Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 09.08.1980, Blaðsíða 21
vlsm Laugardagur 9. ágúst 1980 sandkassinn GIsli Sigur- geirsson, blaöamaöur Visis á Akur- eyri, skrifar. Komið þið nú alsæl og skattpind. I „Ráöherra tekinn fastur", sagði Mogginn daginn eftir að ég fékk skattseðilinn minn. Ég varð himinlifandi. Hélt þeir hefðu tekiö Ragnar fjármála- ráðherra fastan fyrir rán. í En sá laug nú sennilega i sjönvarpinu á miðvikudags- kvöldið — og sáuð’i hvernig hann bakaði Helga greyið fréttamann. Og svo lét hann sig hafaða að segja án þess að roðna, að hvergi nokkursstað- ar væru laigri skattar eins og hér.... Það var nefnilega það: er það ekki 40% tekjuskattur, 12% útsvar, 23% söluskattur, flugvallarskaf.tur, vörugjald, tollar, bensinskattur, fóður- bætisskattur og.... og — nei ég hef ekki rúm fyrir meira. Best fyrir okkur að afþakka kaupið, en láta rikið sjá okkur fyrir fæði, klæði og húsnæði. þ Aumingja strákurinn, hann hafði grun um að konan væri honum ótrú. Einn daginn rauk hann heim úr vinnunni um miðjan dag — og hvað haldið þið? Konan var eitthvað að dedúera uppi i rúmi með kol- svörtum Afrikunegra. Þá sá strákúr það svart á hvitu. | „Vestmannaeyingar út- keyröir”, segir Dagblaðið. Þeim er nær að vera ekki alltaf úti að aka. 9 „Miklu magni áfengis helit niöur”, segir Dagblaðið. Þvi gera þeir mér þetta??? 0 „260 kr. fyrir fulloröna”, segir Þjóðviljinn. Það var ekki mikið, hvað ætli fáist fyrir blessuð lömbin i haust? ^ „Rikiö hefur ekki ráö á aö rýja þegna sina öllu”, segir Haraldur Olafsson i Timanum. Þetta þótti mér nú fuil seint i rassinn gripið. £ „Stefán hættir viö Rúss- landsför vegna fóöurbætis- skattsins”, segir Mogginn og er að tala um Stefán Valgeirsson, al- þingismann i Auðbrekku. Mér finnst þeir nú vera farnir að lifa nokkuð knappt þingmenn- irnir okkar, ef þeir eru farnir að þrifast af fóðurbæti. Verst þegar þeir komast ekki i ferðalög, og það til Rússlands, vegna þess að nestið er skatt- lagt. # Það er mikill rigur á milli iþróttafélaganna á Akureyri. Þórsarar voru að leggja þökur á nýjan knattspyrnuvöll hér á dögunum. KA-menn sögðust hafa þurft að senda fulltrúa á staðinn til að fylgjast með tyrfingunni. Tautaöi hann i si- fellu yfir Þórsurunum: Þetta græna upp drengir, þetta græna upp drengir, þetta græna upp....” Jæja, hverju svarið þiö Þórsarar? # „Þú og ég meö lag á Bret- iandsmarkaö”, segir Visir i gær. Þú kannski, ekki ég. # „Fitunni á hann fjör aö launa”, segir Mogginn og Mogginn lýgur aldrei. Þetta var góð frétt fyrir mig, nú hef ég ekki áhyggjur af mittismálinu lengur. # „Hvaö kostar þaö, spuröi Stina” — aleiguna, svaraði Ragnar. # „Afallalitil verslunar- mannahelgi þrátt fyrir al- menna ölvun”, segir Mogginn. Það hlýtur þó að hafa verið „áfall” fyrir bindindishreyfinguna, þjóðin „almennt” á fyllirfi, en allt i þessu fina, þrátt fyrir það. # Vitiði hver hefur flesta menn undir sér fyrir norðan? — Dúi kirkjugarðsvörður. Ég get ekki gleymt honum Ragnari fjármála. Hann segir að maður eigi að borga skatt- ana með brosi. Ég reyndi það, en þeir vildu heldur fá pen- inga. # Þið hafið heyrt um krat- ann, sem kom i forsetaveisl- una um daginn i Aristófötum. Hann var Aristokrati. # „Sviar í læri hjá Flugleiö- um”, segir Mogginn. Hefði nú ekki verið flottara að hafa hrygg? # „Málefni kvenna biöu lægri hlut fyrir pólitisku málþófi”, segir i frétt frá kvenréttinda- ráðstefnu. Það er af sem var i vetur. Þá var haldið Norður- landaþing i Reykjavik, þar sem mál og gildi kvenna bar sigurorð af pólitisku málþófi. # „Annar læknaði mein manna — hinn bætti mein þjóðarinnar” sagði forsætis- ráðherrann okkar um siðustu helgi vestur á Hrafnseyri. Hann gleymdi alveg að geta þess blessaður, hver sá þriðji var, sem reif öll þessi mein upp aftur. Veriö þiö svo marg blessuö — og ekki allt of stressuö út af skattinum. P.S. Sé ykkur hjá Gjaldheimt- unni. Bless. Torkennilegurhluturáratsjá FUÚGANDI FURÐUHLUTUR YFIR EYJAFIRÐI o o 1 vikunni var greint frá fljúgandifuröuhlut yfir Eyjafiröi I Dagblaöinu. Þessi undur komu fram á ratsjá. Tiöindamaöur Sandkassans hefur ætiö haft mikinn áhuga á svona fyrirbærum. „Þyrptist” hann þvi fram á flugvöll aöleita frétta. Þar náöist í einn flugmann, sem haföi komiö I all náin kynni viö fyrirbær- iö. Teiknaöi hann þaö upp, eins og þaö birtist á radarnum, og iét Sandkassann hafa myndina til birting- ! PlSSSEl CAUTiOrJ ar. Aörir veröa ekki þeirrar gæfu aönjótandi. 21 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði, Garðakaupstað og i Bessastaðahreppi, i ágúst. september og október 1980. Skoðun fer fram sem hér segir: Agústmánuöur. miövikud. . 13. G- 6901 til G- 7000 fimmtud. 14. G- 7001 — G- 7100 föstud. 15. G- 7101 — G- 7200 mánud. 18. G- 7201 — G- 7300 þriöjud. 19. G- 7301 — G- 7400 miövikud. 20. G- 7401 — G- 7500 fimmtud. 21. G- 7501 — G- 7600 föstud. 22. G- 7601 — G- 7700 mánud. 25. G- 7701 — G- 7850 þriðjud. 26. G- 7851 — G- 8000 miðvikud. 27. G- 8001 — G- 8150 fimmtud. 28. G- 8151 — G- 8300 föstud. 29. G- 8301 — G- 8450 Septembermánuöur. mánud. 1. G- 8451 — G- 8600 þriðjud. 2. G- 8601 — G- 8750 miðvikud. 3. G- 8751 — G- 8900 fimmtud. 4. G- 8901 — G- 9050 föstud. 5. G- 9051 — G- 9200 mánud. 8. G -9201 — G- 9350 þriðjud. 9. G- 9351 — G- 9500 miövikud. 10. G- 9501 — G- 9650 fimmtud. 11. G- 9651 — G- 9800 föstud. 12. G- 9801 — G- 9950 mánud. 15. G- 9951 — G-10200 þriðjud. 16. G-10201 — G-10400 miðvikud. 17. G-10401 — G-10600 fimmtud. 18. G-10601 — G-10800 föstud. 19. G-10801 — G-11000 mánud. 22. G-11001 — G-11200 þriðjud. 23. G-11201 — G-11400 miðvikud. 24. G-11401 — G-11600 fimmtud. 25. G-11601 — G-11800 föstud. 26. G-11801 — G-12000 mánud. 29. G-12001 — G-12200 þriðjud. 30. G-12201 — G-12400 Októbermánuöur. miðvikud. 1. G-12401 — G-12600 fimmtud. 2. G-12601 — G-12800 föstud. 3. G-12801 — G-13000 mánud. 6. G-13001 — G-13200 þriðjud. 7. G-13201 — G-13400 miðvikud. 8. G-13401 — G-13600 fimmtud. 9. G-13601 — G-13800 föstud. 10. G-13801 -Ogyfir. Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnar- firði frá kl. 8.15-12.00 og 13.00-16.00 Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi, svo og ljósastillingarvottorð. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og i Garða- kaupstað, Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu, 29. júli 1980. Einar Ingimundarson. TIL SÖLU Þessi húsbíll er til sölu. Teg. Dodge Custom árg. 1964. Vel með farinn. Verð tilboð. Uppl. i síma 84540 eða 40911.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.