Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 9. ágúst 1980 hœ krakkar! Skridur Prófessorinn: Fyriralla muni takið þér kattar- skrattann og farið með hann héðan. Ég get ómögulega liðið veinið i honum, þegar ég er að vinna. Hvar er hann? Þjónustustúlkan: Prófessorinn situr á honum. Okunni maðurinn hefur barið góða stund að dyrum, en enginn svarar. Loks snýr hann sér að litlum dreng, sem stendur skammt frá, og segir: Þú sagðir, að pabbi þinn væri heima, en svo er víst ekki nokk- ur maður í húsinu. Drengurinn: Já, pabbi er heima, en við eigum ekki heima í þessu húsi. —-Þegar ég drekk kaffi, get ég aldrei sof ið, sagði Hans. —Það er þá alveg öfugt með mig, sagði Pétur, þegar ég sef, get ég aldrei drukkið kaffi. Litla kvöldsagan: Kalla kisa og Pálína páfagaukur Gátur Faðir nokkur átti sex dætur, hver dóttir átti einn bróður. Hve mörg voru systkinin? Drengur rak kindahóp milli bæja. Á eftir einni kindinni gengu tvær kindur, ein kind gekk milli tveggja kinda, en á undan þriðju kindinni gengu tvær kindur. Hve margar kindur voru alls í hópnum? Frúin: Hvað haldið þér, að sé að hnénu á manninum minum? Læknirinn: Það hefur farið vatn á milli liða, að ég held. Frúin: Já, átti ég ekki á von. Ég sem varaði hann við að fara út í rigninguna. Hann var i svo þunnum buxum. Mamman: Svei, strák- ur, þú hefur étið allar kökurnar á diskinum, og ég sagði bara, að þú mættir eiga eina. Drengurinn: Já, en ég vissi ekki, hvaða kaka það var, mamma, svo að ég át þær allar. Steini litli kom há- skælandi inn til mömmu sinnar. — Hvað gengur að þér, væni? spurði hún. —Ég datt og meiddi mig svovoðalegaí gær, snökti Steini. —Ekki getur þú verið að gráta af því núna, Steini minn, sagði hún. —Jú þú varst ekki heima í gær. í herbergi einu sátu 4 kettir, einn í hverju horni. Hjá hverjum þeirra um sig voru þrír kettir, og á rófunni á hverjum ketti sat einn köttur. Hvað voru þeir margir? Svör á bls. 22 Leikir Þátttakendur sitja í hring. Einn byrjar að telja. Hann segir einn. Sá, sem næstur er, segir tveir og svo áfram hringinn á enda. En sá, sem lendir á tölunni 5, skal segja kross og sá, sem lendir á tölunni 7, segir boss. Með öðrum orðum: Aldrei má segja 5 og aldrei 7. Það má heldur ekki segja 15, 25, 17, 27, í stað þess skal segja tíu kross, tuttugu kross, tíu boss, tuttugu boss o.s.frv. Hver sá, sem flaskar á þessu, er úr leik. 2. Þátttakendur sitja í hring og styðja höndum á hné sér. Einn er inni í hringnum og reynir að slá á hendur hinna, en þeirra er að forða sér og varna því, að honum takist þetta. Sá, sem verður fyrir höggi á hendurnar, fer inn í hringinn næst. „Komdu" sagði Kalla kisa við Pálínu páfagauk og opnaði búrið hennar. „Við förum í dýragarð- inn." „Hvað er dýragarður?" spurði Pálína. En Kalla kisa brosti bara og sagði: „Flýttu þér." Pálína flýtti sér og Kalla flýtti sér til dýragarðsins. Þær sáu Ijón, tígrisdýr, gríraffa og fíl, sem var nærri þvi eins stór og hús — svo sáu þær bangsa og sel, sem gelti eins og hundur svo að Kalla varð dauð- hrædd. Þær sáu hlébarða, sem var svartur og hlé- barða með deplum og snið- uga apa. Þá sáu þær kráku, sem sagði: „Komið þið sælar," og bauð Pálínu til hádegisverðar. Pálína leit á Köllu og Kalla sagði: „Allt í lagi." og Kalla þaut heim til að fá sér hádegismat. En hún fékk ekki neitt. „Ég er hrædd um að þú sértbúinað borða", sagði húsmóðír Köllu og horfði á tóma búrið hennar Pálínu. „Ég gerði það ekki", sagði aumingja Kaila, en það hafði engin áhrif. Hún fékk engan hádegismat. Og það leit út fyrir að hún fengi engan kvöldmat heldur. En þá heyrðist klórað utan í hurðina. Þetta var Pálína. „Gjörðu svo vel, Pálína mín", sagði húsmóðir Köllu. „Og fyrirgefðu mér, Kalla min, að ég skyldi halda svona Ijótt um þig." Það var ríkulegur kvöld- matur, sem Kalla fékk. Og Pálína trúði Köllu fyrir því, að hún væri svo fegin að vera komin heim, því að þótt gaman hefði verið að heimsækja krákuna, væri þó best heima. Krakkarnir á myndinni eiga heima á Búrfelli i Hálsasveit I Borgarfiröi. Þau heita Þórunn, Sigur- steinn, Lára og Guóni Már. Foreldrar þeirra búa á Búrfelli og þau heita Kolfinna Þórarinsdóttir og Þor- steinn Sigursteinsson. Visismynd: Anna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.