Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 05.08.1980, Blaðsíða 20
20 ^Umsjón: "Magdalena Schram vtsm Þriöjudagur 5. ágúst 1980. Ballett er tyrst 09 fremsl vfeina Ræil vl ð Nlaríu Gísladóttur, öallerinu Maria Gisladóttir „Þaö er ævintýri likast” svaraöi Maria aö bragöi, þegar égspuröi hana hvernigþaö væri aö koma fram á sviöiö i fyrsta sólóhlutverkinu. Maria var i stuttri heimsókn meö mannin- um sinum, þau bjuggu hjá for- eldrum hennar og viö vorum öll aö horfa á Marlu dansa Þyrni- rós á sjónvarpsskerminum. Eiginmaðurinn haföi tekið dansinn á video-band á einni af fyrstu sýningunum á sviði Wies- baden óperunnarog Maria hafði ýmislegt viö sjálfa sig að at- huga. — Þaö er ómetanlegt aö geta séðsjálfa sig dansa svona, ég sé allar vitleysurnar, hluti sem ég tek eftir hjá öörum og geri sjálf lika. Þaö er aldrei nóg aö láta segja sér hvaö er illa gert, það situr ekki eins vel i manni eins og eftir að hafa séö þaö eigin augum. Ætlaði að verða leik- kona Það eru liðin tlu ár frá þvi að Marla fór utan til balletnáms, þá hafði hún verið i ballet i 4 ár, fyrst hjá Katrinu Guðmunds- dóttur, slöan I Þjóöleikhús- skólanum hjá Fay Werner og Colin Russel. Mig langaði til að veröa leik- kona. Ég held ég hafi fariö aö sjá Dýrin I Hálsaskógi og varð alveg veik, mig langaöi svo til aö komast á sviöið, fékk leik- húsbakteriu af versta tagi. Suöaöi og rellaöi þangaö til ég fékk aö fara i balletskóla Þjóö- leikhússins. ÞU hefur þá veriö oröin 12 ára þegar þú byrjaöir I ballett? Já og eiginlega byrjaöi ég of seint. En ég var liöug og lltil og áhuginn var ofboöslegur. Lík- lega er best aö byrja svona 8 ára — það er lika hægt aö byrja of snemma. Hvernig æxlaðist það aö þú fórst til London? Colin og Fay hvöttu mig til þess og hjálpuðu mér viö aö framkvæma þaö. Ég var ekki nema 16 ára og þegar ég hugsa um þaönUna, finnst mér það aö- dáunarvert aö mamma og pabbi skyldu hleypa mér út svona ungri”. Hvað ég var slæm! Tilaöbyrjameðbjóégl nokk- urs konar heimavist, var i' her- bergi með 4 norskum stelpum og læröi auövitaö enga ensku. Þá aöstoöaði Colin viö aö finna annan stað, ég bjó eftir þaö hjá eldri hjónum, sem leigðu nokkr um stelpum úr balletskólanum. Hvað kom þér mest á óvart, þegar þU fyrst komst á skólann I London? (The Royal School of Ballet) Marla þurfti ekkert aö hugsa sig um áöur en hún svaraöi: Hvaö ég varslæm! Ég kunni miklu minna I öllu varöandi ballet, þaö tók mig ár aö komast á sama stig og hinir nem- endumir. Eftir á frétti ég, aö kennurunum hefði ekkert litist á blikuna, þegar ég kom fyrst — ákváöu þó aö leyfa mér aö reyna i eitt ár og ég stóðst það próf! Nú, en vegna atvinnuleyfis- skilmála í Englandi var ljóst.að ég gæti aldrei haft ballettinn fyrir atvinnu þar I landi og eftir 2 ár fór ég að hugsa mér til hreyfings. Þá frétti ég, fyrir al- gjöra tilviljun, að það væru Þjóöverjar i bænum að skoöa balletdansara fyrir óperuna I Berlin, svo ég dreif mig I pruf- una. Viövorum 28 sem reyndum — þaö var alveg ferlegt, viövor- um látin gera æfingar viö slá og á gólfi og þama sátu 4 eða 5 manns og skoöuðu okkur eins og þeir væru aö velja lömb til slátrunar. Maður var alveg hræöilega taugaóstyrkur. Nú, en viö vorum 4, sem vorum valdar og fórum i dansflokkinn i Berlin. Já, svarar Marla næstu spurningu — þaö er mikils viröi aö fá aö dansa I Þýskalandi. Þýskur ballet er liklega sá besti iEvrópu. Aö vlsu er þaö þannig þar, aö ballettinn er alltaf viö óperuhúsin og þá er óperan nr. 1 og ballettinn nr. 2. Vinnan er af þessum sökum glfurlega mikil, því oft eru dansatriði i operunum og þá veröur oft aö dansa jafnvel á hverju kvöldi. Sem dæmi get ég nefnt aö viö óperuna i Wiesbaden, veröur ballettflokkurinn meö 21 sýn- ingu í nóvember, og það er mik- ið álag. En þetta er samt góöur skóli, þaö hefur svo mikiö aö segja aö fá sviðsreynslu, án hennar veröur maður aldrei góöur. Sniium okkur aftur að Berlin, þar hefurðu verið í 8 ár? Já. Ég fékk sólósamning eftir 2ár þar, en þaö eru alltaf nokkr- iráslfkum samning. í flokknum eru 55 dansarar, sólódansararn- ir og svo ein aöalballerina. Og hvernig er vinnunni hátt- að? Viö æfum frá 10 til kl. 1. og svo aftur frá 5 til kl. 8, nema sýning sé um kvöldið. Aðalballerinan i Wies- baden Nú, svo var mér boðið að koma sem gestur og dansa Þyrnirósu I Wiesbaden. Það er auövitaö draumahlutverk, sem engin lætur úr hendi sleppa. Ég hélt þó áfram I Berlin, en flaug til Wiesbaden og var þar nokkr- ar vikur i senn. Flokkurinn er minni þar, aðeins 35 dansarar og tveir aöaldansarar, ég og Ro- berto. sem kom með mér á Listahátlðina i vor. Þó eru miklu fleiri sýningar þar en I Berlín og mikiö vinnuálag. Vegna þess hve flokkurinn er litill þurfa dansararnir oft aö skipta 5-8 sinnum um búninga á einni sýningu. Ég hef nú verið ráöin aöal- ballennan þarna og á aö dansa Giselle i haust. Maria, er þaö rétt, aö þegar ballerinur nái næstum fullkom- inni tækni, sé það fyrst og fremst vöxturinn sem skiptir máli eftir það? — Stærð skiptir miklu máli. Allar ballerinur þurfa auðvitaö aö vera grannar og léttar. Aður þurftu þær lika helst að vera litlar en það hefur þó breyst. Það hefur m.a.s. einu sinni komið fyrirmigað mér varsagt ég væri OF litilf — Það var i Danmörku. En þetta meöstærðina breytt- istmeöáhrifunum frá Ameriku, þaðan hafa komiö margar háar og leggjalangar ballerinur og i nýjum ballettum er oft gert ráð fyrirstórum stiílkum. FráAme- riku hefur komiö nýr ballettstill, t.d. við The New York City Ball- ett, þar sem Helgi Tómasson er, eru margar stórar ameriskar stúlkur. En i sólóhlutverkum, eins og t.d. þessum gömlu klassisku, Þyrnirós og Giselle, er þó betra að vera litill. Þaö er ekki tæknilega séö neitt betra, heldur eru þessi hlutverk þannig, Þymiróser'hvaö, 16 ára. og fer þvi betur að litil, jafnvel barnaleg ballerina dansi hana. En það er sem sagt ekki rétt lengur aö stórar stelpur hafi ekkert aö gera I ballett. Ef þú ert góð, skiptir stæröin engu máli. Til Ameriku? María, þú ert komin á aöal- sólósamning viö þýskan ballet- flokk — nægir sá áfangi á framabrautinni? Nei, auövitað vill maður halda áfram, bæta sig og komast lengra. Draumurinn hefur alltaf verið aö komast til Ameríku og það vildi svo gremjulega til — ég held ég verði aö oröa þaö þannig — aö einmitt þegar ég var bdin aö festa mig i Wiesbad- en, bauöst mér aö fara vestur. Það var þannig.aö ég fór einu sinni meö Berlinarballettinum til New York og dansaði þar aöalhlutverkið i „Le Sacre du Printemps” (Vorblót) eftir Stravinsky. Ég fékk alveg æðis- lega fina dóma I The New York Times og var ánægð meö frammistööuna. Á sýningunni var umboðsmaöur Makarovu, sem er ein fremsta ballerínan i heiminum i dag. Nú er Makarova að stofna eigin dans- flokk sem byrjar aö sýna i októ- ber. En tveimur árum eftir New York sýninguna — i vetur, þeg- ar ég var að skrifa undir i Wies- baden, þá hringir þessi umboðs- maöur i mig og vill fá mig I flokkinn — hugsaöu þér, tveim- ur árum seinna! Makarova var aö dansa I Þýskalandi um þetta leyti og ég fór aö horfa á hana og á eftir fór ég baksviðs og bankaöi upp á hjá henni. Ég skil nU ekkert i hvað ég var frökk, heföi aldrei þoraö þessu heföi ekki veriö bú- ið aö hringja i mig. Hún leit á mig og sagði: en okkur vantar sólóista. En ég er sólóisti, sagöi ég, henni hefur liklega fu dist ég dálitið barnaleg þvi' hún sagði. Þú ert svo ung-En þótt mér hafi sárnaö aö missa af þessu þá á ég enn tækifæri eftir — ég er að- eins 26 ára gömul og eflaust á ég eftir aö læra mikiö i Wiesbaden. Makarova sagði lika við mig aö ég mætti alls ekki missa af að dansa Gieselle, það er ómetan- legt fyrir ballerinu að hafa dansaö það. Þér hlýtur að liða vel, maður hefur það á tilfinningunni, að þú standir á einhvers konar þröskuldi — að allar hurðir séu að opnast! Já, þaö finnst mér eiginlega sjálfri, segir Maria. Og sjálfs- traustiö vex með hverjum deg- inum, þaö hefur lika mikiö aö segja. Þaö, aö komast til Ame- riku og dansa þar, þaö er auö- vitað toppurinn i balletheimin- um og stórkostlegt til þess aö hugsa aö sá draumur geti ein- hvern timann orðið aö raun- veruleika. Ég held ég sé nógu góö en fyrst og fremst þarf aö hafa sambönd, þetta er bara spurning um að rétt fólk sjái mann á réttu augnabliki. Lokaður heimur Maria er ekki sjálfsbyrgings- leg þegar hún segir þetta, mér finnst eins og hún viti alveg hvar hún standi, þekki sin tak- mörk en sjái ekki ástæöu til aö þegja yfir kostunum. Enda óþarfi. Ég spyr hana um lifið i leikhúsinu, hvort þaö sé ekki einangraöur heimur: Jú, og einhvem timann tók ég eftir þvi aö ég bara var aö veröa heimsk, var alltaf meö ballett- fólki, talaði um ballet og leikhús ogvissi ekkerthvaö var aö ger- ast utan þess. Þá fór ég aö reyna aö umgangast annaö fólk lika! En þaö vill vera erfitt aö halda kunningsskap útá viö, maöurer lokaöur inni viö æfingar mestan hluta dagsins, kemst ekkert út á kvöldin — þegar ég varyngri og var aö hugsa um stráka og þess háttar, þá hafði ég meira aö segja áhyggjur af þessu, sá oft konur, sem voru búnar að helga allt sitt lif dansinum en voru hættar, kannske um fertugt — mér fannst þær skelfing einar eitthvað. Ballett er fyrst og fremst vinna, sem krefst sjálfsaga og liklega mikillar eigingirni, hann veröur aö ganga fyrir. Til allrar hamingju er maöurinn minn með alveg jafn-mikinn áhuga og ég og vill allt gera til aö ég getí haldið áfram; þaö er mikil heppni aö hafa eignast slikan vin. Ms „María Gísladóttir korri/ sá og sigraði þetta kvöld. Þessi fínlega mannvera heillaði alla með fimi sinni, mýkt og léttleika". ...„Hún hefur barnslegt andlit, sem lætur vel að túlka lífsgleði og léttleika. „Væri óskandi að við fengjum oftar að njóta nærveru Maríu, sem er mikið augnayndi fyrir utan að vera tæknilega þrautþjálfuð". (BS i Vísi, 20. júni, 1980).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.