Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 7
LandsliðsDiáifaramálin í handknatlielk: Verður Hllmar næsll Diálfari? Forráðamenn Handknattleiks- sambands íslands hafa að undan- förnu verið að velta þvi fyrir sér hver gæti orðið eftirmaður Jó- hanns Inga, landsliðseinvalds, en hann sagði sem kunnugt er starfi sinu lausu á dögunum. Eftir öruggum heimildum, sem Visir hefur aflað sér, hafa þeir HSI-menn mestan áhuga á að fá Hilmar Björnsson i starfið, en ekki er ljóst hvort af þvi getur orðið. Hilmar er samningsbundinn hjá KR, og þegar við spurðum Gunnar Hjaltalin, formann hand- knattleiksdeildar félagsins, að þvi i gær hvort KR myndi sam- þykkja að Hilmar tæki landsliðið að sér ásamt þvi að þjálfa hjá KR, sagði hann að engin ákvörð- un hefði verið tekin um það af eða á, málið væri á viðræðustigi og hefði verið rætt i stjórn hand- knattleiksdeildar KR. Það má fastlega búast við þvi, að Hilmar verði næsti landsliðs- þjálfari okkar i handknattleik, svo framarlega sem KR gefur samþykki sitt. Ef ekki, verður stjórn HSI að leita á önnur mið. Við höfum heyrt að IR-ingar séu til viðræðu um að þjálfari þeirra, Daninn Bengt Nygard, 1. deildin I knattspymu: Nú ei stigd •hvepl lýrmæi l It þjálfi landsliðið, en það hefur ekkert gerst i þvi máli enn sem komið er. Ljóst er þó að ekki er langt að biða þess, að eitthvað gerist i þessu máli, enda er stutt i fyrstu landsleikina og framundan er geysistrangt „prógram” hjá landsliðinu, sem lykur með B-keppninni i febrúar. Nú er vist, að þar verður við ramman reip að draga, þvi á meðal þjóða þar verða auk okkar Svisslendingar, Danir, Sviar, Tékkar, Hollendingar, Frakkar og Norðmenn og ísraelsmenn og verða þvi margir um þau fjögur sæti, sem keppt verður um, en þau gefa rétt til þátttöku i úrslit- um næstu HM-keppni. gk—• Verður Hilmar Björnsson næsti landsliðsþjálfari okkar i hand- knattleik? FH-INGAR FENGU MARK- Spennan er i hámarki þegar 13. umferð 1. deildarkeppninnar i knattspyrnu hefst i Hafnarfirð- inum á morgun með leik FH og Akraness. Eins og staðan i mótinu er i dag geta mörg lið enn sigrað i mótinu og ógerningur er að segja til um hverjir koma til með að falla. Hvert stig ér þvi þyngdar sinnar virði i gulli og vist að hart verður barist um þau. Sem fyrr segir leika FH og Akranes i Kaplakrika og morgun kl. 15, og fer nú að verða hver sið- astur fyrir FH-inga að ná i stig á heimavelli sinum, en það þarf lið- ið nauðsynlega að gera til að bjarga sér frá falli. Skagamenn eru hins vegar i baráttu efstu liða og stigin tvö ekki siður dýrmæt fyrir þá. ökukennsia í veröiaun „Ég er aö þessu til þess aö efla áhuga unglinga á golfiþróttinni”, sagði Geir Þormar, ökukennari, er hann leit við hjá okkur á Visii I gær, og afhenti fréttatilkynningu um opið unglingamót i golfi sem hann heldur á Hvaleyri á morgun kl. 13. Mótið er haldið fyrir stúlkur og drengi undir 17 ára aldri og eru verðlaunin, sem i boði eru, hönn- uð af Þór Sveinssyni, leirkera- smið.Sá sem verðurnæsturholu i upphafshöggi á 5. braut fær sér- stök verðlaun og rúsinan i' pylsu- endanum er ókeypis ökukennsla fyrir þann, sem fer holu i höggi á 7. braut._____________ Vaisflagup á sunnuflag Hinn árlegi Valsdagur veröur á sunnudag, og hefst dagskráin með ávarpi formanns félagsins, Bergs Guðnasonar, á félagssvæði Vals við Hliöarenda kl. 13.50. Siðan fer fram fjölbreytt dag- skrá, og verður m.a. keppt i knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik, og badminton. Veitingar verða til sölu i félags- heimilinu. VÖRDINN FRA ARMANNI A sunnudagskvöldið kl. 20 leika Þróttur og IBV i Laugardal, og verður án efa hart barist þar. Þróttarar eru i neðsta sæti ásamt FH, en ótrúlegt en satt, Islands- meistarar IBV eru þar skammt undan og i fallhættu. Hinir þrir leikar umferðarinnar eru leikir Vals og Fram á mánu- dagskvöld, en þar mætast tvö efstu iiðin, leikur IBK og Breiða- bliks i Keflavik, einnig á mánu- dag, ogloks viðureign Vikinga og KR á þriðjudagskvöldið. Leikirnir i 2. deild eru: IBI-Fylkir á Isafirði kl. 14 á morgun, Þróttur og Selfoss kl. 15 á Eskifiröi á sunnudag. FH-ingar hafa fengið góðan liðsauka fyrir komandi keppnistimabil í handknattleiknum, þvi að nú hefur Heimir Gunnarsson, markvörð- ur Ármanns, gengið til liðs við FH. Heimir, sem er fyrrum úng- lingalandsliðsmarkvörður, er einn efnilegasti markvörður okk- ar Idag, og FH tefldi ekki fram of sterkum markvörðum á siðasta keppnistimabili. Má segja, að þar hafi vantað afburðamarkvörð siðan hinn þekkti Magnús Ólafs- son (Möl) lagði skóna á hilluna. Eins og fram hefur komið I VIsi hefurverið töluvert um, að mark- verðir hafi skipt um félög upp á siðkastið. Nægir að nefna, að tveir markverðir gengu nýlega i Fram, þeii Þórir Flosason úr IR og Sigmar Þröstur úr Þór i Eyj- um, og Þorldkur Kjartansson, fyrrum Haukamaður, mun leika með Valsmönnum ivetur. gk •— [ súm árirí í nii öju iríóíi ] „Jú, það er rétt, ég mun að öllum líkindum ekki leika fleiri leiki með Val I sumar” sagði framherjinn snjalli hjál Val, Jón Einarsson. Visir hafði spurnir af þvi á leik Breiöabliks og Vals í fyrra- kvöld, að sá leikur væri siðasti leikur Jóns með liðinu. Jón Einarsson, hinn eldfljóti framherji Vals, er einn af „sumarfrísmönnum.” „Ég er aö fara i sumarfri I Landsbankanum þar sem ég vinn, og ég er bara svo blankur að ég tók vinnu sem mér bauðst á Sauöárkróki og mun verða þar I hálfan mánuö”. „Ég ger ekki ráö fyrir þvi að vera kallaður suður I leiki Vals, vegna þess að ég get ekki haldiö mér I æfingu fyrir norðan, vegna þes að ég mun vinna frá átta á morgnana til kl. 10 á kvöldin”. Það er mjög bagalegt fyrir Val að missa Jón núna, þegar baráttan er I algleymingi 1 1. deildinni og margir tvisýnir leikir eru framundan, en Valur á að leika t.d. við Fram á mánu- daginn og við Islandsmeistara IBV I Eyjum um aðra helgi. „Sumarfri” En það er ekki bara Jón, sem tekur sér frl frá 1. deild, nokkrir leikmenn hafa undanfarið veriö I svokölluðu „sumarfrii” frá knattspyrnunni. Ingólfur Ingólfsson Breiðabliki tók sér stutt fri fyrr I sumar einmitt er hann var markhæstur 11. deild- inni. Það vakti athygli manna i leiknum hjá KR á móti Val, að Hálfdán örlygsson var ekki með og er Vlsir ræddi við Ottó Guð- mundsson, fyrirliða KR, þá sagði hann að Hálfdán hefði tekið sér vikufri og dvalist á Laugarvatni, hefði verið búinn að fá knattspyrnuleiða og þvi tekið sér þetta fri. Þá vakti þaö einnig athygli, að Guðmundur Þorbjörnsson fyrirliði Vals, var viðs fjarri, er Valur lék við Breiðablik, en að sögn forráðamanna Vals, þá er Guðmundur staddur erlendis I frii, en mun vera væntanlegur aftur fyrir leikinn á móti Fram á mánudaginn. Baráttan 11. deild hefur aldrei áður verið eins jöfn og nú, ein sjö lið eiga möguleika á að vinna íslandsmótið og sex félög geta átt I baráttu um fall i 2. deild. Það vekur þvi vissulega mikla athygli, að leiklmenn geti „skroppið” svona allt I einu i „sumarfrl” þegar félögin þurfa mest á þeim að halda. Keppnistlmabilið hér heima er mjög stutt og þeir leikmenn sem á annað borö eru að gefa sig I knattspyrnuna ættu að geta hliðrað slnum fríum þannig til, að þau komi ekki niður á fél- ögunum, sem kappkosta að ná sem bestum árangri. Þá hlýtur þetta að vera slæmt fyrir aðra leikmenn, sem hafa lagt sig af llfi og sál I knatt- spyrnuna, þegar einn eða fleiri leikmenn og stundum burðar- stólpar liðanna taka sér þvilik „sumarfrl”, að öll þeirra vinna sem þeir hafa lagt á sig, er unnin fyrir gýg. Ekkert hobby Það væri ekki úr vegi að Knattspyrnusamband Islands tæki niðurröðun leikja til athug- unar, t.d. mætti skipta 1. og 2. deildinni I tvennt, leika helming mótsins i mal og júnl og gera þá hlé á keppni I stuttan tlma og leika siðan seinni helminginn seinni partinn I júli og fram á haust. En til þess að þetta geti orðið þarf að „þjappa” leikdögum mikið saman, en gæti þetta ekki orðið einnig til þess að leikmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir færu að taka sér frl á meðan á keppnistimabilinu stæði. Þá hafa félög sem taka þátt I Evrópukeppni á haustin notfært sér þær ferðir til að taka fjöl- skyldurnar með og nota ferð- irnar sem sumarfrl. Það er þvl mjög skiljanlegt að leikmenn á öðrum félögum,sem ekki eiga kost á þessum ferðum, taki sér fri frá knattspyrnunni, en þeir verða að hafa það I huga aö þeir hafa ekki knattspyrnuna að ævistarfi og veröa þvi að velja eöa hafna«, knattspyrnan er ekkert „hobby”. Ragnar örn Pétursson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.