Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 9
9 VtSIR Miövikudagur 6. ágúst 1980 Hér á Lenin leikvanginum er nú að hefjast lokahátíð Ölympiuleikanna i Moskwu, sem staðið hafa yfir s.l. tvær vikur með miklum giæsibrag. Eins og undanfarna daga er veður einstaklega gott, 24ja stiga hiti, smágola og sólskin. Lenin leikvangurinn tekur um 150 þúsund manns, og er hvert sæti að verða skipað. Engin stæði eru, heldur allt sæti. Meðan áhorfendur eru að þyrpast að og fánaberar og sýningarflokkar að undirbúa inngöngu sina á völlinn, er leik- in klassisk tónlist viö mikinn hljóðstyrkleika, sem berst til á- horfenda gegnum 40 stóra há- talara er umlykja leikvanginn. Hestaíþróttir Fyrr i dag fóru hér fram úrslit i hindrunarhlaupi hestaiþrótta, tilkomumikil og glæsileg keppni. Sigurvegari varö Pól- verji, Rússi númer tvö, og Mexikani númer þrjú. Almenna kátinu vakti hér á leikvanginum- við verðlaunaafhendinguna i dag, þegar i ljós kom aö, verö- launahestarnir voru tvær hryss- ur og svo einn stóðhestur. Sá var rússneskur, dökkbrúnn að lit, með hvita blesu og hvitsokkótt- ur. Þegar hinn rússneski up- götvaði hvers kyns var, fylltist hann miklum eldmóði og voru allir tilburðir hans og ásjóna i samræmi við þaö sem gerist i slikum tilvikum. En eigandi hans mun hafa vitaö hvað um var aö ræða, þvi aö meö sér hafðihann aöstoðarmann og öfl- ugan taum er hann notaði til að leiða folann i hringi meðan knapinn veitti verölaununum viðtöku. Allt sem hér var á leikvangin- um fyrir þremur klukkustund- um tilheyrandi hestaiþróttum hefur verið fjarlægt og völlur- inn þakinn grænu teppi. Sigurður Magnússon skrifar frá Moskvu. Rússneski björninn var sýndur sem vinaiegur bangsi á leikunum. Stórkostlegasta og tækni- legasta skrautsýning frá upphafi Olympíuleikanna A slaginu klukkan 19.30 geng- ur 120 manna lúöraflokkur inn á leikvanginn leikandi létt göngu- lag og síðan strax útaf aftur. Siðan komu 140 fánaberar með rauða fána og ólympiumerkið en þvi næst um 5 þúsund fim- leikastúlkur I marglitum búningum, siðan merkisberar og fánaberar hvers lands og loks iþróttafólkið sjálft, sem ekki var farið þegar áður heim til sin. Lestina rak svo hópur kósakkadansara er léku listir sinarog einnig u.þ.b. 300 manna herlúörasveit. Snjöll ræöa Killanen Killanen lávarður, sem nú lætur af formennsku alþjóða ólympiunefndarinnar eftir átta ára starf, flutti stutta en snjalla ræðu, þar sem hann þakkaöi framkvæmdaaðilum sérlega vei unnin störf og óskaði rússnesku þjóðinni til hamingju með hversu vel hefði tekist til. Hann hvatti ungt fólk allra þjóöa til að sameinast um ólympiuhug- sjónina og Ólympiuleikana og að fjölmenna I Los Angeles að fjórum árum liönum. Samtimis þessu birtist á hinum risastóra tölvuskermum ræða Killan- Opnunarhátiðin i Moskvu var glæsileg en lokasýningin tók öllu fram sem áður hefur sést á Ólympiuleik- um til þessa. ens á rússnesku með þessum lokaoröum: Vertu sæl Moskva, vertu sæl, uns við hittumst aftur I Los Angeles. , Mikill glæsibragur Oll atriði lokaathafnarinnar voru framkvæmd af þvilikum glæsibrag, aö með ólikindum er. Voru allir sem ég ræddi við siöar um kvöldið þar á meðal fréttamenn frá U.S.A., Bret- landi, Astraliu, Danmörku og viðar sammála um aö þetta heföi verið mikilfenglegasta skrautsýning frá upphafi Ólympileikanna. Hugvitinu og tækninni aö baki sýningarinnar er engin leiö að lýsa. Sjón er sögu rikari og vonandi fá islenskir sjónvarpsahorfendur aö njóta þessa I einhverjum mæli á næstunni. Dómarar vilhallir Sterkur orðrómur hefur geng- ið um það hér I Moskwu, að dómarar, t.d. i köstum hafi verið mjög vilhallir Sovétmönn- um og hafi þetta komiö fram á kvikmyndum m.a. i ýmsum löndum Vestur Evrópu hefur verið skrifaö um þetta af mikilli reiði og látið að þvi liggja að þetta muni hafa mikil eftirköst. Hiö sanna og rétta i þessu hlýtur þó að koma i ljós fljótlega. Nokkra islenska feröalanga hitti ég rétt eftir lokahátiðina og voru þeir orðlausir yfir þvi hvaö vel tókst til bæði við setningu og slit leikanna, og kváöust ekki hafa getað gert sér i hugarlund að svona skipulag og fram- kvæmd væri til. Þetta verður siðasti pistiilinn frá Moskvu. Með kveðju til les- enda VIsis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.