Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 4
VfSTR Mánudagiir 11. ágúst 1980. Hárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofan Klapplarstíg PANTANIR 13010 FELAGS- FUIMDUR verður haldinn að Hótel Esju i kvöld mánudaginn 11.8. kl. 20.30. Fundarefni: LJÓMARALLY y80, o.ffl. Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavikur Hafnarstræti 18. í'XÆtótúVtViÍiYt! j| VEUUM ÍSLENZKt(þ|)íSLENZKAN IÐNAÐ j| Kjöljárn Þakventlar J. B.PÉTURSSON SF. ÆGISCOTU * - 7 gg 13125.13126 '.■.V.VAW.V.V.VV.V.V.V.V.V.1, I B'tLALEtGA \ Skeifunni 17, Simar 81390 \ WWAWJ V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'. Nauðungaruppboð annab og slúasta á fasteigninni Holtsgata 14, ibúO merkt D i Njarftvik, þinglýst eign Arna Árnasonar, fer fram á eign- inni sjálfri aö kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., vegna dómsskulda Einars Sæmundssonar, fimmtudaginn 14. ágúst 1980, kl. 15.00 Bæjarfógetinn í Njarövik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 21., 25. og 29. tölublaöi Lögbirtingar- blaösins 1980 á fasteigninni Njarövikurbraut 2, I Njarövik, þinglýst eign Snjóiaugar Sveinsdóttur fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Útvegsbanka tslands, Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar hdl. o.fl., fimmtudaginn 14. ágúst, kl. 16.00 Bæjarfógetinn I Njarövik. Vopnaöir hermenn á veröiá götui L.a rai. „Kokain- dyllingin” í Bólivíu - Mesta ógnarstjórn í sögu blöðarinnar tekln viö? Alla siðustu viku unnu verkamennirnir í La Paz, höfuðborg Bóli- viu, að þvi að koma gangstéttarhellum á sinn stað aftur, en þær höfðu verið notaðar sem götuvirki. Út- varpsstöðin, sem stjórnin ræður yfir, segir að ró og kyrrð sé komin á i borginni og Luis Garcia Meza, for- seti Bóliviu, segir að herforingjastjórn hans muni koma á „félags- legu og efnahagslegu jafnvægi i landinu”. En það gæti tekið sinn tima. Garcia Meza haföi vart kom- ist til valda meö valdaráni slnu, er reiöir og óánægöir náma- verkamenn I fjallaþorpum Andesfjalla snerust gegn honum og böröust viö hersveitir nýju stjórnarinnar. Notuöu þeir steina og barefli — og dýnamit! Og þó svo hermönnunum hafi tekist aö bæla niöur uppreisn námaverkamanna, þá er engin trygging fýrir þvl aö blóöbaöiö I Bólivíu sé búiö. 189 rikisstjórnir Fyrir þjóö, sem hefur haft 189 rikisstjórnir i þau 155 ár, sem landiö hefur veriö sjálfstætt, er bylting hersins engin nýjung. En valdarán Garcia Meza virö- ist ætla aö ala af sér einhverja mestu ógnarstjórn i sögu þjóö- arinnar. Herdeildir voru strax sendar út um allt land til aö bæla niöur uppreisnir og innan- rikisráöherrann, Luis Arce Gomez, hershöföingi, efndi til herferöar gegn „niöurrifsöflun- um”. A daginn var rólegt I höfuð- borginni, en á næturnar skutu leyniskyttur á hermenn og sprengjur sprungu. Kaþólskur prestursagöi, aö hermenn fang- elsuöu heilu fjölskyldurnar" og ekkert fréttist siðan af fólkinu. Þá hafa margir prestar og blaöamenn veriö handteknir og útvarpsstöö jesúltasafnaöar I La Paz var eyöilögö af hermönnum. Út- varpsstöðin var eyöilögö þar sem hún útvarpaði „niöurrif- andi upplýsingar um mannrétt- indi”. „Þeir eru greinilega aö „hreinsa til” fyrir næsta mannsaldur”, sagöi vestrænn sendiráösstarfsmaöur. Hörð viðbrögð Ekkert riki hefur enn sem komið er viöurkennt stjórn Garcia Meza og viðbrögöin viö valdaráninu voru viöast hvar hörö. Edmund Muskie tilkynnti, aö Bandarikjamenn myndu hætta allri aðstoð viö Bóliviu svo og hernaöaraöstoð. Þá sagöi Muskie, aö dregiö yröi Ur um- svifum bandariska sendiráösins I La Paz og sendiherrann var kallaöur heim. Sannanir eru sagöar liggja fyrir um mann- réttindabrot og pyntingar og aö I La Paz sé þúsundum manna haldiöföngnum án dóms og laga og þeir pyntaðir. Flestir lita á valdarániö sem tilraun til aö koma I veg fyrir aö Hernan Siles Zuazo komist til valda, en hann fékk lang flest atkvæöi I forsetakosningum fyr- ir skömmu. Siles er vinstrisinn- aöur og sérlega illa liöinn af hernum eftir að hann leiddi byltingu verkamanna áriö 1952. Eftir byltinguna var komið á al- mennum kosningarétti i land- inu, Ifyrsta sinn i sögu þess. Þá voru 80% herforingjanna settir á eftirlaun og útgjöld til her- mála minnkuðu úr 25% útgjalda rikisins I 7%. Argentinumenn með fingurna i spilinu? Það viröist einnig veröa ljóst, aö hin hægri sinnaða stjórn i Argentinu hefur leikið stórt hlutverk I valdaráninu. Nokkrir blaöamenn, sem handteknir voru I byltingunni, segjast hafa verið yfirheyröir og baröir af herforingjum, sem töluöu spænsku meö áberandi argen- tinskum hreim. Þá segjast and- ófsmenn hafa fundiö argentinsk skotfæri og birgöir, eftir átök við bdliviska hermenn. Diplómatar I La Paz halda því fram, að Argentínumenn hafi skelfst þá hugmynd að vinstri stjórn kæmist á i Bóliviu, þar sem hún myndi siöan styðja vinstri menn og hryöjuverka- menn I Argentinu. Eiturlyf og valdarán Eiturlyfjasmygl er öflug starfsgrein I Bólivlu. Þessi ólög- lega verslun er talin gefa um 200 milljónir dollara i aöra hönd á ári — og þaö er i erléndum gjaldeyri, og margir álita, aö stdr hluti þessa fjármagns renni til aö fjármagna herforingja sem ætla sér að komast langt. Einnig þetta er taliö spila inn i valdarániö enda kalla þaö margir „Kdkain-byltinguna”. Bólivia er fátækasta riki S-Ameriku. Skuldir þess við er- lend riki nema um 3 milljörðum dollara og nýlega var gengiö fellt um 25%. Garcia Meza sagöi I sjón- varpsávarpi nýlega, aö slæmur fjárhagur rikisins væri borg- aralegum stjórnmálamönnum að kenna og að stjórn hans myndi kippa málunum i liðinn. En margir Bóliviumenn hræö- ast þaö, aö áöur en stjórnin snúi sér aö efnahagsmálunum veröi annaö mál ofar á dagskránni hjá Garcia Meza og félögum. Eöa eins og Siles Zuazo oröaöi þaö: „Þeir ætla sér aö breyta Bóli- viu I stærsta kirkjugaröinn f hjarta S-Amerlku”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.