Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 19
T -M-l&MMt/ Laugardagur 9. ágúst 1980 Gengid á land í Hraf ns eyrar fjörunni Varoskipsmenn koma aö landi meö forseta lslands. T.v. situr Þröstur Sigtryggsson skipherra og Birgir Möller forsetaritari er t.h. t fjörunni viö Hrafnseyri. Gunnar Thoroddsen heilsar þarna Matthlasi A. Matthiesen og Vala Thoroddsen Þðrhalli Asgeirssyni. Aftar má sjá Þorvald Kjærulv. Vigdis komin á fast land og þiggur þarna blömvönd frá ungri vestfirskri blómarós. Hjá standa meöal ■annarra Birgir Möller, Þorvaldur Kjærulv, Þórhallur Asgeirsson, Jóhannes Arnason og Hannibal Valdimarsson. Gestunum hjálpaö I land. t bátnum eru meöal annarra Vala Thoroddsen, Magnea Þorkelsdóttir biskups- frú og Pétur Sigurösson. Hrafnseyrarhátíðin var, eins og allir muna, um siðustu helgi og að vonum var þar mikið um dýrðir. Á hátiðinni var vigð minningar- kapella og opnað minjasafn um Jón Sigurðssson, og var þetta fyrsta embættis- verk nýkjörins forseta, Vigdisar Finnboga- dóttur, Það hefur lengi staðið til að koma upp einhverju verulegu, sem minnti á Jón Sigurðsson forseta að Hrafnseyri við Arnar- fjörð, öðru en minnis- merkinu, sem reist var árið 1911 á hundrað ára afmæli hans, enda Hrafnseyri fæðingar- staður Jóns. Og gefa þannig gestum og gangandi tækifæri til að fræðast um lif og störf Jóns Sigurðsson- ar. Gestirnir, sem komu að sunnan, þ.e.a.s. for- setinn og fylgdarlið hennar, komu með varðskipinu Ægi og stóð til að flytja gestina siðan i land með þyrlu, það vildi þó ekki betur til en svo, að þyrlan bilaði og flytja varð gestina i gúmbát varð- skipsins i land. Meðfylgjandi myndir tala sinu máli um at- burðinn, en þær tók Ólafur Sigurðsson, fréttamaður. —KÞ Báturinn kominn aö landiog menn keppast um aörétta nýkjörnum forseta hjálparhönd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.