Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 3
vísm Þriöjudagur 5. ágúst 1980 í neimsókn hlá Umferðarráði: „ÞflKKfl ÞflÐ ORKUKREPPUNNI Þegar Vísi bar aö garöi i húsakynni Umferöarráös viö Lindargötuna siödegis i gær stóö bein útsending yfir og rödd Óla H. Þóröarsonar hljómaöi I gegnum gamla gufuradióiö. L Starfsmenn Umferöarráös hafa átt annrikt yfir þessa helgi og simtöl til þeirra skipta hundruöum. Aöeins endaspretturinn var eftir, aö koma vegfarendum heilum heim. „Ég þakka þaö orkukrepp- unni”, sagöi Óli H. Þóröarson, framkvæmdastjóri Umferöar- ráös, er Vísir innti hann eftir þvi hverju hann þakkaöi slysalitla helgi. „Annars á eftir aö koma fólkinu I bæinn” bætti Óli viö. „Staöreyndin er sú, aö fólk fer nú styttra til þess aö finna góöa staöi, sem næst heimilum sln- Starfsmenn Umferöarráös, ásamt tæknimanni Rlkisútvarpsins: Siguröur Agústsson, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir og Baldvin Ottósson standa aö baki óla H. Þóröarsyni, sem tilbúinn er I næstu sendingu. A móti honum situr Runólfur Þorláksson, tæknimaöur. Ekkier hægt aösegja.aö Umferöarráöþurfi mikiö rými fyrir aöstööu sina en úr þessarikompu lágu heilræöi til ökumanna um helgina. (Visism. BG) um. Þá getum viö einnig þakkaö þetta góöu veöri um landiö. Ef veöur er mjög misjafnt eftir landshlutum, skapast lands- hornaflakk, sem oft dregur dilk á eftir sér.” — AS verslunarmannahelgin: Siysaiítil en ölvun mlkil Engin teljandi slys hafa oröiö á mönnum um þessa verslunar- mannahelgi. Olvun hefur hins vegar veriö mikil og samfara henni ýmiskonar minni háttar meiösl á mönnum. Þá áttu sér staö minni háttar umferöar- óhöpp. A höfuöborgarsvæöinu gekk helgin mjög eölilega enda fjöldi fólks úr bænum. A helstu samkomustööum um landiö voru þúsundir manna og aö sögn löggæslumanna á þessum stöövum, fóru samkomurnar vel fram, miöaö viö aöstæöur. 1 Galtalæk voru samankomin um þrjú þúsund manns og fór samkoman vel fram. Einhver óhöpp tengdust Þjórsárdalnum enda fjöldi þar mikill. Lögreglan á Selfossi og vegaeftirlitiö á Suöurlandi höföu tekiö á fjóröa tug bilstjóra, grunaöa um ölvun viö akstur, frá föstudegi til nón- bils I gær. Þá var mikiö fjölmenni á Þing- völlum um helgina og eru nokkrir úr hinum stóra hópi ölvaöra öku- manna tengdir þvi svæöi. í Vestmannaeyjum voru um 5- 6000manns og þar af um tvö þús- und aökomumenn, sem er nokkru meira en var I fyrra. Fjórir höföu þaö þó af aö beinbrotna, en minniháttar meiösl á mönnum voru nokkur. Veöurbliöa fylgdi þjóöhátlöargestum yfir helgina, en veöur skeytti þó nokkuö skapi á gestum á sunnudagskvöldiö. 1 Húsafelli voru nokkur þúsund manns, og var annasamt hjá Borgarnes-lögreglunni vegna smávægilegra óhappa. Heimildarmenn Visis á sam- komustööunum þakka góöu veöri og glöggum umferöarleiöbein- ingum hina slysalitlu verslunar- mannahelgi þetta áriö. — AS Nýtt íslenskt gítarverk Á miövikudaginn, 6. ágúst heldur Hollendingurinn, Wim Hoogewerf, gitartónleika I Norr- æna húsinu. Wim mun leika verk eftir Villa-Lobos, Ponce, Martin og Jónas Tómasson. Verk Jónasar heitir A Whim for Wim og samdi tónskáldiö þetta sérstaklega fyrir gítarleikarann Þetta mun vera fyrsta tónverkiö, sem Jónas semur fyrir gftar ein- göngu.______________________ Innbrot um helgina Brotlst var inn i flugskýliö á Selfossi á aöfaranótt laugardags og stolið þaöan um 100 litrum af flugvélabensini Ur tönkum og af flugvélum. Tveir menn sitja i gæsluvaröhaldi vegna málsins. Þá var gerö innbrotstilraun I bát I Reykjavikurhöfn, en þjófur- inn náöist á staönum. Haföi hann veriö i leit aö vimugjöfum. Þetta átti sér staö á sunnudagskvöldiö. Aö ööru leyti viröist helgin hafa veriö einstaklega róleg hvaö varöarinnbrotstilraunir. — AS Wim Hoogewerf er 25 ára gam- all og tók einleikspróf I gitarleik frá Sweelinck Konservatorium i Amsterdam á þessu ári. Hann hefir haldiö fjölda tónleika, bæöi I Hollandi og Frakklandi, komiö fram I útvarpi og sjónvarpi og fengiö lofsyrði fyrir leik sinn. Einkum flutning á nútimatónlist. Wim hélt tónleika meö Þóru Kristjánsson semballeikara I júli I Norræna húsinu viö góöar viö- tökur. Ms Wim Hoogewerf, gltarleikari NÝTT HAPPDRÆTTlfÁR UNGIR JEITl ALDNIR ERUITIED DREGIÐ14 FLOKKI Á mORGUN Meöal vinninga: Skemmtisnekkja aö verömæti um 18 milljónir kr. 9 vinningar til bílakaupa á 2 milljónir hver. miÐI ER mÖGULEIKI Munið aö endurnýja. DÚUm ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.