Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 4
* 4 ' \ ♦ » 4 ; \ < a vísrn Föstudagur 8. ágúst 1980 4 hannyrðavörur í fjölbreyttu úrvali Nýkomnir regnga/lar og háskólabolir á börn Einnig úrval sængurgjafa Opiö i dag tii k/. og tii hádegis á iaugardögum VERSLUNIN SIGRÚN Álfheimum 4. Simi 35920. Verkfræðingar — Tæknifræðingar Selfossbær óskar að ráða byggingaverkfræðing eða byggingatæknifræðing í starf forstöðumanna tæknideildar bæjarins Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum, sem veitir upplýsingar um starfið í sfma 99-1187. Umsóknarfrestur er til 15 ágúst n.k. Selfossi7. ágúst 1980 Bæjarritarinn á Selfossi. !f| HEILSUVERNDAR- ,|F STÓÐ REYKJAVÍKUR óskar að ráða: hjúkrunarfræðinga við barnadeild, heilsugæslu í skólum, kynfræðsludeild ( nokkrar klst. í viku) °g berklunapróf í skólum (nokkra mánuði). Umsóknir berist hjúkrunarforstjóra, sem jafnframt gefur nánari upplýsingar í sima 22400. Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar. 'ŒE Göngum ávallt vinstra megin á móti akandi umferð.. aæ UMFERÐAR O Að sníDa alliroi- unum refsingui Á hlýju vorkvöldi fyrir ári síðan drap Alan Cole tíu vini sína. Cole sem er 19 ára gamall Banda- rikjamaður bauð vinum sinum í bíltúr, tróð þeim öllum inn í Fordinn sinn og ók af stað — undir áhrifum áfengis og marijuana. Cole ók á miklum hraða, missti af beygju og ók á tré, með þeim afleiðingum, að all- ir sem í bílnum voru lét- ust — nema hann. Cole var dæmdur fyrir mann- dráp, en hann var aldrei settur I fangelsi. Þess i stað sendi dómarinn hann til eiturlyfja- og áfengisráðgjafa, sálfræöings, og til að stunda sjálfboðaliðs- vinnu I þrjú ár á slysadeild Baltimore-sjúkrahússins. Mál Alan Coles stangast að nokkru leyti á viö almennings- álitið, þvi margir lærðir menn, leikmenn — svo og yfirvöld, krefjast strangari dóma al- mennt til að stemma stigu við glæpum. En á sama tima fjölg- ar þeim afbrotafræðingum, sem fresta vilja eða skilorðsbinda betrunarhúsavistun þeirra manna, sem ekki eru liklegir til aö fremja alvarleg afbrot. Þessir hvatamenn „valdóma” benda á aö bæöi sé fangavist þjóöfélaginu mjög dýr (26.000$ á Alan Cole á leið til réttarsalarins ásamt foreldrum sinum ári fyrir hvern fanga eöa um það bil 13 milljónir króna) og auk þess séu fangelsi langt þvi frá að vera mannbætandi. Þegar refsingin er sniðin að glæpnum, þá getur hún orðið bæði afbrotamanninum og þjóð- félaginu til góða. Hér eru nokk- ur dæmi: Chicagóbúi, kallaöur „Af- brigöilegi Harold”, var ákærður fyrir að dreifa klámbókmennt- um. Hann var dæmdur til að gefa bókasafni rikisfangelsins þrjú þúsund vandaöar bækur. Hvitur maöur var ákærður fyrir að ráöst að lituöum hjón- um i Flórida og valda þeim óþægindum. Hann var dæmdur til aö þrifa kirkjur blökku- manna allar helgar. Rakari hafði stolið peningum úr söfnunarbaukum Hjálp- ræðishersins i Tucson i Arizona. Hann var dæmdur til að vinna i endurhæfingarmiðstöð Hjálp- ræðishersins I fjóra laugardaga og snyrta hár vistmanna án endurgreiðslu. Dómarinn, sem dæmdi Alan Cole, sem frá var sagt hér á undan, John McAuliffe, sagöi: „Ég held að hvorki Cole né þjóð- félagið hefðu orðið nokkru bætt- ari, þó hann hefði farið i fang- elsi. Við höfum þegar misst tiu lif. Við heföum getað misst það ellefta. Við vitum, hvað fangelsi geta gert mönnum”. Aö sögn hvatamanna „sniðinna refsinga”, geta slikir dómar verið þungir en um leið uppbyggjandi. í fyrra voru til dæmis tveir unglingar i Virginiu kæröir fyrir aö kveikja I skólanum sinum. Af brunanum hlaust tjón, sem nam rúmum tveimur milljörðum króna. Hvor ákærða um sig var dæmdur i árs skilorðsbundiö fangelsi — og auk þess áttu þeir að vinna i þrjú þúsund klukku- stundir á elliheimili án endur- greiðslu.auk þess sem þeir áttu að borga tiu þúsund dollara i skaðabætur, og máttu þeir borga skuldina á tiu árum. Ungar stúlkur i Deadwood, klæddar viöeigandi fatnaöi, mótmæla lokun gleöihúsanna I Deadwood. GLEÐIHÚSIN TEKJU- LIND BÆJARFÉLAGSINS - en ekki lengur Það hljómar ef til vill kaldhæðnislega, en Deadwood i S-Dakóta i Bandarikjunum hefur um langan aldur verið mjög liflegt þorp. 1 meira en heila öld hafa þorpsbúar, sem eru tæplega tvö þúsund, getað gortað af einhverjum „vönduð- ustu” gleðihúsum á vesturströndinni. Rekstur þeirra hefur keppt við námugröft og ferða- mannaiðnað sem helsta tekjulind bæjarfélagsins. En ekki lengur. Húsunum hefur verið lokað og langt frá þvi að allir bæjarbúar eru ánægðir meö það. „Fremsta viglina Pamelu, „Munaöarhús Dixie”, „Gleði- reiturinn” og „Þægilega her- bergiö” var lokað, þegar Al- rikislögreglan, rannsóknarlög- regla S-Dakóta og fulltrúi sak- sóknarans gerðu húsrannsókn. Akæra var lögö fram á hendur eigenda hóruhúsanna og 27 stúlkur og þrir kjölturakkar voru sett i gæsluvarðhald. Þeim var fljótlega sleppt og hafa ekki sést i Deadwood siðan. Skoðanakönnun dagblaðs sýndi, að 42% bæjarbúar voru fylgjandi þvi að leyfa rekstur gleðihúsanna, en 35% á móti. Bentu menn á, að starfsstúlk- urnar hefðu haldið sig i húsun- um og farið reglulega i læknis- skoðun. Þá héldu ibúarnir þvi fram, að sennilega yrði þetta lélegt veiðitimabil, þvi margir þeirra veiðimanna, sem hópuðust til Deadwood og sögðu fjölskyldum sinum að þeir hefðu farið á veið- ar, hefðu eytt meiri tima i gleði- húsunum en i veiðilöndunum. Þeir menn kæmu ekki aftur eftir að húsunum hefði verið lokað. Halda margir Ibúar Dead- wood þvi fram, að innan skamms muni þorpið sannar- lega standa undir nafni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.