Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 15
 ^|y.*jK^; * '"V ;f*f*-*** ’&i* * "w« L. W--, 'x~'wv-'' -4 % víi~ v ■< V- 'w d»r SwSWf&if sf'sfeiSI l>aft er slegiö i gegn og ekkert hálfkák. Hannes Eyvindsson tslandsmeistari slær upphafshögg og gamla kempan Þorbjörn Kjærbo, sem enn einu sinni blandaði sér i baráttuna fylgist með. Visimynd Friöþjófur HANNES VAR LANGBESTUR flannes átti siöasta orðiö i tslandsmótinu 1980, er hann púttaöi niöur ca. 5 cm pútti á 18. flötinni iGrafarholtinu. Visismynd Friöþjófur „Nei, ég get ekki sagt, aö ég sé neitt spenntur”, sagöi llannes Eyvindsson úr Golfklúbbi Revkjavikur, er siðasta dagur ts- iandsmótsins i golfi var aö hefjast á laugardag. Fyrir þann dag keppninnar haföi Hannes tvö högg i forskot á Björgvin Þor- steinsson og þrjú högg á Sigurö Pétursson, og þessir þrir skipuöu einmitt siöasta „hollið”, sem ræst var út á laugardaginn. Og var ekki aö sjá á Hannesi, aö sú pressa sem var á honum hæöi honum neitt. Fyrsta teighögg hans var um 300 metrar og hafn- aöi i flatarkanti, og strax á 1. hol- unni jók hann forskot sitt úm eitt högg. Þeir Björgvin og Siguröur unnu þetta högg upp á 2. holunni og á þriöju holu tapaði Hannes enn einu höggi er hann lenti I erfiö- leikum utan brautar og munurinn á honum og Björgvin var- nú skyndilega oröinn eitt högg og Siguröur einu höggi þar á eftir. Hannes lenti einnig i erfiö- leikum eftir upphafshögg sitt á 4. braut, en þá sýndi hann hvers hann er megnugur og bjargaöi sér meö snilldarhöggi, sem hafn- aöi viö flatarkant. Staöan breytt- ist ekkert viö þessa holu. Björgvin i erfiðleikum Björgvin Þorsteinsson lenti I miklum erfiðleikum á 5. og 6. hol- unni. Teigskot hans á 5. holu hafnaöi utan brautar og mistókst honum 2. höggiö. Sföan tók hann viti og sló fjóröa högg inn á flöt- ina, siðan tvö pútt og hann fékk 6, á sama tima og Hannes lék örugglega á fjórumhöggum eöa á pari. Sigurður var á 5 höggum eftir aö hafa brennt af örstuttu pútti. Björgvin var geysilega óhepp- inn á 6. holu, en þar hafnaði teig- högg hans á flötinni. Hann púttaöi fyrst aö holu en annaö pútt hans fór I hoiuna en sföan uppúr vegna þess aö holubotninn haföi verið ilia settur i, kanturinn allt of ofar- iega og þeytti kúlunni uppúr. Þarna töldu margir, aö úrslitin heföu ráöist, og vist er aö Björg- vin var mjög óánægöur meö þetta. Hann kastaði pútternum sinum frá sér, nokkuö sem aldrei hefur sést til þessa kylfings sem hefur fengiö á sig orö fyrir aö vera einn þeirra, sem ekki flíkar tilfinningum sinum f keppni. Á sama tima virtist Hannes tvf- eflast. Hann lék 6. holu á þremur höggum eöa pari, sömuleiöis þá 7. en á 8. holu fékk hann einn fyrir par áöur en hann fékk „birdie” á yyj^^^^Þriöiudagur 5. ágúst 1980 15 VÍBA HÖRÐ KEPPNI I Islandsmótinu i golfi var ekki einungiskeppt i meistaraflokkum karla og kvenna. Þar var hart barist i öðrum flokkum, og urðu sigurvegarar þessir: 1. fi. karla: 1. Hans Isebarn GR..........319 2. Kristinn Olafss. GR......320 3. KnúturBjörnss. GK........326 2. fl. karla: l.SigurðurHólm GK...........349 2. Halldór Svanbergss. GA .... 357 3. Guðmundur Ófeigss. GR.... 358 3. fl. karla: 1. Hans Kristinss. GR......351 2. Jón G. Tómass. GR.......356 3. Magnús Guðmundss. NK ... 356 1. fl. kvenna: 1. Guðrún Eiriksd. GR......393 2. ElisabetMöller GR.......405 3. Lilja óskarsd. GR........411 gk-: REIKNAÐI EKKI AÐ HALDA ÞESSU Hannes Eyvlndsson: Björgvin Þorsteinsson er ávallt I fremstu röö, en hann haföi ekki heppnina með sér i Grafarholtinu á laugardaginn. Visimynd Friöþjófur „Ég hugsaði ekkert um það”, sagði Hannes. „Ég einbeitti mér aö þvi, sem ég sjálfur var að gera, aö minu golfi, og ef eitthvaö hefur bjargað mér I dag öðru fremur, þá var það að ég hugsaði jákvætt”. —Hefur þú æft vel i sumar?. „Sannleikurinn er sá aö ég hef sama og ekkert æft nema nú siðustu vikurnar fyrir þetta mót. Ég var að stofna heimili og i þaö fer mikill timi, þannig að af- gangstimi var ekki fyrir hendi nema til þess aö taka þátt i mót- um”. Þrátt fyrir það er Islands- meistaratitill Hannesar fyllilega verðskuldaöur, og hann er verð- ugur þess aö vera fyrirmynd ungra golfpilta bæði utan vallar og innan meö framkomu sinni og látleysi. Til hamingju, Hannes Eyvindsson! gk—• „Ég reiknaði ekki með að halda þessu tveggja högga forskoti, sem ég haföi náð fyrir siðasta keppnisdaginn. Það hefur ekki verið min sterka hlið, heldur að sækja”, sagði Hannes Eyvinds- son, nýbakaðuur islandsmeistari i golfi, er viö ræddum viö hann aö keppni lokinni. — Við spurðum hann hvað hann hafi hugsað þeg- arBjörgvin Þorsteinsson var bú- inn aö minnka forskot Hannesar I eitt högg eftir þrjár holur siðasta daginn. NVbakaður ísiandsmelstarl kvenna: „Langaöi tn að spiia vel” „Mér er alveg sama, þótt ég sigra ekki, bara ef ég næ að spila gott golf”, sagði Sólveig Þor- steinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavikur, hinn nýi tslands- meistari kvenna i golfi, er viö ræddum við hana eftir að hún haföi tryggt sér sigurinn i kvennaflokki á laugardaginn. Viö spurðum Sólveigu , hvort hún hefði átt von á þvi að sigra og veröa íslandsmeistari. „Það getur allt gerst i golfinu og mig langaði til aö spila vel og helst aö sigra. Ég lék vel”, sagði Sólveig og var greinilegt, aö hún Var ánægð með sigurinn, þótt hún vildi ekki vera aö gylla afrek sitt mikið. Sólveig, sem er aðeins 18 ára, náði um miðja keppnina góðri forustu og hún lét hana aldrei af hendi. Hinsvegar var mikil bar- átta um 2. sætið á milli þeirra As- gerðar Sverrisdóttur NK og Jakobinu Guðiaugsdóttur úr Vestmannaeyjum og lauk þeirri baráttu með sigri Jakobinu. En röö þeirra efstu varö þessi: 1. Sólveig Þorsteinsd.GR...337 2. Jakobina Guðlaugsd. GV ... 343 3. Asgerður Sverrisd. NK...345 4. Steinunn Sæmundsd. GR ... 349 5. Kristin Þorvaldsd. NK..357. -gk. Sólveig Þorsteinsdóttir tekur við sigurlaununum sem islandsmeistari kvenna úr höndum Konráðs Bjarnasonar, forseta Golfsambands tslands, á Hótel Sögu á laugardagskvöidið. Visismynd Friöþjófur 9. holunni og lauk fyrri hluta hringsins á 35 höggum eða pari vallarins. Varsýnt aðhann ætlaði sér ekki að láta titilinn af hendi átakaiaust. Fleiri inn i dæmið Það kom iljós, þegar kapparnir höfðu leikið 11 holur. að nú voru fleiri komnir inn I dæmið varð- andi 2. sætiö, og var sýnt, að bar- áttan myndi standa á milli Björg- vins, Sigurðar, Ragnars Ólafs- sonar og gömlu kempunnar Þor- björns Kjærbo, sem hafði leikið fyrri 9 holurnar á 34 höggum eða einu undir pari. Þessirfjórir voru ailir jafnir, þegar 5 holur voru óleiknar á 289 höggum, en Hannes virtist vera i sérflokki enda kom- inn með 7 högg I forskot. Ragnar heltist úr þessari bar- áttu á 14. braut, er hann lék á 8 höggum eða fjórum yfir pari, en Þorbjörn missti af lestinni á 15. og 16. braut. Björgvin vann hins- vegar eitt högg á Sigurö á 14. hol- unni og það kom I ljós, er upp var staöið, að það högg tryggði honum 2. sætið og um leið far- miða á FIAT-keppnina á italiu I haust. Ef litiö er á árangurinn I meistaraflokki karla i heild veröur að segjast eins og er að hann var slakari en búist haföi veriö við. Aðeins árangur Hann- esar er i þeim flokki að teljast góður á okkar mælikvarða, enda lék hann af mikilli yfirvegun og viröist sem hann eflist viö hverja raunogsésérfræöinguraðbjarga sér, ef eitthvað bjátar á. Sigur hans var fyllilega veröskuldaöur og Islandsmeistaratitillinn i höfn þriöja árið i röð, sem segir meira enmörg orð um getu hans. Og þá er það röö efetu manna: 1. Hannes Eyvindss. GR 76- 77-76-73...............303 2. Björgvin Þorsteinss. GA 75-83-74-78................310 3. Siguröur Péturss. GR 75-81-77-78................311 4. -5. Ragnar ólafss. GR 79-75-81-78................313 4.-5. Þorbjörn Kjærbo GS 77- 81-80-75...............313 6. Sveinn Sigurbergss. GK .... 317 7. Sigurður Hafsteinss. GR .... 319 8. ÓskarSæmundss. GR.........321 9. Einar L. Þóriss. GR........326 10;44Geir Svanss. GR .........328 StefánUnnarss. GR......328 Gunnar Þórðarss. GA ..........328 Július Júlfuss.GK.............328 Óttarlngvas. GR...............328 gk — • Enn einu sinni mættur á staðinn og tekur við sigurlaununum úr hendi formanns Golfsambandsins. Kon- ráö Bjarnason, forseti þess, afhendir Hannesi Eyvindssyni íslandsbikarinn i hófi á laugardagskvöldið. Visimynd Friðþjófur J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.