Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR Þriöjudagur 5. ágúst 1980 ,jn j ',rri’£Í>i?tí VÁ HVER jr A KOLLGÁTUNA? Látið ekki HAPP t/r hendi s/eppa ? Við minnum okkar ágætu iesendur á að skila getraunaseðlum með nægum fyrirvara — því til mikils er að vinna Til dæmis: Tjald frá TÓMSTUNDAHÚSINU Bakpoki og svefnpoki frá SKÁTABÚÐINNI Útigrill, gassuðutæki og pottasett frá SPORTVAL Bækur og snældur frá ERNI & ÖRLYGI Sólstóll frá VÖRUMARKAÐNUM Grillveisla fyrir 30 manns frá ASKI Ferðagrill frá BLÓMAVAL Öryggissæti fyrir börnin frá SKELJUNGI Hringmiðar um landið með áætlunarbifreiðum BSÍ Flugfarmiðar um landið með ARNARFLUGI og svo heldur húrt áfram og við drögum KOLL af KOLLI Síðumúla 8 - Sími 8-66-11 Poul Andersen, forstjóri flug- hafnarinnar i Kastrup, sýnir á korti af f lugvallarsvæöinu fréttaljósmyndara, hvernig stækkanir munu breyta honum. Kastrupflugvöllur Kaupmannahafnar á að taka miklum stakka- skiptum i framtiðinni til þess að geta betur full- nægt þeim kröfum, sem jafnt flugfélög og far- þegar gera til flughafna. Fyrir fimm milljarða danskra króna á að stækka flughöfnina og laga hana til nýtisku- legri vega, svo að hún geti sinnt þeim 22 mill- jónum ferðamanna sem spáð er, að fari um Kastrup við næstu alda- mót. Þó munu liða að minnsta kosti fimm ár, áður en viðkomugestir i Kastrup merki nokkra bót á aðstöðunni þar. Þvert á móti mun hún fyrsta kastið minna helst á byggingalóð. 1 júnibyrjun samþykkti Þjóð- þingið danska lögin um stækkun Kastrup og þar með var kastað fyrir bi öðrum áætlunum, sem til voru i kistuhandraðanum um smiði alþjóðlegsflugvallar ann- arsstaöar en á Kastrup. Þeir i Kaupmannahöfn hafa nefnilega lika alið lengi á sinum „Alftanes- flugvallarhugmyndum'. Nema hjá þeim var þaö Salthólmi.sem átti aö verða þeirra Alftanes. Hætta við Saltholm Alþjóðaflugvöllúr á Salthólma hefði kostað i smiöi ekki minna en tiu milljarða danskra króna, og hefði ekki veitt meiri afkastagetu eða betri þjónustu, en Kastrup- flugvöllur kemur til að gera eftir stækkunina fyrir helming þeirrar upphæðar. Af augljósum hag- kvæmnisástæðum valdi Þjóð- þingið siðari kostinn. 15 ára áætlun Þessi fimm "milljaröa fjárfest- ing dreifist á fimmtán ára bil samkvæmt áætlunum, og mun rikissjóður greiða 3,5 milljarða, enhittflellurá notendur. SAS ætl- ar að reisa tvö flugskýli, eitt eða tvöeldhús, sem þjóna flugvélun- um, og nýja vörumóttöku. Leigu- flugfélög ýmis ala einnig á bygg- ingaraáætlunum, en oliufélögin axla kostnað af byggingu nýrrar eldsneytisafgreiðslu. Ovissan, meðan ekki var end- anlega búið að afgreiða Salt- hólmaáætlunina, varðauðvitað til þess, aö siðustu tiu árin hefur ekki verið fjárfest i nýbyggingum á Kastrup. Að minnsta kosti ekki neinum verulegum. Þrátt fyrir si- vaxandi umferð um Kastrup, hafa allar framkvæmdir til um- bóta eöa stækkunar legiö niðri. Þar meö hafa þvi verið takmörk sett, hvaö flughöfnin hefur getað tekiö viö mikilli aukningu, og af- leiðingin orðið seinkanir og óþæg- indi, sem aftur orkaði siðan á feröamannastrauminn. 1 viðtali viö Aftenposten á dögunum taldi Poul Andersen, forstjóri flug- hafnarinnar, að Kastrup heföi á siöustu arum misst af einni mill- jón farþega, sem fóru annað hvort beint til Noregs, eða um Sturupflugvöll Málmeyjar (enda boðið þar upp á afslátt á flug- vallarskatti) eða um aðra danska ílugvelli. — I fyrra fóru þö i fyrsta sinn meir en tiu milljón'-ferða- menn um Kastrup. Umierð minnkandi attur A fyrstu iimm mánuðum þessa árs hefur umferðin dregist sam- an, og er þvi spáð, að ekki fari nema 9 1/2 milljón íarþega um flugvöllinn þetta árið. Að hluta til er kennt um flugstjóraverkíallinu hjá Dönum, en að nokkru sam- drætti i farþegaflugi á Vestur- löndum og i þriðja lagi annmörk- um Kastrup, sem hafi fælt frá. Landvetter-flugvöllur Gauta- borgar hefur einnig laðað að s.ér umferð, sem annars færi ef til vill um Kastrup. Sérstaklega þá vöruflutninga flugfélaganna, en hingað til hefur aðeins um 25% vöruflutninga um Kastrup átt sina endastöð i Danmörku. Ef Kastrup bætir ekki senn aðstöð- una til vörumóttöku mun Land- vetter fá meira til sin og einnig Fornebu við Osló þar sem SAS er að ljúka smiði nýrrar vörumót- töku. I stækkunaráætlunum Kastrup er tekið mið af þvi að þjóna fleiri norskum og sænskum farþegum. Nýju flugskýlin tvö hjá SAS verða byggð á uppíyllingu úti við Eyr- arsund, og sömuleiðis ný elds- neytisafgreiðsla oliufélaganna. Um milljón fermetra stórt svæði, sem stendur ónotaö austanvert við flugvöllinn, veröur lagt undir nýjar vöruafgreiðslur fyrir Norð- urlandaflutningana. Þar verður einnig innanlandsflugið og hluti af utanlandsafgreiðslunni teygir sig þangað. Nýjar itávaðareglur Þverbrautin eða „hávaða- brautin" eins og Kaupmanna- hafnarbúar kalla hana — þvi að aðflugstefnan er yíir ibúðarhverfi — verðurflutt út að ströndinni, en um hana fer aðeins 5% flugum- ferðar Kastrupvallar. Þykir það vera tii bóta, þvi að flugumíerðin beinist þá yíir dreifbýlia svæði. — Raunar er einnig i bigerð aö setja sérstakar hávaðatakmarkanir fyrir næturflug. Verða þær svo strangar, að DC-9 þotur munu með naumindum sleppa utan þeirra marka. Fyrirsjáanlega munu f lugfélög neyðast til að nota hávaðaminni flugvélar i slika næturumferð. En eftir að breið- þoturnar fóru að sjást i Kastrup, eftir fækkað flugtökum og lend- ingum, og að minnsta kosti 75% flugvéla, sem athafna sig á Kastrup, fullnægja alþjóðlegum hávaðatakmörkunum. Langur gangur I dag þykir mörgum æðilangur gangur fyrir svanga Manga að arka um alla rangalana frá flug- vélinni inn i hjarta flugafgreiðsl- unnar, tollafgreiðslunnar og vegabréfaeftirlitsins. En þessir rangalar eiga eftir að lengjast enn, samkvæmt stækkunaráætl- ununum, og eiga þá þrir nýir að bætast við. Einn „fingurinn" eins og Danir kalla þá, verður þá 500 metra langur og siðan 300 metra gangur til viöbótar að tollinum svo aðlabbitúrinn slagar hátt upp i einn kilómeter. Samt er ætlunin, að hann verði svo þröngur, aö færibandi verði ekki komiö við inni i honum. Fatlaöir munu þó eiga kost á að leigja sér raf- magnsvagna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.