Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 5. ágúst 1980 Frá Sigurði Magnússyni i Moskvu: Fjðldl elnkenniskiæddra er hreinl ótrúlegur Enginn, sem ekki hefur kvnnst þvi, getur gert sér i hugarlund hversu gifurlegt viðfangsefni það eraðhalda Olympi'uleika. Reynd- ar stór spurning hvort þeir eiga rétt á sér i núverandi mynd. Þar sem ég átti þess kost að vera viðstaddur ólympiuleikana i Munchen '72, Montreal ’76 og nú i Moskvu, hef ég nokkuð góða samanburðaraðstöðu. Mér sýnist framkvæmdin á ÖU- um stöðunum vera mjög lik. Alls staðar hefur allt verið morandi i lögreglumönnum, öryggisvöröum og hermönnum til aö tryggja að allt fari fram samkvæmt áætlun. Greinilega virðast Sovétmenn hafa vinninginn i þessum efnum. Mannafli þeirra af einkennis- klæddu fólki er hreint ótrúlegur. Auðvitað er skipulag i svo stóru viðfangsefni nauösynlegt og fyrst svo er veröur lika að fara eftir gildandi skipulagi. En þegar maðurfer ef til vill 10 sinnum á dag inn á hótelið sitt og þarf aö fara 10 sinnum i gegnum vopnaskoöun og framvisa skil- rikjum i öll skiptin, bæði þegar komið er inn og farið er út af hótelinu, fer maður að efast um aðsvomikil fyrihöfn sé réttlætan- leg. Þar við bætist svo samskonar eftirlit og skoöun, þegar fariö er t.d. i sjálft Ólympiuþorpiö og á einstaka keppnisstaði. Þetta á jú að vera hátið friðar og bræöra- lags. I stuttu máli: Sá sem fer á Ólympiuleikana sem keppandi, þjálfari, fararstjóri eða sem fréttamaður, er nánast eins og númeraöur lykill sem gengur aö ákveðnum dyrum. Ef eitthvaö þarf aðgerast þar umfram, verö- ur allt aö fara i gegnum nálar- auga kerfisins og margfalt lög- reglu- og öryggiskerfi. Kerfið kann ráð við öllu Ég átti erindi i Ólympiuþorpið, sem er i um 35 km fjarlægt frá hótelinu, sem ég bý á. Skilyrði fyrir inngöngu er inngöngubeiöni frá aðalfararstjóra islenska liös- ins, Sveini Björnasyni, forseta ÍSI. Sveinn, sem þekkir öðrum fremur völundarhús Ólympíu- leikanna og vinnur störf sin sem fararstjóri af dugnaði og rögg- semi, haföi gengið frá beiðninni sólarhring áður eins og lög gera ráð fyrir. En viti menn. Maðurinn i kerf- inu, sem veitti beiðninni viðtöku, hafði gleymt að koma henni til skila til næsta manns i kerfinu og það för allt i steik. Mér var auð- vitað synjað um inngöngu, settist þvi niður og hugsaði mitt ráð. Hringdi i Svein og sagði farir minar ekki sléttar. Innan hálf- tima var Sveinn mættur, gaf út nýja beiðni og „lausn” fékkst i málinu. Eftir inngöngu um fyrstu dyr tók við „gegnumlýsing”. Ég var með myndavél og snaggaraleg tollgæslukona tók vélina uppúr töskunni og fór að eiga við lins- una. Talaði heil ósköp, sem hvorki ég né aðrir nærstaddir gátuskiliöognúvorugóð ráðdýr. En „kerfið” kann ráð við öllu. Sú stutta kallaði upp eitthvert nafn og til hennar kemur að vörmu spori hinn fallegasti hund- ur. Hundurinn lyktaði af mynda- vélinni og lét sér vel líka. Þar með mátti ég fara með mynda- vélina með mér inn i Olympiu- þorpið. Þetta mun hafa veriö leit aö eiturlyfjum. Þekktu ekki skilríkin Sveinn Björnsson, fararstjóri, og Sig. Björnsson, flokksstjóri frjálsiþróttamanna, komu i heim- sókn til min á Hótel Rossia eitt kvöldið. Eftir viðeigandi stapp og strið fengu þeir að koma inn. Borðuðum viðgóöankvöldverð og áttum ánægjulega stund i ca. tvær klukkustundir. En þegar ég kvaddi þá f and- dyrinu vandaöist málið. Þeir vlldu ekki hleypa Sig. Bjömssyni út aftur. Oryggisverðirnir, sem eru kerfinu svo trúir, þekktu ekki skilrikin, sem Sigurður bar um hálsinn og þá hljóp allt i baklás. Einkennisklæddu ungu menn- irnir eru sýnilega mjög sam- viskusamir og voru hinir prúöustu, en ef allt er ekki eftir fyrirfram ákveöinni linu, vándast máliö. Þeir virðast hvorki vita né hugsa annað en það, sem búið er að innprenta þeim áður. Frumkvæði Carters var óhapp Sjálf iþróttamótin eru með glæsibrag, vel að þeim staöið svo vart sýnist mér aö á betra veröi kosið i þeim efnum. Svo mikið er hér af frábæru afreksfólki, að varla tekur maður eftir þvi', þótt Bandarikin. Vestur-Þýskaland o.fl. vanti. Frumkvæöi Carters forseta um að fá ýmsar þjóðir til að snið- ganga Óiympfuleikana te! ég mikið óhapp og mun koma verst niður á þeim sem að þvi standa, þvi miður. Ólympiuleikarnir með allri sinni athygli og sérstöðu munu halda áfram að vera til, e.t.v. i eitthvað breyttri mynd, en póli- tiskt upphlaup Carters og Co. fjarar út og gleymist. Þrátt fyrir ýmsa ágalla er ég enn sannfæröari um en áöur, aö Ólympiuleikana og ólympiuhug- sjónina má ekki eyðileggja meö pólitiskum afskiptum. Ýmsu þarf ef til vill aö breyta, en sú breyting verður að koma innanfrá. Frá Alþjóða ólympiunefndinni og iþrottasamböndum hinna ýmsu Þ.lóða. Ekki fleira aösinni, með kveöju til lesenda Visis. Sig. Magnússon AFRAM KR DREIFING S.F. adÍdaS k formprent Endurskoðun hf. ffiC /®\ j WONA^ ÞUSUNDUM! wjMm smácruglysingar -sr 86611 rfíTj Nei takk ég er á bíl L F

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.