Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 12
vtsm Föstudagur 8. ágúst 1980. 12 Ljóma-Rally „Prófsteinn á áaö, hvort við getum haldið aihjóðlega keppni” - segir Maríanna Friðjónsdðttir í keppnlsnefnd BKR „Þetta veröur eitt lengsta rall i Evrópu á þessu ári og meðal keppenda veröa erlendir öku- menn þ.á.m. John Haugland og Per Ryl-Andersen frá Noregi og væntanlega tveir ttalir, þeir Aldo Pereno og Cesare Giraudo”, — sagöi Marianna Friöjónsdóttir, sem á sæti f keppnisstjórn BKR, er Visir spuröist fyrir um ralliö mikla sem haldið veröur hér á landi dagana 20.-24. ágúst n.k. „Þaö hefur veriö ákveöiö aö kalla þetta Ljóma-rall 1980 og kemur nafngiftin til af þvi, aö Sól h/f mun styöja þetta fyrir- tæki fjárhagslega”, — sagöi Marianna ennfremur. — „Viö byrjuðum aö undirbúa þetta i febrúar enda er ralliö eins og ég sagöi eitt hiö lengsta i Evrópu á þessu ári en vegalengdin er 3000 km. Þetta er fyrsta ralliö hér á landi sem hlotiö hefur alþjóð- lega viöurkenningu frá FIA, Texti: Sveinn Guöjónsson sem eru alþjóöleg samtök er annast eftirlit meö þessari teg- und bifreiðaíþrótta. Þaö er þvi mikiö I húfi að vel takist til þvl meö þessu ralli erum viö aö nálgast þaö markmiö aö geta haldiö hér keppni á alþjóöa- mælikvaröa. Þetta er eins konar prufukeyrsla á þaö hvort viö getum þaö”. „ísland er draumaland rall-ökum anns ins ’ ’ „A undanförnum árum hafa komiö hingaö menn og fylgst meö keppnum hér og þeir eru allir sammála um að lsland sé draumaland rall-ökumannsins. Það gerir okkar frábæra þjóð- vegakerfi. Þaö er þvi alveg ljóst aö erlendir ökumenn munu fylgjast meö þessari keppni og þaö er vitaö aö mikill áhugi er erlendis fyrir keppnum af þessu tagi hér á landi. Ekki alls fyrir löngu birtist grein i Rally Sport, sem er þekkt timarit á þessu sviði, og þar var fjallaö um tsland sem framtiöarland rall-ökumanns- ins og vegakerfiö var þar ein- mitt tekiö sem dæmi. Ef vel tekst til núna má búast viö aö þetta vefji upp á sig og aö áhug- inn erlendis aukist enn”. „Aðeins þeir al- hörðustu taka þátt” „Einn þeirra erlendu kepp- enda sem kemur hingaö núna, John Haugland, var hér I fyrra og fylgdist meö Visis-rallinu, sem segja má aö sé undanfari þessarar keppni núna. Þaö varö til þess aö hann ákvaö aö taka þátt i þessu núna, — hann varö svona yfir sig hrifinn. Hann mun keppa á Rally-Skoda RS 130. Annar er Per Ryl-Andersen, ritstjóri timaritsins Bilen og hann veröur á Datsun 120 A. Þá munu væntanlega tveir Italir taka þátt i keppninni, þeir Aldo Pereno og Cesare Giraudo og samkvæmt okkar heimildum eru þetta þekktir menn en annar þeirra varö t.d. sjöundi I keppn- inni „Trans Afric 1980”. Annar þeirra veröur á Escort en hinn á Opel Kadett. Svo má ekki gleyma islensku keppendunum en þess ber aö geta, aö keppnin er svo erfiö aö þaö veröa ekki nema þeir al- höröustu sem taka þátt i henni. Keppendur veröa alls fimmtán svo aö þaö er kannski of löng upptalning aö nefna þá alla hér en það má búast við haröri keppni á milli Ómars og Jóns annars vegar og Hafsteins og Kára hins vegar. Svo má auð- vitaö nefna Dalabóndann á Trabantnum en þátttaka hans vekur alltaf athygli” Visis-ralliö i fyrra var undanfari þessa ralls og er myndin af einum þeirra, er þátt tóku i rallinu I fyrra. Hlutfall sérleiða hefur aldrei verið hærra Tilhögun keppninnar lýsti Marianna I stuttu máli á eftir- farandi hátt: Keppnin er um 3000 km löng. Hlutfall sérleiöa hefur aldrei verið hærra en þær eru samtals um 1300 km. Fyrir þá sem ekki eru alveg inni i málunum skal tekið fram, aö ralliö skiptist i ferjuleiöir og sérleiöir. Ferju- leiöir eru keyröar I almennri umferö og er meöalhraöi mjög lágur, enda leiöimar hugsaöar til viögerða svo og er hin lági meðalhraöi m.a. haföur af öryggisástæöum. úrslitin ráöast þvi ekki af akstrinum á ferjuleiöum. Sérleiöir eru hins vegar lokaöar annarri umferö á meöan á keppninni stendur og þar gildir sekúndunákvæmni. vegakerfi. Þaö er þvi alveg ljóst vekur alltaf athygli”. þar gildir sekúndunákvæmni. gefa nánar upp hvaöa leiöir ’ —SV.G.J Þessar leiöir eru yfirleitt erfiöar i akstri og þar reynir á hæfni ökumannsins. A sér- leiðum er gefin undanþdga frá hámarkshraöa þannig aö menn geta þar gefiö i botn eftir aö- stæöum. Keppnin mun hefjast viö Austurbæjarskólann kl. 9.00 á miðvikudagsmorgun 20. ágúst og mun forseti tslands Vigdis Finnbogadóttir ræsa keppend- ur. Keppninni lýkur á sama staö á sunnudagskvöld 24. ágúst. Fyrsta næturgisting er á Sauöárkróki og siðan veröur ek- iö aftur I bæinn og gist í Reykja- vik á aöfararnótt föstudags. A föstudags- og laugardagsnótt veröur gist á Laugarvatni en siöustu þrjá dagana veröur ekiö þvers og kruss um Suö-vestur- og Suö-austurland. Marianna kvaöst ekki mega á þessu stigi gefa nánar upp hvaöa leiðir veröa eknar. Daginn fyrir keppnina veröur fariö í hóp- akstur um bæinn til að kynna bilana og ökumenn þeirra. „Rall en ekki þeysa” Viö spuröum Mariönnu aö lokum hvernig henni litist á oröiö þeysa i staöinn fyrir rall og sagöi hún aö hún væri þvi mótfallin. Orðiö þeysa næöi ekki yfir þaö fyrir- brigöi sem rall væri i raun og veru og auk þess væri rally oröiö alþjóölegt nafn og breytingar á þvi nafni gætu þvi valdið ruglingi og skaöaö þá viöleitni islenskra bifreiöa- iþróttamanna aö gera ísland aö alþjóölegum vettvangi d þessu sviöi. „Otlendingar munu koma hingaö til aö taka þátt i ralli en þeir koma ekki til aö keppa i þeysu”, — sagöi Marianna. SNIANARBLETTUR I upphafi feröar dagsins verö égaö segja frd þvi aö Hólmgeir Valdimarsson, gjaldkeri Melgeröismelasamsteypunnar, hringdi til min og vildi leiörétta missögn hjá mér i slöasta þætti. Égfór þar meö lausafréttir þess efnis aö Skagfiröingar heföu yfirboöiö Eyfiröinga i verölaun- um, en Hólmgeir sagöi að þaö væri mikill m isskilningur. Eyfiröingar hefðu, sagöi Hólm- geir, borgaö peningaverölaun fyrir fyrstu þrjií sæti i hverri keppnisgrein i kappreiðum, auk verölaunagripa, samtals Kr. 1.590.000. Skagfirðingar heföu aftur á móti aöeins greitt verö- launafé fyrir fyrsta sætiö, en medaliur fyrir þrjú fyrstu, og samtals heföu þeir borgaö 840.000 krónur I verölaun. Nú má búast við aö Skagfirðingar vilji láta heyra frá sér um efni, og geri þeir svo vel, þetta getur oröiö hiö skemmtilegasta mál. Pistill dagsins En pistill dagsins er um allt annaö mál og má raunar búast viö aö Skagfiröingar hafi meira til þess máls aö leggja. A siöustu árum hefur nokkuö rutt sér til rúms sá háttur að halda opinbert uppboð á hross- um. Þessi uppboö eru gjarnan haldin i tengslum viö mót, vafa- lltiö I tvennum tilgangi, þeim aö auka á fjiflbreytni mótanna og hitt er ekki sföur eftirsóknar- vert fyrir seljendur aö notfæra sér hátiöastemningu mótsgesta til aö fá há boö. tlt af fyrir sig er ekkert viö þaö aö athuga, aö hross skuli slegin hæstbjóöanda á opinberu uppboöi. Heldur er ekki athuga- vert viö aö halda slikt uppboö i tengslum viö mót, svo framar- lega sem aöstæður til sliks eru fyrir hendi. Þvert á móti má vel fallast á aö uppboö geti veriö góö viöbót á þá skemmtun sem hestamót yfirleitt eru. Skilyrði þess er þó dfrávikjanlega aö vel sé aö uppboöinu staöiö og mannúölega meö sölugripina fariö. Vondir hættir á lands- visu Éghef fá uppboð af þessu tagi veriö viöstaddur, reyndar aöeins tvö og þau voru bæöi i Skagafiröi. Þess vegna get ég ekkert fullyrt um hvort aöferö Skagfiröinga er sú sama, sem viöhöfö er almennt viö slika athöfn, eöa hvort hún er ein- kennandi fyrir þá. Ég imynda mér aö frekar sé hér um aö ræöa hætti á landsvisu, en hvort heldur er, er full ástæöa til gagnrýni, þvi aöfarir á borö viö þær, sem ég varö vitni aö á Vindheimamelum um siðustu helgi megi ekki endurtaka sig. Miklir möguleikar á Vindheimamelum Þegar ótamin hross eru boöin upp, veröur aöstaöa að vera til aö sýna þau i rétt eöa ööru aö- haldi, þar sem þau geta verið óáreitt. Æskilegast er auövitaö hófatak son aö svo rúmt sé um hrossin, aö þau geti hreyft sig frjálslega og hlaupiö um. Bjóöendur og aörir áhorfendur veröa aö geta séö veltil, án þess aöþurfa aö þurfa aö troöast hver um annan og þrengja aö hrossinu. Raunar er útilokaö aö leyfa mönnum aö- gang aö réttinni, sem hrossiö er i, því hvorutveggja er aö hrossiö styggistsvo af slikum ágangi aö þaö hefur verulega vanliöan af og svo skapar þaö slysahættu. Á Vindheimamelum er auö- veldara aö koma upp ágætri aö- stööu til uppboöa en viöast þar sem ég hef séö. Þaö kostar auö- vitaö peninga, en öll aöstaöa til hestamóta kostar peninga, og þvi skyldifrekar sparaö til upp- boösaöstööu en annars? Neöan viö áhorfendabrekkuna, t.d. þar sem nú er sýningarhringur gæö- inga, má giröa af rennu, þar sem hrossin geta hlaupið um og áhorfendur og uppboöshaldari geta séö veltil úr brekkunni, án þess aö styggja hrossin aö óþörfu. Með miklu fasi Ég get ekki á mér setiö aö átelja hvernig aö uppboöinu á Vindheimamelum á laugardag- inn var, var staöiö. Ég freistast jafnvel til aö lýsa þvi meö orö- um eins og „Villimennska”. Uppboöiö fór fram I tvfskiptri rétt, með háu staurageröi um- hverfis. Eini möguleiki áhorfenda til aö sjá, án þess aö fara inn I réttina, var aö hanga utan á stauragerðinu, og þaö varauövitaöfullsetiö af bömum og unglingum, sem eru fimari að klifra en þeir eldri. Auövitaö fóru svo þeireldri.sem vildu sjá og bjóöa, inn i réttina. Hópurinn, sem bjóöa átti var I öörum hluta réttarinnar og var eitt i senn rekið inn I hinn hlut- ann og boðiö upp þar. Sagt var að einn af forustumönnum hrossaræktarmanna i héraöi hefði haft stjórn uppboðsins meö hendi, enda haföi sá sig mjög i frammi, beitti raddstyrk sinum ótæpilega, fór um meö miklu fasi og veifaöi um sig giröingarstaur, svo sem væri hann veldissproti. Þetta má ekki endur- taka Hrossin voru skiljanlega skjálfandiaf hræöslu, þegar þau höföu veriö skilin frá hópnum undir slikum aöförum og ekki lægði óttann, þegar inn kom i hinn hluta réttarinnar, þar sem manngrúi þrengdi ab þeim meö háværu tali og jafnvel káfi. Einn ungur fóli stóöst þetta ekki og stökk á mannvegginn til aö reyna aö foröa sér, með þeim afleiöingum aö, a.m.k. tvær manneskjur meiddust. Eftir þetta var nokkuö reynt aö hafa hemil á áhorfendum, en for- ustumaöurinn hélt áfram aö veifa staurnum (og aðrir tóku hann sér til fyrirmyndar) og fara mikinn og „fullhugar” sýndu getu sina i samskiptum viö óttaslegin og varnarlaus tryppin, fóru jafnvel á bak þvi gæfasta. Ég endurtek aö aðfarir af þessu tagi mega aldrei sjást oft- ar og sist meðal manna sem teljasigaödáendur hestsins. SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.