Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 06.08.1980, Blaðsíða 13
12 VÍSIR Mibvikudagur 6. ágúst 1980 HROLLUR Höfuð mitt elskar England... Hjarta mitt elskar Frakkland... Hver einasta þjóð er mín ást.... TEITUR AGGI ' Þegar ég gef þér merki byrja að skjóta af fallbyssunni. Þú átt að hlaða hana með púðrl en beindu henni upp f Nýja merkiö er byggt á bókstafnum R, en ýmsir munu sakna gamla fánalitamerkis- ins sem prýtt hefur reykháfa strandferöa- skipanna til þessa. (Visism.ÞG) Nýtt merki Skipaútgerðar Merkilegt? Þvi ekki þaö? Það vakti nefnilega athygli glöggskyggnra aö kom- iövarnýttmerki á reykhfa skipa Skipaút- geröar rlkisins i staö hins gamla islenska fánaboröa sem þar hefur löngum ámálaö- ur veriö. Guömundur Einarsson forstjóri Skipa- útgeröarinnar sagöi i samtali viö VIsi, aö I tilefni af 50 ára afmæli Skipaútgeröarinn- ar heföi veriö ákveöiö aö breyta um merki smátt og smátt eftir þvi sem mála þyrfti skip og tæki. Nýja merkiö er byggt á R-inu I Rlkisskip. _OM. Aukin ferðatíðni hefur stóraukið flutningana - segir framkvæmdastjóri Hikisskips „Flutningar Skipaútgeröar rlkisins hafa aukist um 60.7% á fyrstu sex mánuö- um ársins miöaö viö sama tima I fyrra”, sagöi Guömundur Einarsson forstjóri Skipaútgeröarinnar i samtali viö VIsi. Guömundur kvaö ástæöuna fyrir þess- ari flutningsaukningu fyrst og fremst þá, aö nú væru þeir meö þrjú skip i flutning- um I staö tveggja i fyrra. Viö þaö heföi fjöldi feröa aukist og bætt heföi veriö viö nokkrum stööum, sem ekki var siglt á áö- ur. „Þessi aukning á feröum hefur gert okkur smkeppnisfærari viö landflutninga- aöilana”, sagöi Guömundur „en þaö er einkum feröafjöldi sem hefur staöiö okkur fyrir þrifum i þeirri samkeppni þar eö viö bjóöum þegar upp á ódýrari fargjöld”. Guömundur Einarssor. sagöi enn frem- ur, aö meöferö á vörunni I skipum útgerö- arinnar heföi batnaö mjög og væri hún nú sist verri en I flutningabilum enda meira flutt i gámum en áöur. —ÓM „Ný flugstðð er óhjákvæmileg” - segip Heimlr Hannesson „1 dag er þessi flugstöö hvorki samboö- in okkur sem eins konar andlit eöa fyrstu kynni erlendra gesta aö landinu né hún hafi upp á þá þjónustu að bjóöa, sem óhjá- kvæmileg er, i nútima þjóðfélagi meö full- komiö samgöngukerfi viö umheiminn”, sagði Heimir Hannesson formaður Ferða- málaráðs aöspuröur um álit sitt á flug- stööinni á Keflavikurflugvelli. Heimir sagöi, aö þrátt fyrir allt heföi ótrúlega mikiö tekist að lappa upp á þessa gömlu flugstöö, þannig að þetta heföi bjargast, en sá timi væri bara löngu lið- inn, aö þaö væri hægt áfram. Hann sagöi ennfremur, að mjög mikilvægt væri, að fyrstu kynni manna af. landinu væru menningarleg og þjónusta sæmandi, sem alls ekki væri i dag. En burtséð frá þessu ættu allir farþegar, hvort sem það erum viö sjálf eöa okkar gestir, aö fá þá þjón- ustu, sem óhjákvæmileg er i þjóðfélagi- nútimans. „Ný flugstöð, hvernig sem hún er, er óh- jákvæmileg. Þvi fyrr þvi betra”, sagði- Heimir Hannesson, „islensk flugstöö á Is- lensku svæöi væri auövitað æskilegast”. —KÞ. Miðvikudagur 6. ágúst 1980 13 Um 100 umsæklendur að íbróltakennaraskólanum að Laugarvatni - en aðeins helmingur kemsl að: „Það versla sem ég geri er að vella nemendur” „Það hefur verið geysileg aðsókn i skól- ann,” sagði Árni Guð- mundsson, skólastjóri íþróttakennaraskóla islands á Laugarvatni. „Viö tökum einungis inn annaöhvert ár. Núna stóttu 92 um skólavist, en aðeins 48 fá inngöngu. Heldur fleiri karl- menn, en kvenmenn sækja um skólann, eöa 55 karlmenn á móti 37 kvenmönnum.” Arni sagöi aö búiö væri aö velja úr umsóknum og yröu bréf send út næstu daga. Hann kvaö þetta val á nemendum vera þaö versta sem hann geröi i sinu skólastjórastarfi. „Þessi mikla aösókn, er af- leiöing aukins áhuga á likams- rækt og iþróttum undanfarin ár. Aösókn frá byggöalögum sem hafa góöa aöstööu til Iþróttaiök- ana er sömuleiöis meiri. Viö val - segir flrni Guðmundsson skólastjóri „Þessi mikla aösókn aö tþróttakennaraskólanum á Laugarvatni er afleiöing aukins áhuga á llkamsrækt og íþróttum undanfarin ár”, segir Arni skólastjóri. á nemendum er tekiö tillit til menntunar, og hvort fólk hafi stundáö íþróttir.. Æ fleiri sem hafa stúdentspróf eru I hópi um- sækjenda. Fólki sem útskrifast héöan gengur yfirleitt vel aö fá vinnu. Þaö er hörgull á iþróttakennur- um út á landsbyggöinni, en hins vegar er erfiöara aö fá vinnu viö iþróttakennslu I Reykjavik.” Arni sagöi aö þaö vantaöi til- finnanlega sundlaug og iþrótta- hús á Laugarvatn. Gamla laug- in i Héröasskólanum, er litil og aö stofni til frá um 1930, og full- nægir þvi ekki þörfum nemenda á Laugarvatni. „Fólk sem kemur hingaö til náms, I Menntaskólar.n eöa Héraöskól- ann er oftast iþróttalega sinnaö, og vill stunda Iþróttir meö sinu námi. Þaö er veriö aö teikna iþróttahús, og veriö aö undirbúa teikningu á sundlaug. Svo er bara og biða og sjá hvenær pen- ingar verða til fyrir þessu.” S.Þ. SIÐASTA TÆKIFÆRI! TUTTUGU T0MMU TÆKIN ERU UPPSELD ÖRFÁ26” COLORAMA TÆKI EFTIR TVÖHUNDRUÐ ÚT OG 722.222* Á FIMM MÁNUÐUM Geo9i26.7'80 Philips gæði Litasjónvarpstœkin frá Philips eru viðurkennd fyrir topp-gæði, - bseði hér- lendis og erlendis. Philips kann tökin á tækninni, enda hafa fjölmargir framleiðendur annarra tækja valið Philips tæknibúnað og myndlampa í framleiðslu sína. Philips Colorama er 26 tommu sér- hönnun frá Eindhoven, eitt besta sem Philips hefur framleitt. Colorama er Philips vara. Það eitt tryggir gæðin. Sérstökkjör Fyrir þá, sem vilja eignast fullkomið Philips Colorama litasjónvarpstæki með afborgunarskilmálum; getum við boðið þau með 200.000 króna útborgun og eftirstöðvamar á fimm mánuðum. Þessi kjör eru einungis bundin við Philips Colorama tækin á meðan birgðir endast. Það er ósennilegt að við getum boðið sambærilegt verð og kjör á öðrum tækjum seinna meir. Aðeinsemsending Við hjá Heimilistækjum hf. vorum svo ljónheppin að komast að sérstöku sam- komulagi um eina sendingu af hinum þekktu Philips Colorama litasjónvarps- tækjum. Þetta þýðir það, að við getum boðið tækin úr þessari einu sendingu fyrir aðeins 922.222 krónur. Þeir, sem staðgreiða tækin fá jafhframt 5% afslátt. Því miður getum við aðeins bundið þetta tilboð við Colorama tækin - og sennilega aðeins úr þessari einu sendingu. Hafðu samband Söludeild okkar í Hafiiarstræti 3 og verslunin að Sætúni 8 mun sýna og selja Philips Colorama næstu daga. Komdu og skoðaðu myndgæðin. Því miður getum við ekki tekið tæki frá fyrir þig. Þú verður að koma niðureftir ef þú vilt tryggja þér tæki. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. "I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.