Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 11
VÍSIR Þriðjudagur 5. ágúst 1980 s Fleiri ráðstefnur af sama 99 tagi varla ömaksins verðar M a i 1 i I I a a a B I B B B B fl fl fl I ,,Svo virtist sem megintil- gangur sumra fulltrúanna á ráðstefnunni, sérstaklega frá Rússlandi og Indlandi, væri að koma f veg fvrir að tillögur ann- arra næðu fram að ganga, frem- ur en að þeir vildu koma ein- hverju jákvæðu til leiðar sjálfir. Hins vegar voru langflestir full- trúanna áhugasamir um, að ráðstefnan vrði árangursrfk og unnu að þvi kappsamlega að samstaða næðist um. hvernig staðið skvldi að ja fnréttisbar- áttunni" sagði Vilborg Harðar- dóttir, einn fulltrúa íslands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn um réttinda- og hagsmunamál kvenna, sem nú er lokið. A ráðstefnunni átti að gera út- tekt á þvi, hvernig réttindamál- um kvenna hefur miðað þann hálfa áratug, sem liðinn er frá alþjóðlega kvennaárinu, og móta stefnu næstu fimm ára. t Kaupmannahöfn mættu fulltrú- ar 145 þjóða úr öllum heimsálf- um. Áður en ráðstefnan höfst, lagði undirbúningsnefnd Sam- einuðu þjóðanna fram drög að framkvæmdaáætlun. Áætlunin var samþykkt með 94 atkvæð- um, en fulltrúar 4 rikja greiddu atkvæði á móti henni — Banda- rikjanna, Kanada, Ástraliu og Israel — og 22 riki sátu hjá, þar á meðal tsland. Óviðkomandi efni sett inn i framkvæmda- áætlun t greinargerð um afstöðu ts- lendinga til áætlunarinnar, sem lögð var fram við atkvæða- - sagt frá greinargerð sendinetndarinnar islensku og rætt við Viiborgu Harðardóttur að lokinni kvennaráðstetnu ..Enda þótt langt sé frá, að algert jafnrétti hafi náðst hér á landi, er þvi ekki að leyna að vandamál islenskra kvenna blikna nokkuð við hliðina á þvi gifurlega misrétti, sem konur víða i þróunarlöndunum búa við"segir Vilborg Harðardóttir, einn fulltrúa tslands á kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. IVIynd ÞG. greiðsluna, segir meðal annars: „Sendinefnd tslands þykir leitt að sjá, að í annað sinn, fyrst i Mexikó og nú i Kaupmanna- höfn, er verið að nota kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á pólitiskan hátt með þvi að taka fyrir mál, sem að okkar mati ber að f jalla um á allsherj- arþingi S.Þ. óviðkomandi efni hefur verið sett inn i fram- kvæmdaáætlun, sem að öðru leytí er fullkomlega aðgengileg og vissulega mjög þýðingar- mikil, en að samningu hennar hafa flestar sendinefndir á ráð- stefnunni lagt fram mikla vinnu". „...Konur alls staðar að úr heiminum hafa komið á ráð- stefnuna i þeirri trú, að megin- markmið hennar væri að bæta stöðu kvenna og vinna að jafn- rétti, en hafa komist að raun um, að hún hefur i raun verið notuðsem vettvangur fyrir deil- ur, sem hafa dregið athyglina frá raunverulegum tilgangi hennar....Við efum að konum muni þykja ómaksins vert að sækja þriðju ráðstefnuna af þessari tegund.” „Enda þótt sendinefnd Is- lands telji flest atriðin i fram- kvæmdaáætluninni nauðsynleg fyrir áframhaldandi starf að jafnrétti kynjanna, einkum hvaðsnertir markmið einstakra þjóða og einnig i alþjóðlegu samhengi, taldi tsland af fram- angreindum ástæðum sér ekki annað fært en að sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna. Að sögn nefndarmanna „var að sjálf- sögðu fylgt afstöðu islensku rikisstjórnarinnar við atkvæða- greiðsluna, en ekki einkaskoðun nefndarmanna”. Ósamkomulag um tvö atriði áætlunarinnar Þau önnur riki, sem sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn áætl- uninni tóku flest fram, að þau myndu virða framkvæmda- áætlunina, og vinna eftir henni að langmestu leyti. Meðan á ráðstefnunni stóð undirritaði Einar Agústsson sendiherra, formaður sendinefndarinnar, fyrir tslands hönd sáttmála S.Þ. um afnám hvers kyns misréttis gagnvart konum. Samkomulag náðist ekki um tvö atriði áætlunarinnar, að sögn nefndarmanna. Hið fyrra er i innganginum, þar sem zion- ismi er lagður að jöfnu við kyn- þáttamisrétti, „apartheid" og aðrar undirokunarstefnur. Hitt er i grein um aðstoð viö Palest- inukonur, sem þingheimur hefði að sögn tvi'mælalaust stutt, ef ekki hefði jafnframt verið þar gert ráð fyrir pólitiskum stuðn- ingi við PLO. tsland greiddi at- kvæði gegn fyrrnefnda atriðinu, en sat hjá við afgreiðslu þess siðamefn da. Ástandiö gott hér mið- að við þróunarlöndin Auk framkvæmdaáætlunar- innar voru samþykktar fjöl- margar ályktanir um einstök mál og málefni einstakra þjóða. „Sérstaklega var fjallað um málefni kvenna i Suður-Afriku annars vegar og Palestinu hins vegar, og auk þess rætt um vandamál flóttakvenna’’ sagði Vilborg. „Enda þótt langt sé frá, að algert jafnrétti hafi náðst hér á landi, er þvi' ekki að leyna, að vandamál islenskra kvenna blikna nokkuð við hlið- ina á þvi gifurlega misrétti, sem könur viða i þróunarlöndunum búa við’’. Vilborg sagðist vilja slá botn i þetta með þvi að lýsa undrun sinni á staðhæfingu, sem kom fram i grein Svarthöfða i Visi þann 28. júli um, að hún hefði i öðru blaði sagt frá ræðu, sem ekki hefði enn verið búið að flytja. ,,Svarthöfði lýgur þarna blákalt upp á mig” sagði hún. „Enda þótt hann hafi ekki haft fregnir af ræðunni áður en ég sagði frá henni, hafði hún engu að siður þegar verið flutt”. —AHO. HÝ DÚD—NÝJAR VÖRUR Sófasett og veggeiningar úr furu. Margar viöartegundir. Eikarsofasett ásamt samstæöum boröum. Speglasett úr málmi meö marmaraplötu. Margar gerðir. Hjónarúm ásamt marmaraplötum. náttboröum úr rnálmi með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.