Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Laugardagur 9. ágúst 1980 Flugiðerlifæð Mannabreytingar hjá Flug- leiöum eru angi af þeim vanda- málum, sem steöja að islensk- um flugmálum. Ekki er séö fyrir endann á þvi striði. Þaö hlýtur hins vegar aö vera einlæg von allra þjóðhollra Islendinga aö Flugleiöir rétti úr kútnum. Þúsundir manna byggja af- komu sina á rekstri fyrirtækis- ins, og flugsamgöngur eru lifæö okkar við umheiminn. Þaö er ævintýri likast hvaö flugiö hefur gjörbreytt lifi manna á Islandi, tengt lands- hluta, auöveldað flutninga og aukiö samskipti. Bjartsýni og á- ræöi brautryöjendanna i is- lenskum flugmálum veröur seint fullþakkað. Enginn hefur staðið framar i þeirri sókn og vörn en núverandi flugmála- Fáir staðir eru tilkomumeiri en Arnarf jörður. En regindjúp hafsins og snarbrött f jöllin hafa gert byggðina þar vestra að einni afskekktustu og harðbýlustu sveit landsins. Þegar ekið er undir Arnarmúla/ framhjá tóftum þeirra kotjarða, sem standa i flæðarmálinu undir grýttri hlíðinni, er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig fólk hefur fleytt fram lífinu. Það er hins vegar auðvelt að skilja hvers vegna slíkar jarðir eru nú komnar í eyði. I þessum f irði hefur verið búið öldum saman og einmitt í þessari sömu sveit sleit Jón Sigurðsson barnsskónum. Harðgert líf og fábreytt hefur verið hlutskipti hans og haft sín áhrif í nábýlínu við f jöll og haf. Skyldi það ekki vera ein meginástæðan fyrir manndómi Jóns forseta og ást hans á Islandi, að hann ólst upp við slíkar að- stæður. Römm er sú taug. Orðutildur Þaö er langur vegur frá bóndasyninum á Hrafnseyri á fyrri hluta nítjándu aldar og skrúðfylkingunni við forseta- tökuna 1980. Þar á milli liggja þó söguleg tengsl sem hafa þýð- ingu i lifi litillar þjóðar. Ekki er þó vist að Jóni hafi þótt mikið til um formfestuna og hátiðleikann, sem setti svip sinn á athöfnina i þinghúsinu. Sýnd- armennska fer íslendingum illa og orðutildrið er fáfengilegt. Þaö er mér og öðrum að meinalausu þótt Islendingar viöhaldiþeim danska hirðsið að útdeila orðum og riddarakross- um. Það er hégómi, sem þykir vist nauðsynlegur á þeim mannamótum, þar sem einstak- lingar eru metnir eftir upphefö frekar en mannkostum. Hitt er leiðinlegra fyrir þá sem eiga viðurkenninguna skiliö, ef slikum oröum er út- hlutaö eftir duttlungum prótok- ols og litlum tilefnum. Annars er þetta einfalt mál. Þeir sem vilja taka viö oröum gera þaö, hinir ekki. Ef þjóöin getur glatt viðkvæm hjörtu með litlum kostnaöi eins og oröuveit- ingum, þá er þaö sjálfsagt og saklaust. Vist er þó aö sveitafólkiö i Arnarfiröinum hefur átt skiliö æöstu viöurkenningu fyrir þrek sitt og lifsstarf. Sú viðurkenning veröur aldrei mæld i fálkaorö- um heldur i þeim arfi sem þetta afskekkta sveitafólk skilaöi þjóöinni. Stöðnun og ihaldssemi Talandi um mannviröingar og ævistarf, þá vekur það óneitan- lega athygli, þegar gamalgrón- um starfsmönnum hjá einu stærsta fyrirtæki landsins er sagt upp störfum. Meðal stærri þjóöa telst þaö ekki frásagnar- vert, þegar starfsmannaskipti eiga sér staö. Slikt er algengt og hlýtur að teljast eðlilegt ef stjórn eins fyrirtækis telur breytinga þörf. A Islandi er þaö á hinn bóginn næsta fátitt. Kem- ur þar tvennt til: tillitssemi viö nána samstarfsmenn og ævi- ráöning opinberra starfsmanna. Hér sitja embættismenn mosavaxnir i stólum sinum, svo áratugum skiptir, heimavanir og ráörikir og lifa sjálfan sig, án þess aö vita af þvi. Slikir menn veröa stöönun og ihaldssemi að bráö. Það yröi öllum góöum em- bættismönnum til sáluhjálpar og starfslegrar upplyftingar ef meiri sveigjanleiki og tilfærsla væri möguleg milli embætta. Eflaust er það sárt fyrir þá tvo mætu menn, sem gegnt hafa trúnaðarstörfum hjá Flugleið- um þegar þeir láta þar af störf- um. En hæfir menn og reyndir finna sér annan vettvang, og ekki kæmi á óvart, þótt seinna meir uppgötvi þeir, að einmitt þessi breyting verði þeim til gæfu og gengis. stjóri Agnar Kofoed Hansen, sem hefur unnið sér aðdáun og viröingu langt út fyrir land- steina. Vel má vera, að Agnar hafi á köflum þótt ráðrikur flugmála- stjóri og yfirgangssamur, en enginn nær árangri án hæfilegr- ar frekju og stjórnsemi. Agnar hefur mætt ýmissi gagnrýni, en flest af þeirri gagnrýni er þó i ætt við nöldur þeirra sem sjá ofsjónum yfir stórhuga mönnum. Skattarnir Nú hafa skattarnir séð dags- ins ljós og venjulegar deilur hafnar milli stjórnar og stjórn- arandstööu hvort skattarnir hafi hækkaö eöa lækkaö. Auö- vitaö er skattbyröi einstaklings- bundin, og getur veriö meiri eöa minni eftir tekjum frá einu ári til annars. Það er rétt sem Ragnar Arnalds bendir á, að skattalögin voru ákveöin i ráö- herratiö Matthiasar Mathiesen og eru þar aö finna mörg ný- mæli, sem nú fyrst fæst reynsla af. Hins vegar getur Arnalds ekki skotiö sér undan ábyrgð á skatt- byröinhi, þvi það var hans á- kvöröun og núverandi stjórnar ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstióri skrif^r hver skattstiginn er og hvaða skattvisitölu’ skuli miöa við. Svo er að heyra að Ragnar Arnalds sé þeirrar skoðunar, aö skattbyröi sé i hóf stillt á Is- landi. Undirritaöur er á annarri skoöun. Tekjuskattar eiga aö þjóna tvennum tilgangi, að afla tekna til samneyslunnar og vera til tekjujöfnunar. Siöari tilgangur- inn á sér ekki lengur stoö i raun- veruleikanum. Tekjuskatturinn er launamannaskattur, sem leggst þyngstá millitekjufólk og hefur einmitt verið gagnrýndur vegna ranglætis og mismunun- ar. Sem tekjuöflun fyrir rikissjóö er tekjuskattur einstaklinga aö- eins litiö brot af heildartekjum rikissjóös, eða rétt rúmlega 10%. Þá er jafnframt nauðsyn- legt aö hafa i huga að innheimta hins opinbera teygir sig eftir fleiru en tekjum manna. Skattar eru innheimtir i formi sölu- skatts, vörugjalds, tolla, eigna- skatts o.s.frv. sem hver og einn þarf að greiöa i einu eða ööru formi. Það væri fróðlegt að gera úttekt á þvi, hversu mikið hvert heimili greiöir til rikisins af venjulegum útgjöldum hvers mánaðareða árs. Þegar sú tala liggur fyrir, er fyrst hægt að bera það undir þjóöina hvort sköttum á Islandi sé i hóf stillt. Framsóknarmennska Annars hafa flestir flokkar verið undir sömu sök seldir, þegar skattheimta er annars vegar og á þaö reyndar við um fleiri málaflokka, aö flokkslitir vilja þynnast út þegar á reynir. Stjórnmálamenn kunna aö hneygja sig til hægri og vinstri með lipurö og lagni tækifæris- sinnans. Illvittnir menn hafa stundum boriö þaö á Pálma vin minn Jónsson landbúnaöarráö- herra, aö hann væri meiri fram- sóknarmaöur i landbúnaöar- pólitik sinni en framsóknar- mennirnir sjálfir. Með þetta er gantast af þeim sem harðast ganga fram i gagn- rýni á þá landbúnaðarstefnu sem rikjandi hefur verið um langan tima og allt frá dögum Ingólfs Jónssonar. Þaö er fram- leiðslustefnan, sem á sinum tima var sjálfsögö og nauösyn- leg. Þessi stefna hefur hins veg- ar verið of hart keyrö og hafa bændur sjálfir haft skilning þar á, og látiö yfir sig ganga kvóta- kerfi og fóðurbætisskatt meö þegjandi karlmennsku. P ó 1 i t i k e r miskunnarlaus Pálmi Jónsson er sjálfur bóndi og stendur með sinni stétt. Enginn getur álasað honum fyrir það, þótt sjálfsagt sviöi honum undan framsóknarnafn- giftinni. Hún verður hins vegar ekki af honum máö, svo lengi sem hann fylgir ráöum þeirra. Nú berast þær fréttir norðan úr Eyjafiröi að fóöurbætisskatt- urinn sé af hinu illa, og Pálmi verður fyrir aökasti vegna efa- semda sinna um ágæti kvóta- kerfisins. Þar mætti hann of- jarli sinum i framsóknar- mennskunni, Stefáni Valgeirs- syni, sem segist hættur viö Rússlandsför af einskærri um- hyggju fyrir kvótakerfinu sinu. Landbúnaöarráöherra er ekki öfundsverður af þvi að ráöa fram úr landbúnaöarvandan- um, og þá enn siöur af banda- laginu viö framsóknarmenn i þeirri glimu. Ætli hann átti sig ekki á þvi hvaö úr hverju, aö þeir liösmenn veröa honum stopulli stuöningsmenn en hans eigin flokksmenn, þegar til kastanna kemur. Pólitikin er nefnilega miskunnarlaus, og menn reka sig fljótt á þá staöreynd, aö án samherja og bakhjalla, standa þeir eftir berskjaldaöir þegar á reynir. Sýndarmennska fer íslendingum illa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.