Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 9. ágúst 1980 3 Leigu- húsnæði borgar- innar við Vestur- götu. Þetta húsnæði verður væntan- lega rifið niður inn- an fárra ára. Visis- mynd-JA „Um 70% einstæðra mæðra eru í láglaunahópnum” — segir Jóhanna Kristjánsdóttir,, fyrrv. form. FEF „Samkvæmt mjög stóru úrtaki sem var gert árin 1969 og 1974, þá erum 70% einstæðra mæðra lág- launahópur” segir Jóhanna Kristjónsdóttir, fyrrverandi for- maður Félags einstæöra foreldra. „Fólk er svo kröfuhart. Ég þekki býsna margar einstæðar mæður sem kvarta yfir hvað meðlagiö sé lágt, en svo eiga þær pluss sófasett og fin föt. Ég man eftir einni sem sagðist ekki eiga pening til að senda barniö sitt i sveit eða gera yfirleitt nokkurn skapaðan hlut fyrir utan það nauðsynlegasta. En viku eftir að ég talaði við hana var hún komin til Spánar 1 fri. Margar mæöur telja aö meðlagið eigi aö duga fyrir þörfum barnsins en það er vitleysa, þvi eins og þjóðfélagiö er, þá er gert ráð fyrir aö tveir sjái fyrir barni. Þegar barnalif- eyrir var ákveðinn var sagt aö þaðætti aönema 2/3 af ellilifeyri. Lægsti ellilifeyrir er núna 90 þús- und krónur og ætti meðlagið sam- kvæmt þvi að vera 60 þúsund kr. Það er enginn sem sveltur i Reykjavik. En margir telja sig fátæka ef þeir eiga ekki fyrir læri á sunnudögum. Auövitaö er erfitt hjá mjög mörgum og sérstaklega hjá stúlkum sem eignast barn ungar, og hafa engan stuðning á bakvið sig. Húsnæði er og hefur alltaf verið helsta vandamál flestra einstæöra foreldra. Það vantar mikið upp á að leiguhús- næöi borgarinnar fullnægi eftir- spurninni. 1 velferöarþjóöfélagi sem byggir á samhjálp á borgin aðhjálpa til.enþósvoekki að það dragi ilr sjálfsbjargarviöleitni fólks. Þó held ég að fjárhags- örðugleikar séuléttvægari en þeir sálarlegu erfiðleikar sem ein- stæöir foreldrar verða fyrir. Það er erfitt að hafa engan til að deila meö ábyrgð, jafnt sem gleði og sorg. Einsemd er oftast verri en fjárskortur. Þegar aöeins er um einafyrirvinnuað ræöa þá verður fólk að vinna eins og þrælar til að endar nái saman. Það gefur auga leiðaðbörneinstæöra foreldra al- ast upp við sérstakar aðstæður. Þaubyrja á dagheimili siðan fara þau á skóladagheimili og kynnast börnum einstæöra foreldra. Ég hef tekiö eftir þvi að allar vinkon- ur átta ára dóttur minnar eru böm einstæðra foreldra. I þeim hópi eru feður aldrei ræddir. Þetta virðist vera svo eðlilegt ástand hjá þeim og engin þörf á að spá í hvernig þetta gæti verið Jóhanna Kristjónsdóttir ööruvisi. Feður eru bara ein- hverjir sem koma ööruhvoru með jólasveinahúfu. Börn einstæöra foreldra eru meira undir smásjá en börn giftra foreldra. Þau eru dæmd út frá öörum forsendum. Ef barn lendir i vandræðum, þá er kanski sagt. „Já, hann greyið hann kemur nú frá brotnu heimili” ,,eöa ihinu tilfellinu, ,,en hvað þetta er sorglegt eins og hann kemur frá góðu heimili”. Þegar vinnuálag er svona mik- ið þá á fólk ekki þess kost að njóta lifsins á vissan hátt. Margir hafa ekki kraft eftir langan dag til að sjáShakespeare leikrit eða Berg- man mynd en leita frekar ein- hverrar afþreyingar eins og t.d. Þórscaftf. Fólk gerir frekar kröf- ur um afþreyingu en að fara i leikhús eöa á tónleika. Þaö væri óskandi aö fólk þyrfti ekki aö vinna svona mikiö frá börnunum sinum og þaö hefur verið talað um aö einstæöir foreldrar nytu tekjutryggingar til jafns viö aldraða. „Brýnt tel ég þó aö for- eldrar borgi dagvistun og leik- skóla eftir efnum sínum. Mcóalhiti í St. Pctersburg — Celcius HÓTEL CORAL REEF COLONIAL GATEWAY INN Haust- og vetrarferðir St. Petersburg Beach Brottför alla laugardaga frá 6. september 2 eða 3 vikur Verð frá kn 577.100.- A COLONIAL GATEWAY INN ís/enskur fararstjóri á staðnum 25 ÁR Ferðaskrifstofan UTSYN Austurstræti 17 GISTISTAÐIR: Colonial Inn, Coral Reef, Alden, Breckenridge og Hilton 25 ára reynsla í ferðaþjónustu tryggir öryggi farþegans Vandiátir velja Útsýnarferð Símar - 26611 og 20100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.