveg Sextiu og átta ára gömul kona brann inni, er eldur kom upp I húsi við Langholtsveg i gær. Maöur á svipuðu reki, sem einn- ig var i húsinu, var fluttur á slysadeild Landspitalans, en meiðsli hans munu ekki hafa veriö alvarleg. Slökkviliöið fékk tilkynningu um eldinn laust upp úr klukkan fimm siðdegis, og logaði þá út um glugga á efri hæð hússins. Slökkviliösmenn réðust inn um glugga á neðri hæðinni, og fóru þaðan upp á efri hæðina, þar sem kviknað hafði i. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en þó ekki fyrr en talsverðar skemmdir höfðu oröiö. Vakt var höfö við húsið eftir að slökkvi- liðið hélt á brott, ef ske kynni að einhversstaðar leyndust glæður. Eldupptök eru enn ókunn —AHO Nýtt iiugléiag um AmerikutlugiO: Jákvæð viðbrðgð í Luxemborg - seglr Slgurður Helgason „Mér fannst forsvarsmenn Luxair-flugféla gsins vera fremur jákvæöir i garð umleit- ana okkar að Luxair tæki þátt i stofnun nýs flugfélags meö Flugleiðum, sem annast gæti Amerikuflugiö” sagöi Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða, er Visir ræddi viö hann eftir heim- komu hans og Arnar O. Johnson frá Luxemburg. Eins og fram kom i Visi I gær lýstu stjórnvöld í Luxemburg sig reiöubúin til að styrkja nýtt flugfélag, ef til kæmi. Siguröur sagði, að Luxair-menn þyrftu lengri tima til að hugleiða máliö i heild, áöur en þeir tækju ákvöröun. „Nú er fargjalda- striðið að magnast á ný, meö lækkun British Airways á far- gjöldum i Amerikufluginu, og þykja okkur þau tíðindi heldur ill” sagðiSigurður. „Erfitt er að segja um hvaöa áhrif þau gætu haft á ákvöröun Luxair”. Sigurður var spuröur hvort hann vildi láta hafa nokkuð eftir sér um fregnir af þvi, aö Jóni Júliussyni, forstjóra stjórn- unarsviös hjá Flugleiðum, og Martin Pedersen, deildarstjóra i markaösdeild, heföi verið sagt upp störfum. Hann sagöi, að Jón og Martin hefðu sagt upp störf- um sinum, og væri ástæðuna ekki að rekja til ágreinings eins og rætt hefði verið um. —AHO Landsmót í golfí: Ver Hannes lillllnn ? úrslitakeppnin í Lands- mótinu í golfi hófst í morg- un á Grafarholtsvellinum, en kl. 13.55 í dag leggja þeir bestu í meistaraflokki karla til atlögu við 18 síð- ustu holurnar í hinni 72 hola keppni sem þeir hafa verið að berjast í undan- farna daga. Staða efstu manna er þannig eftir keppnina i gær að Islands- meistarinn Hannes Eyvindsson er i efsta sæti með 230 högg, ann- ar er Björgvin Þorsteinsson með 232 og I þriðja sæti Siguröur Pétursson með 233 högg. I kjölfar þeirra koma svo margir kylfing- ar, tilbúnir að blanda sér I barátt- una um titilinn ef eitthvaö fer úr- skeiðis hjá þeim efstu. Menn muna eflaust eftir einvigi þeirra Hannesar og Björgvins á lokadegi Landsmótsins I fyrra, og svo viröist sem annað sllkt einvigi sé I uppsiglingu, en nú eru fleiri menn inni I myndinni sem geta blandað sér i baráttuna. En það skýrist i dag hver verður íslands- meistari I golfi 1980. gk-- Varðhaidið framlengt: Fleiri tengjast svikunum Framlenging hefur enn fengist úrskurðuð á gæsluvarðhaldi tví- menninganna, sem grunaðir eru um stórfeild fjársvik. Gæsluvarö- hald beggja hefur verið fram- lengt til 15. ágúst, og kærði hvor- ugur úrskuröinn til Hæstaréttar. Fjársvikamálið veröur sifellt umfangsmeira, aö sögn Þóris Oddssonar hjá Rannsóknarlög- reglu rikisins, og kemur æ fleira 1 ljós, sem þarf könnunar viö. Bendir ýmislegt til, að allnokkrir aðilar tengist málinu meö brot- legum hætti, og munu skýrslur Rannsóknarlögreglunnar um þetta efni nú skipta hundruðum blaðsiöna. Er þar meðal annars fjallaö um margvisleg vixlavið- skipti, og koma viö sögu allveru- legar fjárhæðir, en engar tölur er aö fá enn. — AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.