Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 5
Fellibylur geröi mikinn usla I, Dóminikanska lýöveldinu i fyrra og fórust þá um tvö þúsund manns. Snarpasti fellibylur á Karíbahafi I heila öld HryðjuverkiO i Boiogna: Lögregian komin á sporið Fánar blakta i hálfa stöng iitaliu i dag þegar fórnarlömb sprenging- arinnar i Bologna verða borin til grafar. Verksmiöjum, verslunum, skrifstofum, kvikmyndahúsum og leikhúsum veröur lokað meðan á jaröarför mannanna 76 stendur og Cossiga, forsætisráðherra, hef- ur fyrirskipað eins dags þjóðar- sorg. ttalska lögreglan hefur yfir- heyrt fjölda manns vegna verknaðarins og telur sig hugsan- lega komna á sporiö. Sá grunaði er 22 ára gamall ný-fasisti, Marco Affatigato. Affatigato var dæmd- ur i fangelsi i fyrra fyrir að reyna aö hjálpa ný-fasistanum Mario Tuti að sleppa úr fangelsi, en Tuti var dæmdur i lifstiðarfangelsi fyrir að myrða tvo lögregluþjóna. Sprengingin á flugvellinum I Bologna er talið versta hryðju- verk i Evrópu frá striðslokum. I sprengingunni fórust sem fyrr segir 76 menn, og um 200 til við- bótar slösuðust. Snarpasti fellibylur, sem komið hefur á Karibahafi á jpessari öld, hefur þegar orðið 19 manns að bana. Fellibylurinn Allen æðir nú I átt að Jamaica. Veðurfræðingar segja, að vindhraðinn komist i allt að 280 km á klukkustund, og enn hefur ekkert dregið úr fellibylnum. Þrir menn drukknuðu I gær i Dóminikanska lýðveldinu af völdum Allens og á eynni Saint Lucia létust að minnsta kosti 16 manns, er bylurinn fór yfir. Þá hafa orðið miklar skemmdir, þúsundir manna hafa misst heimilisin og bananauppskeran stórskemmst. Almannavörnum á Jamaica var gert viðvart i gær og hafa þær ekki setið auöum höndum slöan. öllu flugi hefur verið frestað og kertum og ljóskerjum dreift til fólks, þar sem hætta er talin á að rafmagn fari er fellibylurinn skellur á. Þá hefur jarðstöðinni verið lokað og fjar- skipti öll þvi i lágmarki. A meðan sitja Jamaicabúar og biða eftir að ósköpin skelli á. Bandaríkln: (rönunum sleppt úr haldi trönsku mótmælendunum 192 , sem fangelsaöir voru i Washing- ton i siöasta mánuöi, hefur ná veriö leyft aö fara úr fangelsi og missa þeir ekki dvalarleyfi sitt I Bandarikjunum, nema tveir, sem ekki höföu fullnægjandi vegabréf. Iranirnir, 172 karlmenn og 20 konur, voru handteknir er til átaka kom á milli fylgismanna og andstæðinga Khomeinis i Washington. Fangarnir neituðu að gefa upp nöfn sin og voru flutt- irihandjárnum til New York, þar sem þeir voru yfirheyröir. Margir fanganna fóru nú i hungurverkfall og neyöa varð mat ofan i 18 þeirra. Að þvi er talsmenn útlendingaeftirlitsins segja, fóru iranirnir skyndilega að gefa upp nöfn sin og reyndust vegabréf allra fullnægjandi, utan tveggja, sem eiga á hættu að verða visað úr landi. Fangeslun Irananna kom af stað mikilli mótmælaöldu i iran og einnig var mótmælt fyrir framan bandariska sendiráðiö i London. 40.000 manns sameinuðust í Pögulli bæn: Mlnniusi tortýmlngarlnnar I Hlrosima Um 40 þúsund manns komu saman i Hiro- shima i morgun til að minnast þess, að nú eru liðin 35 ár frá því kjarn- orkusprengju var kastað á borgina. Athöfnin fdrfram nálægt staðn- um, þar sem sprengjunni,, .Little boy”, var kastaö klukkan 8:15,6. ágúst 1945. Viðstaddir minntust atburðarins með einnar minútu þögulli bæn. Um 200 þúsund manns létust I sjálfrisprengjunni, en þó liðin séu 35árfrá þvi henni var kastað, lét- ust nærri þrjú þúsund manns af völdum hennar á siðasta ári. 1 Nagasaki verður svipuð at- höfn á laugardaginn, en þá verða liðin 35 ár frá þvi sprengjunni „Fat man” var varpað á borgina meö þeim afleiðingum, að 74 þús- und manns fórust. Ennbera um 370þúsund manns merki sprengjanna tveggja, þó engin merki atburöanna hroða- legu sjáist á borgunum tveimur. Sveppurinn hræðilegi myndast og breiöir dauöa og hörmunga yfir þá, sem fyrir veröa Langferðablll ök á brúarstólpa Sextán manns fórust og tutt- ugu og fimm manns slösuöust, þar af margir alvariega, er langferðabíll ók á brúarstólpa nálægt Piedras Negras, um 400 km frá Mexikóborg I gær. Fjölmiðfamenn óvlnsæiir Guatemaliskur blaöamaöur, Mario Ribas Montes, var skot- inn til bana af óþekktum byssu- mönnum i gær. Montes er fyrr- verandi talsmaöur forsetans og sendiherra lands sins f Honduras. Montes, sem var 58 ára gam- all, er fjóröi blaöamaöurinn, sem myrtur er siöustu fjóra mánuöina i vaxandi átökum hægri og vinstri öfgamanna í Guatemala. Þá voru fimm starfsmenn út- varpsstöövar skotnir til bana siöastliöinn föstudag. ðvlnlr fslam Ctvarpiö I Kabúl tilkynntif gær, aö tólf „hryöjuverka- menn” heföu veriö drepnir og séx særöir I átökum I Kunduz héraöi í noröurhluta Afganistan I fyrri mánuöi. Þeir drepnu heföu veriö „óvinir Islara, byltingarinnar og fööurlandsins”, sagöi í frétt- inni. Jaintefii I Buenos ftlres Viktor Korchnoi og Lev Polugayevsky sömdu jafntefli f niundu einvigisskák þeirra, sem tefld var i Buenos Aires i gær. Skákin var áiakalftil og bauö Korchnoi jafntefli eftir 25 leiki. Attunda einvigisskákin, sem fór ibiöá mánudaginn, veröurtefld áfram I dag og hefur Korchnoi heldur betri stööu. Kapparnir eru nú jafnir aö vinningum, en veröi jafntefli f þeim sjö skákum, sem eftir eru, nægir þaö Korchnoi samt til vinnings f einvfginu þar sem hann vann sina skák meö svörtu mönnunum og gefur þaö fleiri stig. Carter og Kennedy semia irlð Carter forseti og Kennedy, sem berst viö hann um útnefn- ingu demókrataflokksins, hafa komist aö samkomulagi um aö rifast „I hófi” á flokksþinginu, til aö eyöileggja ekki meira fyr- ir flokknum en þegar er oröiö. Talsmenn keppinautanna tveggja hafa unniö aö þessu samkomulagi á bak viö tjöldin og samkomulagiö var tilkynnt I gær. „Okkar ágreiningsmál fölna f samanburöi viö ágreiningsmál okkar og frambjóöanda repu- blikanna. Hvor okkar sem hlýtur útnefninguna, veröur aö hljóta óskoraöan stuöning allra demókrata”, sagöi f sameigin- legri yfirlýsingu kappanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.