Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 24
vtsm Föstudagur 8. ágúst 1980 síminner 86611 Veðurspá Nálægt Færeyjum er 1020 mb. hæð. 1200 km suðvestur i hafi er 1000 mb. lægð, frá henni grunnt lægðardrag norður á milli Islands og Grænlands. Hiti breytist litið. Suðurland, Faxaflói: suðaust- an gola sföan kaldi, sums staö- ar skúrir I dag, en dálitil rign- ing i nótt. Breiöafjöröur til Stranda og Noröurlands vestra: hægviðri og slöan sunnan og suöaustan gola, skýjað aö mestu og sums staðar smáskúrir. Norðurland eystra og Austur- land aö Glettingi: hæg breyti- leg átt og bjart veður. Austfiröir: suövestan gola, léttskýjað inná fjörðum, skýj- að á miöunum. Suöausturland og miö: suð- austan gola, litils háttar súld öðru hverju, einkum á nótt- unni. Veðriö hér og har Akureyriþoka 8, Bergenskýj- aö 12, Helsinki þokumóða 15, Kaupmannahöfn skýjaö 14, Osló skýjað 12, Reykjavfk skúr 11, Stokkhólmuralskýjaö 13, Þórshöfn skýjað 8, Aþena heiðskirt 33, Berlin skýjaö 22, Chicago skýjaö 31, Feneyjar heiðskirt 30, Frankfurt létt- skýjað 36, Nuukþoka 6, Lond- on skýjað 23, Las Palmas skýjað 27, Mallorka heiöskirt 27, New York alskýjaö 32, Parisrigning 25, Malagaheiö-' skirt 26, Vin léttskýjaö 26. Loki segír Dýrafréttir viröast i uppá- haldi hjá morgunblööunum þessa dagana. Þannig er Þjóö- viljinn meö fréttina: „Maök- arnir lifa góöu lifi’’. Og I Tim- anum segir: ,,Vart viö músa- og rottugang”. Stjórnarblööin telja augsýnilega réttast aö fjaila um dýrarikiö á meöan mannfólkiö er aö jafna sig á sköttunum. llnniO af mikilli alvðru í samningaviðræðunum: Fð uppmællnga- menn ifka núna meira en aðrir? Nú er unnið af mikilli alvöru I samningaviöræöum Vinnuveit- endasambandsins og Alþýðusam- bandsins, en mikil ieynd hvilir yfir þeim efnisatriöum, sem rædd eru og mun rlkissáttasemjari hafa óskaö eftir þvl viö aöiia. Guðmundur J. Guðmundsson. formaður Verkamannasam- bandsins, var i morgun spurður aö þvi hvort útlit væri fyrir aö láglaunafólkiö fengi meiri hækk- anir en aðrir hópar og sagði hann þá, að tilboð VSÍ frá þvi i fyrra- dag væri kannski „sprengipunkt- urinn” i þeim efnum og gat þess, að lítil mótmæli hefðu t.d. heyrst frá iðnaðarmönnum vegna þess tilboös. Guðmundur hefur aftur á móti lýst þvi tilboði sem hnefa- höggi i andlit láglaunafólks. Er þvi ekki komið enn I ljós.hvort uppmælingarmenn fá nú enn á ný stærri hlut en aðrir. Guðmund- ur sagði, að viðræðurnar I gær hefðu heldur veriö i réttari átt, en þó ekki svo, að nokkur ástæða væri til aö hætta við að afla verk- fallsheimildar eins og Dagsbrún hefur ákveðið að gera. Verulegur ábugi er meöal beggjaaðila að ná samkomulagi um kjarnasamn- ing, en samkvæmt heimildum blaðsins er helst búist við, að erf- itt muni reynast að samræma starfsaldurshækkanir i þessum fyrsta áfanga. Þær munu lltt hafa verið til umræðu hingað til.en um- ræður snúist um flokkaröðun. Fundaröð er boöuð á morgun og munu þá samböndin mæta til funda hvert á fætur ööru frá klukkan 10 um morguninn og fram eftir degi, og ráögerðir eru fundir áfram um helgina. —Óm. Tekinn í Islendingur var I vikunni tekinn af tollgæslunni á Kefla- vikurflugvelli meö fikniefni I fórum sinum. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn og hefur verið úrskurðaður i 15 daga gæsluvarðhald. Guð- mundur Gigja hjá fikniefna- deild lögreglunnar sagði i sam tali við Visi, að málið væri nú i rannsókn, en ekki hefði verið um mikið magn að ræða. —ÓM. Maður drukknaði í Norðurá Maöur drukknaði i Noröurá I Borgarfirði i gærkvöldi. Mað- urinn var ásamt félaga sinum, sem bjargaðist, aö veiðum i ánni og voru þeir á báti. Hvernig slysið vildi til, er ekki að fullu ljóst, en það mun hafa átt sér staö á milli fossa, Glanna og Laxfoss, en þeir eru skammt frá veiöihúsinu við Norðurá.sem errétt neðan við Bifröst. Lik mannsins fannst I gærkvöldi. —KÞ. Um miðjan dag i gær varð kona fyrir bil á Grensásvegi. Slysið varð með þeim hætti, að konan, sem var á leið austur yfir götuna, varð fyrir bil, sem ók suður Grensásveg. Konan mun ekki hafa slasast mikið. Visismynd: B.G. „Varla mjðg langt frá 350 púsund lesta afia” - segir Stelngrlmur Hermannsson un nýju velðiiakmarkanirnar „Skrapdögum togaranna verð- ur fjölgaö um einn dag fyrir hver 500tonn sem eru umfram 110 þús- und lestir og fjöldi skrapdaga til 1. desember ætti þá að vera 31”, sagöi Steingrlmur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra I samtali viö Visi.en nú llöur óöum aö þvl aö þorskveiöibanninu ljúki. Afli I ár nemur um 15500 lestum hjá togurunum umfram það sem var I fyrra og samkvæmt þvi verða banndagar 31. „Samkvæmt reglum eru svo 18 banndagar I desember og ég hef hugsaðmér að hluti af þvlyrði al- gjört bann, þannig að sjómenn fái sitt jólafri”, sagði Steingrimur. Varðandi hugsanlegan heildar þorskafla sagöi Steingrimur: „Undanfarið hefur dregið veru- lega úr afla svo ég er nokkuö ró- legri yfir þvi, aö þetta verði ekki sá mikli afli sem stefnt hefur I og er vonmeiri um.að þaö takist að halda þessu innan skikkanlegra marka. 1 fyrra bættust við um 80 þúsund lestir af þorski á þessum siöustu 5 mánuðum. Nú eru tak- markanir heldur meiri svo að ef þetta yröi nú eitthvað minna, þá veröur þetta varla mjög langt frá 350 þúsund lestunum”. 278 þúsund tonn veiddust af þorski á fyrri helming þessa árs. Aö sögn Steingrims Hermanns- sonar þá geröu fiskifræðingar ekki athugasemdir við þessar töl- ur á fundi með hagsmunaaöilum, sem haldinn var siðdegis i gær, en Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að ekki veri veitt meira af þorski en 300 þúsund tonn á árinu. Endanlga verður tekin ákvörð- un um þorskveiðistefnuna á þriðjudaginn þar sem óskað var eftir fresti til þess aö kanna þessi mál nánar, að sögn Steingrims. —AS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.