Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 16
vtsm Þri&judagur 5. ágúst 1980 og 10000 m hiaupinu á 0L í Nloskvu Moskvu. I 800 m háöu þeir Se- bastian Coe og Steve Ovett mikla keppni, sem lauk meö sigri Ovett og var þvi búist við að hann myndi sigra einnig i 1500 m. •1 byrjun hlaupsins tók A-Þjóð- verjinn Jurgen Straub forystuna og hélt henni mestan hluta hlaupsins, en þeir Coe og Ovett fylgdu fast á hæla hans. A siðustu beygjunni tók Coe for- ystuna og hélt henni út hlaupið, en Ovettkomst aldrei framúr Straub og hafnaði i þriðja sæti. Timi Coe var 3,38,4 og timi Straub var 3,38,8 og Ovett fékk timann 3,39,0. Coe hefndi þvi ófaranna i 800 m og þessir tveir fremstu hlauparar i heiminum i dag deildu þvi bróðurlega á milli sin gullverðlaununum. Fjórði i' þessu hlaupi varð And- reas Busse frá A-Þýskalandi og fékk hann timann 3,40,2. — röp. Knattspyrna: TÉKKAR SIGRUDU Eins og svo oft áður lék dómar- inn aðalhlutverkið, er Tékkar tryggðu sér Ólympiumeistaratit- ilinn í knattspyrnu i gær. Þeir sigruðu A-Þjóðverja með einu marki gegn engu og það var Svo- boda. sem skoraði það með skalla á 77. min. Aöur en yfir lauk, hafði dómar- inn sem varRússi bókað fimm og rekiðtvo leikmennaf velli. — röp. ,,t»að skiptir mig engu hvort þaö er kalt eða heitt i veðri, og ég gef engar upplýsingar um æfingaáætlanir minar”, sagði Miruts Yifter, hinn þindarlausi hlaupari frá Eþiópiu. Yifter sigraöi i 5000 m hlaupi á OL leikunum i Moskvu um helg- ina, en i siðustu viku sigraði hann einnig i 10000 m hlaupinu. Er hann var spurðúr, hvort eullið veitti honum meiri ánægju svaraði hann.” Bæði eru þetta gullverölaun, og bæði gullin veita mér mikla ánægju”. Yifter sigraði örugglega i 5000 m hlaupinu, hann fékk timann 13,21, en annar varð Tanzaniu- maðurinn Suleimann Nyambui á 13,21,6 og þriðji varð Karlo Man- HASTOKKSMET Enn eitt heimsmetið á OL-leik- unum u m helgina, þaö var a- þýski hástökkvarinn Gerd Wessig, sem setti heimsmet i hástökki, hann stökk 2,36 m. Geysilega hörð keppni var i há- stökkinu og gamla metið féll sem var 2,35 m. Hver keppandinn féll út af öðr- um allt þar til hækkað var i 2,31 en gamla OL-metið var 2,30. Wessig, Wzola frá Póllandi og A- Þjóðverjinn Freimuth fóru allir yfir 2,31 Wessig stökk siðan létti- lega yfir 2,35, en þeim Freimuth og Wzola tókst það ekki. Wessig lét nú hækka um einn sentimetra og reyndi við nýtt heimsmet og honum tókst það, Wzola hreppti silfrið þar sem hann felldi ekki eins oft og Frei- muth, sem varð að láta sér lynda bronsiö. — röp. inka frá Finnlandi á 13,21,6 og þriðji varð Karlo Maninka trá Finnlandi á 13,22,0-en Man- inka veitti Yifter mjög harða keppni í 10000 m, en varð að láta sérnægja silfurverðlaunin. — röp. óhætt er að segja að þátttakan i Ólympfuleikunum i Moskvu hafi verið einsamfeiid vonbrigðaganga hjá finnanum Lasse Viren. Þessi tvöfaldi sigurvegari frá leikunum 1972 I Munchen og ieikunum 1976 I Montreal gerði nú hvab hann gat að krækja sér I fleiri gullverðlaun, en hann mátti halda heim frá Moskvu tómhentur. Auðvelt hjá Kazankinu Sovéska stúlkan Tatyana Kazankina, heimsmeistari i 1500 m hlaupi, átti ekki i erfiöleikum að sigra í 1500 m á OL i Moskvu, hún fékk timann 3,56,6 og varö einum 20 m á undan a-þýsku stúlkunni Christiane Wartenberg sem fékk timann 3,57,8 og i þriðja sæti var Nadezhda Olizarenko OLrmeistarinn i 800 m hlaupi, en hún hljóp á 3,59,6. Kazankina sigraði einnig i Montreal fyrir fjórum árum og hún á einnig heimsmetið f þessari erein sem er 3.55.0. — röp ...hvað vilt þú litla vinkona... — Sovéska körfuknattleikströllið, Uljana, er ekki beint árennilegt enda myndi margur karlmaðurinn verða að stökkva hátt til að ná boltanum úr höndum hinnar 2,20m háu sovésku stúlku. Loks tókst Coe að ná í gullið - hann sigraði örugglega i 1500 metra hlaupinu í Moskvu Fyrirfram var búist við mikilli keppni i 1500m hlaupi karla á OL i Viren helm án gulls Finnski hlaupagarpurinn, Lasse Viren varð OL-meistarinn i 5000 og lOOOm hlaupi á OL i Mun- chen og Montreal, en varð nú að hætta i maraþonhlaupinu eftir að hafa hlaupið 25 km. Viren varð að hætta vegna hita og það urðu einnig allir þrir bresku hlaupararnir að gera Þeir héldu það aðeins út i 13 km. Valdemar Cierpinski A-Þýska- landi sigraði. Annar varð Gerard Nijboer frá Hollandi og þriðji varð Rússinn Setymkul Dzhumarnzarov. —röp. ,Bæði gullin veita mép mikia ánægju’ - sagði Mirute Yifter eftir að hafa slgrað bæði i 5000 ©FH Stöðvar FH Víking ? — Víkingur KAPLAKRIKAVELLI í kvöld kl. 20.00 Allir i KRIKANN i kvöld Áfram FH I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.