Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 11
vtsm Föstudagur 8. ágúst 1980 n Islendlngar haida að M ullin seljist sjalfkrafa -segip ingrid Berg, kaupmaður i Osió, og gagnrýnir úttiytjendur ullarvara lslcndingar eru síöustu áhugamennirnir — ekki bara á iþróttavellinum, heldur einnig i útflutnings verslun. Þótt Islenska ullin sé einhver sú besta sem völ er á, hefur markaöskynning á þessari vöru veriö i lágmarki. Þaö er engu likara en islensk útflutnings- yfirvöld og framleiöendur þjáist af áhugaleysi eöa minnimáttar- kennd gagnvart þessari útflutn- ingsgrein. „Maöur freistast til aö álita, aö tsiendingar telji ullarvörur seljast sjálfkrafa, en slíku er ekki til aö dreifa i dag. Þaö er hörö samkeppni á þessum markaöi og ef framieiöandi hefur áhuga á aö seija sina vöru veröur hann aö auglýsa og veita hinum aimenna viöskiptavini þjónustu”. Þaö er Ingrid Berg sem lætur ofangreind ummæli falia i sam- tali viö fréttamann VIsis I Osló. Hún hefur selt isienska ull og ullarvörur þar í borg undanfar- in fimm ár. Þjónustumiðstöð 1 fyrstu verslun sinni, „Is- lendingen” haföi Ingrid Berg eingöngu islenska ull til sölu. Fyrir einu ári flutti hún i ný og stærri húsakynni viö aðalversl- unargötu borgarinnar, Karl Johan. Þar opnaði hún verslun undir nafninu „Wool Design” og tók þá jafnframt til sölu prjóna- vörur frá fleiri löndum, meðal annars frá Noregi, Skotlandi og irlandi. Bæði Islendingen og nú Wool Design hafa ekki aðeins verið sölubúðir heldur og þjónustu- miöstöö fyrir ættingja og vini Norömanna sem ætla til Is- lands. „Þaö hafa komið hingað heilu fjölskyldurnar til aö máta is- lenskan ullarfatnaö sem Is- landsfari er siöan látinn kaupa”, segir Ingrid Berg og bætir viö: „Þrátt fyrir þaö aö þetta fólk kaupir ekki hér i versluninni fær þaö jafn góöa þjónustu og aðrir. Ef islenska ullin á aö seljast veröur aö kynna hana og ég lit á þetta sem hluta af þvi kynning- arstarfi. Þetta er hrein og bein auglýsingarstarfsemi”. Fleiri prjónauppskrift- ir Þegar ég spyr Ingrid Berg hvaða stuöning hún hafi fengið frá islenskum aðilum brosir hún og hristir höfuöiö: „Engan! tslensk útflutnings- yfirvöld hafa fyrst og fremst stutt við bakið á framleiöendum og heildsölum. Hafi þaö veriö ætlunin að styöja okkur smásal- ana hefur sá stuðningur ekki komist til skila”. Ingrid Berg segist hins vegar hafa féngið mjög góöan „móralskan” stuöning og út- flutningsyfirvöld á tslandi sýnt starfi hennar áhuga. Hins vegar hafi sá áþreifanlegi stuðningur sem hún átti von á ekki komiö fram. — Hvaö er þaö sem þú vildir helst fá frá framleiðendum? „Fleiri prjónauppskriftir, al- veg tvimælalaust. Þaö er grát- lega lítið sem islenskir fram- leiðendur sinna þeirri hliö”, segir Ingrid og sýnir frétta- manni það litla úrval uppskrifta sem hún hefur. Getur það ekki talist fjölskrúðugt i samanburði við það sem norskir framleið- endur bjóða. Minnimáttarkennd ' Ingrid Berg segir að það sé erfitt að opna augu islenskra að- B ila fyrir nauðsyn þessarar hlið-® ar á markaðskynningunni. „Ég veit að hver prjónakona á ™ tslandi hefur sina uppskrift. En ■ það hjálpar litið þegar við fáum ® norskan viðskiptavin sem gerirl sig ekki ánægðan með þær fáu ™ islensku uppskriftir sem við I höfum. Ingrid Berg, tii vinstri, ásamt viöskiptavini. (Visism. Jón Einar) Sem dæmi um fátæktina i þessum efnum get ég nefnt ein- girni. Þessi garntegund er mjög vinsæl en við höfum ekki nema fjórar uppskriftir til að bjóða viðskiptavinum. Hér er þvi óplægður akur”, segir Ingrid Berg. Hún segir einnig að verslunin fái svo litið magn auglýsinga- bæklinga að afgreiðslufólkið veröi að halda i þá dauðahaldi. „Norskir framleiðendur eru mun betur vakandi yfir mark- aðinum en starfsbræður þeirra á tslandi. Norðmenn eru fljótir að notfæra sér þá möguleika sem opnast. Vissulega er útflutningur á is- lenskum ullarvörum ungur at- vinnuvegur, en það er ekki ein- hlit skýring á þessum slapp- leika. Mér finnst engu likara en tslendingar séu haldnir minni- máttarkennd gagnvart islenskri ull og þá er ekki von á góðu”, segir Ingrid ennfremur. Einstök ull að gæðum „Það er eins og þeir sem standa að sölumálunum komi ekki auga á þá sölumöguleika sem islenska ullin leggur þeim i hendur. Eg nefni skortinn á uppskriftum fyrir eingrini og raunar fleiri tegundir, sem dæmi þar um. Það er hjákátlegt þegar við hér i versluninni þurf- um að búa til uppskriftir. Þaö sem hefur bjargað við málum til þessa er að Islenska ullin er svo sérstök að hún hefur ekki átt i samkeppni við ull frá öðrum löndum. Ef það á hins vegar að fara að blanda hana öðrum tegundum er voöinn vis. tslenska ullin hefur eiginleika sem engin önnur ull i heiminum hefur. Þetta þurfa framleiöend- ur og söluaöilar aö notfæra sér betur”, segir Ingrid Berg. —JEG.Osló. Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar í tjónsástandi: Mercedes Benz 220 Mercedes Benzdiesel Lada Station 1200 Lada Station 1500 Lada 1600 Citroen GS Golf L Fiat127top Toyota Corolla árq. 1970 1969 1979 1980 1980 1973 1976 1980 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 9. júlí frá kl. 1—5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu að Laugavegi 103 fyrir kl. 5 mánudaginn 11. ágúst. BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS. VRVALS BILA í sýningarsal okkar er mikið úrval notaðra bíla Við mælum sérstaklega með eftirfarandi: Peugot 604 árg. 1977 4ra dyra ekinn 30 þús. km. litur brúnn, 6 cyl. sjálfskiptur, litað gler, leðuráklæði á setum Stereoútvarp. Verð kr. 8.000 þús. Cortina 2000 S árg. '77 ekinn 60 þús. km. litur grár, sjálfskiptur Verð kr. 4.700 þús. Ford Fairmont Futura árg. '78 ekinn 19 þús. km. litur brúnn/drapp sjálfskiptur/vökvastýri/útvarp Verð kr. 6.800 þús. Ford Escort 1300 árg.'78 2ja dyra ekinn 51 þús. km. litur rauður Verð kr. 3.850 þús. Ford Fiesta 1100 L árg. '79 ekinn 21 þús. litur drapp Verð kr. 4.700 þús. Datsun 180 B, árg. '78 4ra dyra ekinn 33 þús. km. litur rauður, útvarp/ segulband Verð kr. 4.800 Verð kr. 4.800 þús. Dodge Aspen SE árg. '77 4ra dyra, ekinn 58 þús. km. litur silfurgrár, 6 cyl. sjálfskiptur/vökvastýri Verð kr. 5.700 þús. l^sSÞSveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 REYKJAVIK SIMI85100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.